Webber myndi bjarga Vettel frá drukknun 5. júlí 2010 16:15 Hluti Red Bull liðsins var á Goodwood aksturshátíðinni í Bretlandi um helgina. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið meðal þeirra efstu í stigamótinu á þessu ári segir að Ferrari sé ekkert búiði að vera, þó liðið hafi ekki unnið sigur frá því í fyrsta mótinu. "Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari. Það er sterkt lið og Fernando er traustur ökumaður, þannig að þessir gaurar verða í slagnum", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í ummæli á BBC. "Baráttan er stórkostleg og ég nýt hennar. Það eru margir ökumenn sem eiga eftir að vinna og nokkrir okkar hafa unnið tvö mót. Það væri gaman að vera sá fyrsti sem nær þriðja og fjórða sigrinum og ná þannig slagkraftinum." Webber hefur ekki gengið sem best að undanförnu, eftir að hafa verið í efsta sæti stigalistans um tíma. Hann velti harkalega í síðustu keppni í Valencia en slapp ómeiddur. "Við reynum að ná öllum mögulegum stigum, en það gekk illa í Valencia og ég náði bara fimmta sæti Montreal. Í Istanbul var ég á verðlaunapall, sem var ekki alslæmt. Við höldum baráttunni áfram", sagði Webber. Varðandi innabúðarslag hans og Vettels upp á síðkastið sagði Webber; "Við erum ekki að setja sykurinn í teið hjá hvor öðrum, en það er viðbúið. Það er mikið í húfi og við pressum á hvorn annan til að ná árangri, hver á sinn hátt. Ef hann væri að drukkna í sjónum myndi ég bjarga honum. Ég hata hann ekki, en við erum í samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira