„Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. Fótbolti 1. júlí 2024 22:44
Hinn fullkomni leikur hjá Nico Williams Segja má að Nico Williams hafi í raun átt hinn fullkomna leik þegar Spánn tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu með 4-1 sigri á Georgíu. Fótbolti 1. júlí 2024 22:31
Man Utd horfir enn á ný til fyrrum lærisveins Ten Hag Manchester United hefur hafið viðræður við Bayern München um möguleg kaup á miðverðinum Matthijs de Ligt. Sá spilaði undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Enski boltinn 1. júlí 2024 22:00
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. Fótbolti 1. júlí 2024 21:48
De Bruyne: Of snemmt til að svara því Kevin De Bruyne og félagar í belgíska landsliðinu duttu út úr Evrópumótinu í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði á móti Frakklandi í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 1. júlí 2024 21:20
Glódís Perla og hinar stelpurnar mældar í bak og fyrir Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir og hinar stjörnurnar í liði Bayern Munchen byrjuðu í dag formlega undirbúningstímabilið fyrir 2024-25 tímabilið. Fótbolti 1. júlí 2024 20:01
Sjáðu sjálfsmarkið sem kom Frökkum í átta liða úrslit Frakkar hafa aðeins unnið tvo leiki á þessu Evrópumóti og þá báða á sjálfsmarki. Þessi sjálfsmörk hafa hins vegar skilað franska liðinu í átta liða úrslitin. Fótbolti 1. júlí 2024 18:42
Aftur vinna Frakkar á sjálfsmarki og nú skilar það þeim í átta liða úrslit Frakkar urðu fimmta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta eftir 1-0 sigur á Belgíu í kvöld. Fótbolti 1. júlí 2024 17:54
Ólíklegt að Bellingham fái leikbann Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu rannsakar nú frekar klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham eftir að hann skoraði markið mikilvæga á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitum Evrópumótsins um helgina. Fótbolti 1. júlí 2024 17:30
Ísböð á nóttunni og alltaf tilbúinn að gefa góð ráð Það eru fáir knattspyrnumenn ýktari og Cristiano Ronaldo. Þá eru fáir sem eru tilbúnir að leggja meira á sig til að ná árangri. Þetta staðfesti José Fonte, fyrrverandi samherji hans í portúgalska landsliðinu. Fótbolti 1. júlí 2024 16:30
Chelsea fær framherja frá Barcelona og Earps til PSG Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain. Fótbolti 1. júlí 2024 16:01
Hlynur Freyr á leið til Svíþjóðar Hlynur Freyr Karlsson stoppaði stutt við hjá Haugesund í Noregi en hann er á leið í sænska boltann. Fótbolti 1. júlí 2024 15:30
Borga yfir þrjátíu milljarða fyrir þrjú ár framan á búningum Rauðu djöflanna Enska knattspyrnufélagið Manchester United opinberaði í dag að tæknifyrirtækið Snapdragon yrði framan á búningum félagsins næstu þrjú árin. Hljóðar samningurinn upp á 225 milljónir Bandaríkjadala yfir þrjú ár eða rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Enski boltinn 1. júlí 2024 13:31
Fagnaði markinu með því að þykjast kasta vatnsbrúsa Víkingur hélt út gegn Fram og vann 2-1 sigur í 13. umferð Bestu deildar karla. Mörkin úr leiknum og sérstakt fagn Danijels Dejan Djuric má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 1. júlí 2024 12:00
Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Fótbolti 1. júlí 2024 11:31
Keane um Mainoo: „Er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra“ Hinn írski Roy Keane, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, hélt vart vatni yfir frammistöðu Kobbie Mainoo á miðri miðju Englands þegar liðið marði Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. Fótbolti 1. júlí 2024 10:31
Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. Fótbolti 1. júlí 2024 09:00
Pogba og Matuidi verða heiðursgestir Frakka gegn Belgíu Franska knattspyrnusambandið hefur boðið Paul Pogba og Blaise Matuidi heiðursgestasæti á leik Frakklands og Belgíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðar í dag. Fótbolti 1. júlí 2024 08:13
Manchester United hefur gengið frá kaupum á yfirmanni knattspyrnumála Manchester United og Newcastle hafa loks gengið frá samkomulagi um kaupverð á yfirmanninum Dan Ashworth. Enski boltinn 1. júlí 2024 07:54
Heimir lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíku Heimir Hallgrímsson hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Tilkynningin kemur í kjölfar Copa America, Jamaíka lauk keppni þar í nótt og endaði stigalaust í riðlinum. Fótbolti 1. júlí 2024 07:24
Handtekinn á þaki vallarins þar sem hann ætlaði að ná góðum myndum Þýska sérsveitin var kölluð út á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liðar úrslitum Evrópumótsins vegna manns sem var búinn að koma sér upp á þak Westfalenstadion. Fótbolti 1. júlí 2024 07:00
Sjáðu hjólhestaspyrnuna sem bjargaði Englendingum England og Spánn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. Englendingar þurftu á öllum mínútum leiksins að halda gegn Slóvökum. Fótbolti 30. júní 2024 23:30
„Virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki“ Það var létt yfir Arnar Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. Fótbolti 30. júní 2024 21:52
Þjóðverjar með algjöra yfirburði í seinni hálfleik og á leið í átta liða úrslit Þjóðverjar eru á leið í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í heimalandinu eftir 2-0 sigur gegn Danmörku í leik sem tafðist lengi vegna veðurs. Þar munu þeir mæta Spáni eða Georgíu. Fótbolti 30. júní 2024 21:15
Njarðvík mistókst að komast á toppinn og botnliðið náði í mikilvæg stig Afturelding vann góðan 5-2 sigur er liðið heimsótti Njarðvík í Lengudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann botnlið Þróttar mikilvægan 1-0 sigur gegn Grindavík. Fótbolti 30. júní 2024 21:09
„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. Fótbolti 30. júní 2024 20:01
Chelsea fær gamlan lærisvein nýja þjálfarans Nýliðar Leicester hafa samþykkt tilboð Chelsea í enska miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall. Fótbolti 30. júní 2024 19:16
Spánverjar í átta liða úrslit en ævintýri Georgíu á enda Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins er liðið vann 4-1 sigur gegn Georgíu. Fótbolti 30. júní 2024 18:30
Uppgjör: Víkingur R. - Fram 2-1 | Meistararnir héldu út Topplið Víkings tók á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Leikið var á Víkingsvelli. Eftir afar spennandi leik sigruðu Víkingar 2-1 og styrkja stöðu sína því á toppnum. Íslenski boltinn 30. júní 2024 18:30
Eyjamenn skoruðu fimm í seinni hálfleik ÍBV vann öruggan 5-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fótbolti 30. júní 2024 18:19