Enski boltinn

Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Má ekki keyra á næstunni.
Má ekki keyra á næstunni. Vísir/Getty

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Ince hefur misst bílpróf sitt eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.

Hinn 57 ára gamli Ince gerði garðinn frægan með Manchester United, Inter og Liverpool á árum áður. Einnig lék hann 53 landsleiki fyrir England, fjölmarga þeirra sem fyrirliði liðsins. Síðan skórnir fóru á hilluna hefur hann bæði starfað við þjálfun sem og í fjölmiðlum.

Fyrr í sumar var Ince handtekinn eftir að hafa keyrt Range Rover bifreið sína undir áhrifum áfengis.

Nú hefur verið dæmt í máli Ince og ljóst að hann má ekki keyra næsta árið. Þá þarf hann að greiða sekt að andvirði 1,1 milljón íslenskra króna.

Ince hefur ekki þjálfað síðan hann var látinn fara frá Reading í apríl árið 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×