Kubica hjá Renault til loka 2012 7. júlí 2010 12:10 Robert Kubica er 25 ára gamall og frá Póllandi. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira