Bandarískir aðilar vilja í Formúlu 1 8. júlí 2010 10:00 Jonathan Summerton á ferð í A1 GP. Mynd: Getty Images Bandarískir aðilar hafa sótt formlega um að komast í Formúlu 1 á næsta ári og flagga m.a. Bandaríkjamanninum Jonathan Summerton sem ökumanni. Hann var einnig nefndur til sögunnar hjá USF1 liðinu sem sótti um fyrir þetta tímabil en allt fór handaskolum hjá þeim. Aðeins sex vikum fyrir tímabilið tilkynnti USF1 formlega að liðinu tækist ekki að mæta í mótaröðina og fékk sekt fyrir hjá FIA. Búnaður liðsins sem var með aðsetur í Charlotte var seldur á uppboði. Nú vilja aðrir aðilar taka við flaggi Bandaríkjanna og nokkrir starfsmenn sem höfðu verið ráðnir hjá USF1 virðast vera inn í myndinni hjá Cypher Group, sem hefur sótt um þátttöku 2011. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Í yfirlýsingu frá Cypher segir að þegar hafi verið sótt formlega um aðild að Formúlu 1 og vonast eftir að verða 13 liðið á ráslínunni á næsta ári. Summerton er ökumaður sem hefur keppt í Formúlu 3 Evrópumótaröðinni og í A1 GP með bandarísku liði. Hann keppti í Atlantic mótaröðinni í fyrra og að hluta til í Indy Lights í Bandaríkjunum í fyrra. Nokkrir aðrir aðilar hafa sýnt þvi áhuga að komast að í Formúlu 1, og Episilon Euskadi, Stefan GP og Durango eru nefnd í frétt autosport. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bandarískir aðilar hafa sótt formlega um að komast í Formúlu 1 á næsta ári og flagga m.a. Bandaríkjamanninum Jonathan Summerton sem ökumanni. Hann var einnig nefndur til sögunnar hjá USF1 liðinu sem sótti um fyrir þetta tímabil en allt fór handaskolum hjá þeim. Aðeins sex vikum fyrir tímabilið tilkynnti USF1 formlega að liðinu tækist ekki að mæta í mótaröðina og fékk sekt fyrir hjá FIA. Búnaður liðsins sem var með aðsetur í Charlotte var seldur á uppboði. Nú vilja aðrir aðilar taka við flaggi Bandaríkjanna og nokkrir starfsmenn sem höfðu verið ráðnir hjá USF1 virðast vera inn í myndinni hjá Cypher Group, sem hefur sótt um þátttöku 2011. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Í yfirlýsingu frá Cypher segir að þegar hafi verið sótt formlega um aðild að Formúlu 1 og vonast eftir að verða 13 liðið á ráslínunni á næsta ári. Summerton er ökumaður sem hefur keppt í Formúlu 3 Evrópumótaröðinni og í A1 GP með bandarísku liði. Hann keppti í Atlantic mótaröðinni í fyrra og að hluta til í Indy Lights í Bandaríkjunum í fyrra. Nokkrir aðrir aðilar hafa sýnt þvi áhuga að komast að í Formúlu 1, og Episilon Euskadi, Stefan GP og Durango eru nefnd í frétt autosport.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira