Hamilton og Button á undan Schumacher Bílar með Mercedes vélar röðuðu sér í þrjú efstu sætin á fyrstu æfingu keppnisliða í Barcelona í morgun. Lewis Hamilton var hálfri sekúndu fljótari en Jenson Button á McLaren Mercedes bílum sem báðir aka. Michael Schumacher náði þriðja sæti á Mercedes, en næstir komu Mark Webber og Sebastian Vettel á Red Bull. Heimamaðurinn Fernando Alonso á Ferrari var áttundi. Formúla 1 7. maí 2010 11:23
Reynsla úr titilslagnum hjálpar meistaranum Forystumaður stigamótsins, Jenson Button mundi frekar kjósa að fá þurra keppni í Barcelona en rigningu, en spáð er að rigng geti á mótssvæðinu um helgina. Formúla 1 6. maí 2010 18:35
Schumacher rólegur þrátt fyrir erfiða byrjun Michael Schumacher er ekkert að stressa sig á umræðunni um að hann hafi ekki náð tilætluðum árangri í Formúlu 1. Hann keppir á Spáni um helgina. Formúla 1 6. maí 2010 18:00
Webber: Stigataflan lýgur ekki um árangur Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull telur stöðu sína í Formúlu 1 vera eins og við er að búast, eftir fyrstu fjögur mótin. Hann segir ökumenn og lið skapa sér gæfu. Formúla 1 5. maí 2010 12:10
Briatore: Betra skipulag Formúlu 1 nauðsynlegt Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn. Formúla 1 4. maí 2010 17:29
Mót nærri miðborg New York í skoðun Yfrmaður ferðamála í Jersey City, í 15 mínúta fjarlægð frá miðborg New York hefur lagt fram hugmyndir um Formúlu 1 mót á sínu heimasvæði árið 2012. Formúla 1 4. maí 2010 11:48
Alonso heillaður af Ferrari og spáir titli Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Formúla 1 3. maí 2010 13:50
Hamilton vill brúa bilið í þá fljótustu Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. Formúla 1 30. apríl 2010 13:49
Webber: Red Bull þarf að gera betur Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær. Formúla 1 30. apríl 2010 10:10
Breytt Silverstone braut vígð í dag Damon Hill, fyrrum meistari í Formúlu 1 og forseti breska kappakstursklúbbsins var meðal þeirra sem vígðu breytta og bætta Silverstone braut í Bretlandi í dag. Þá mætti hertoginn af York, Andrew prins en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi breskra kappakstursökumanna, en akstursíþróttastarfsemi er mikilvægur þáttur í bresku efnahagslífi. Talið er að um 50.000 starfi beint á akstursíþróttum í Bretlandi. Formúla 1 29. apríl 2010 13:34
Moss telur Schmacher búinn með það besta Bretinn Stirling Moss, fyrrum Formúlu 1 ökumaður telur að Michael Schumacher hafi gert mistök í því að mæta aftur í Formúlu 1 og hann hafi ekki sömu brennandi þörf á sigri og áður. Moss vann sjálfur 16 Formúlu 1 mótum á meðan hann keppti og ók m.a. með Mercedes á sínum tíma sem Schumacher keppir með í dag. Formúla 1 29. apríl 2010 12:01
Button lærði til meistara með Brawn Jenson Button telur að sú staðreynd að hann hefur landað sigrum með McLaren eftir að hljóma vel þegar fram líða stundir, en hann telur að vera hans hjá Honda og Brawn hafi lagt grunninn að persónuleika hans og aksturstækni. Formúla 1 28. apríl 2010 18:06
Brawn sá á eftir Button, en trúir á Schumacher Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. Formúla 1 27. apríl 2010 10:14
Þumalputtar Alonso tryggðir á 170 miljónir Fernando Alonso er með verðmæta þumalputta að mati Santander, sem er spænskur bankarisi. Fyrirtækið tilkynnti í dag að þumalputtar hans hefðu verið tryggir á 10 miljón evrur, eða rúmar 170 miljónir. Formúla 1 26. apríl 2010 14:00
Baráttan hefst fyrir alvöru á Spáni Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. Formúla 1 26. apríl 2010 12:54
Nýjar reglur verðlauna klóka ökumenn Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Formúla 1 26. apríl 2010 11:08
Rosberg: Schumacher verður betri Nico Rosberg hefur náð mun betri árangur en liðsfélaginn Michael Schumacher hjá Mercedes á árinu. Hann segir þó í samtali við Gazette dello Sport að Schumacher eigi eftir að verða betri. Formúla 1 23. apríl 2010 14:57
Mosley: Ferrari var aldrei í uppáhaldi Max Mosley þvertekur fyrir að Ferrrari hafi verið í uppáhaldi hjá honum eða innan FIA þegar hann var forseti sambandsins, eins og oft var rætt um á árum áður. Hann segir þetta í F1 Racing tímaritinu. Formúla 1 22. apríl 2010 21:27
Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. Formúla 1 21. apríl 2010 11:04
Button: Besti tími lífs míns Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. Formúla 1 20. apríl 2010 15:33
Formúlu 1 ekki frestað vegna eldgoss Bernie Ecclestone, segir að eldgosið á Íslandi og vandamál varðandi flug síðustu daga muni ekki hafa áhrif á spænska kappaksturinn í Barcelona í maí. Meirihluti starfsmanna Formúlu 1 liða eru strandaglóðpar í Kína vegna frestana á flugum í Evrópu. Formúla 1 19. apríl 2010 12:38
Button: Besti sigurinn frá upphafi Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu. Formúla 1 18. apríl 2010 18:34
Button vann í stormasamri keppni Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sgri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag. Formúla 1 18. apríl 2010 10:12
Vettel hræðist ekki veðurspánna Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. Formúla 1 17. apríl 2010 08:09
Vettel og Webber fremstir í tímatökum Sebastian Vettel og Mark Webber tryggðu Red Bull tvo fremstu staðina á ráslínu á Sjanghæ brautinni í Kína í morgun, þegar tímataka fyrir kappaksturinn á sunnudag fór fram. Formúla 1 17. apríl 2010 07:34
Webber fljótastur á lokaæfingunni Ástralinn Mark Webber var fljótastur á lokaæfingu keppnisliðia á Sjanghæ brautinni í Kína í nótt á Red Bull bíl, en bestu tímarnir náðust á lokaspretti æfingarinnar. Æfingin var sú síðasta fyrir tímatökuna sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.45. Formúla 1 17. apríl 2010 04:29
Tímatakan lykill að sigursókn Hamiltons Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Formúla 1 16. apríl 2010 09:35
McLaren í forystu á æfingum McLaren liðið er til alls líklegt á Sjanghæ brautinn í Kína um helgina, en ökumenn liðsins náðu besta tíma á báðum æfingum í nótt. Lewis Hamiton náði besta tíma yfir heildina á æfingunum tveimur. Formúla 1 16. apríl 2010 07:59
Meisturunum tveimur vel til vina Lewis Hamilton og Jenson eru báðir meistarar og Button núverandi handhafi titilsins. Hamilton sem vann titilinn 2008 var spurður hvort mikil samkeppni ríkti á milli þeirra á blaðamannafundi í dag, en Button er ofar Hamilton í stigamótinu hjá McLaren liðinu. Formúla 1 15. apríl 2010 16:00
Schumacher eygir enn meistaratitilinn Michael Schumacher hefur trú á að hann eigi möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins með níu stig á móti 39 stigum Felipe Massa. Hann er kominn til Kína og í frétt á autosport.com telur hann sig eiga möguleika á toppslagnum. þrátt fyrir brösótt gengi. Formúla 1 15. apríl 2010 10:36