Ákvörðun dómara skuggi á Formúlu 1 28. júní 2010 13:42 Luca Montezemolo, forseti Ferrari. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga." Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga."
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira