Webber vann eftir að hafa verið móðgaður 11. júlí 2010 15:24 Mark Webber var ekki sáttur við framkomu Red Bull í hans garð á Solverstone Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber sem býr í Englandi vann sætan sigur á Silverstone í dag, eftir hafa að hafa skákað liðsfélaga sínum Sebastian Vettel og heimamanninum Lewis Hamilton hjá McLaren. Nokkur styr var innanbúðar hjá Red Bull fyrir kappaksturinn þar sem Vettel hafði fengið framvæng undan bíl Webbers, samkvæmt skipun framkvæmdarstjórans Christian Horner. Webber var þó ekki vænglaus, heldur varð að nota eldri útgáfu og væntanlega síðri. Hann var ósáttur, enda hafði Vettel brotið sinn nýja væng á æfingu fyrir tímatökuna í gær. En Horner ákvað að Vettel fengi væng Webbers þar sem Vettel var ofar að stigum í stigamótinu. En Webber svaraði þessu atriði með því að ná forystu í mótinu, eftir að Vettel hafði mistekist í ræsingu. Síðan sprakk dekk hjá Vettel og hann féll niður í neðsta sætið. Webber var hins vegar funheitur og í sérflokki og aðeins Hamilton náði að halda eitthvað í Ástralann. En Webber keyrði afar vel og varð ekki ógnað. Þegar hann kom í endamark sendi hann smá pillu til liðs síns í talkerfinu þegar hann sagði; "Ekki slæmt fyrir ökumann númer 2", vísaði þannig í að hann hafði verið beittur órétti. Eftir keppnina sagði Webber að hann hefði aldrei skrifað undir framhaldssamning við Red Bull, ef hann hefði vitað að hann myndi upplifa álíka framkomu. Hann greindi frá því í frétt á autosport.com. Með sigrinum komst Webber uppfyrir Vettel í stigamótinu ökumanna, en með því að ná öðru sæti er Hamilton enn efstur að stigum. Jenson Button hjá McLaren er annar í stigamótinu og náði fjórða sæti eftir að hafa ræst af stað í fjórtánda sæti. Ók því vel. Nico Rosberg hjá Mercedes náði síðasta stigasætinu á undan Button, sem varð aðeins 0.6 sekúndum á eftir bronsmanninum. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h24:38.200 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.360 3. Rosberg Mercedes + 21.307 4. Button McLaren-Mercedes + 21.986 5. Barrichello Williams-Cosworth + 31.456 6. Kobayashi Sauber-Ferrari + 32.171 7. Vettel Red Bull-Renault + 36.734 8. Sutil Force India-Mercedes + 40.932 9. Schumacher Mercedes + 41.599 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 42.012 Stigastaðan 1. Hamilton 145 1. McLaren-Mercedes 278 2. Button 133 2. Red Bull-Renault 249 3. Webber 128 3. Ferrari 165 4. Vettel 121 4. Mercedes 126 5. Alonso 98 5. Renault 89 6. Rosberg 90 6. Force India-Mercedes 47 7. Kubica 83 7. Williams-Cosworth 31 8. Massa 67 8. Sauber-Ferrari 15 9. Schumacher 36 9. Toro Rosso-Ferrari 10 10. Sutil 35 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ástralinn Mark Webber sem býr í Englandi vann sætan sigur á Silverstone í dag, eftir hafa að hafa skákað liðsfélaga sínum Sebastian Vettel og heimamanninum Lewis Hamilton hjá McLaren. Nokkur styr var innanbúðar hjá Red Bull fyrir kappaksturinn þar sem Vettel hafði fengið framvæng undan bíl Webbers, samkvæmt skipun framkvæmdarstjórans Christian Horner. Webber var þó ekki vænglaus, heldur varð að nota eldri útgáfu og væntanlega síðri. Hann var ósáttur, enda hafði Vettel brotið sinn nýja væng á æfingu fyrir tímatökuna í gær. En Horner ákvað að Vettel fengi væng Webbers þar sem Vettel var ofar að stigum í stigamótinu. En Webber svaraði þessu atriði með því að ná forystu í mótinu, eftir að Vettel hafði mistekist í ræsingu. Síðan sprakk dekk hjá Vettel og hann féll niður í neðsta sætið. Webber var hins vegar funheitur og í sérflokki og aðeins Hamilton náði að halda eitthvað í Ástralann. En Webber keyrði afar vel og varð ekki ógnað. Þegar hann kom í endamark sendi hann smá pillu til liðs síns í talkerfinu þegar hann sagði; "Ekki slæmt fyrir ökumann númer 2", vísaði þannig í að hann hafði verið beittur órétti. Eftir keppnina sagði Webber að hann hefði aldrei skrifað undir framhaldssamning við Red Bull, ef hann hefði vitað að hann myndi upplifa álíka framkomu. Hann greindi frá því í frétt á autosport.com. Með sigrinum komst Webber uppfyrir Vettel í stigamótinu ökumanna, en með því að ná öðru sæti er Hamilton enn efstur að stigum. Jenson Button hjá McLaren er annar í stigamótinu og náði fjórða sæti eftir að hafa ræst af stað í fjórtánda sæti. Ók því vel. Nico Rosberg hjá Mercedes náði síðasta stigasætinu á undan Button, sem varð aðeins 0.6 sekúndum á eftir bronsmanninum. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h24:38.200 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.360 3. Rosberg Mercedes + 21.307 4. Button McLaren-Mercedes + 21.986 5. Barrichello Williams-Cosworth + 31.456 6. Kobayashi Sauber-Ferrari + 32.171 7. Vettel Red Bull-Renault + 36.734 8. Sutil Force India-Mercedes + 40.932 9. Schumacher Mercedes + 41.599 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 42.012 Stigastaðan 1. Hamilton 145 1. McLaren-Mercedes 278 2. Button 133 2. Red Bull-Renault 249 3. Webber 128 3. Ferrari 165 4. Vettel 121 4. Mercedes 126 5. Alonso 98 5. Renault 89 6. Rosberg 90 6. Force India-Mercedes 47 7. Kubica 83 7. Williams-Cosworth 31 8. Massa 67 8. Sauber-Ferrari 15 9. Schumacher 36 9. Toro Rosso-Ferrari 10 10. Sutil 35
Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira