Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Ætli Mbeumo geti leyst markmannsvandræði Man United? EPA-EFE/Vísir Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnin Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnin Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira