Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Innlent 22. apríl 2020 18:30
Vinna að leiðbeiningum fyrir tjaldstæði í sumar Starfsmenn sóttvarnalæknis vinna nú að leiðbeiningum um þrif og sóttvarnir fyrir tjaldstæði og almenningssalerni vegna kórónuveirufaraldursins til að hægt verði að halda úti starfsemi í sumar þegar fólk ferðast innanlands. Innlent 22. apríl 2020 16:38
Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Forstjóri Arctic Adventures kallar eftir frekari mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. Viðskipti innlent 22. apríl 2020 13:03
Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. Innlent 22. apríl 2020 12:00
Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á föstudag Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Innlent 22. apríl 2020 10:44
Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. Skoðun 22. apríl 2020 10:12
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Innlent 21. apríl 2020 22:35
Gjöf sem heldur áfram að gefa - 5.000 króna gjafabréf ríkisstjórnarinnar Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Skoðun 21. apríl 2020 16:06
Reykjadalur er lokaður Fyrir tæpri viku síðan, þann 15. apríl, var tekin ákvörðun um að loka hinu vinsæla útivistarsvæði Reykjadal í Ölfusi. Innlent 21. apríl 2020 10:18
Tveir með réttarstöðu sakbornings vegna vélsleðaferðar Tveir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins í janúar. Innlent 20. apríl 2020 15:00
Skiluðu tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi ferðatakmarkanir Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Innlent 20. apríl 2020 12:02
Segir ferðaþjónustufyrirtæki ekki geta staðið undir uppsagnarfresti Herbert Hauksson, eigandi Mountaineers of Iceland, er á sama máli og aðrir í ferðaþjónustu og segir stöðuna afar erfiða. Hlutabótaleið stjórnvalda hafi nýst þeim sem fyrsta útspil en meira þurfi að koma til. Innlent 20. apríl 2020 10:33
Blandaðar aðgerðir í þágu atvinnulífs og heimila Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun. Innlent 19. apríl 2020 19:39
Allar bókanir hafa þurrkast út og sumarið lítur illa út Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis á Egilsstöðum segir að allar bókanir hafi þurrkast út frá mars og út maí. Þá séu afbókanir fyrir sumarið að hrannast upp. Í slíku ástandi séu sjóðir fyrirtækja fljótir að tæmast og hætta á fjöldagjaldþrotum ef ekki komi til aðgerða frá ríki, sveitarfélögum sem og bankakerfinu. Innlent 19. apríl 2020 18:34
„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 19. apríl 2020 16:08
Loðnubrestur í veldisvexti Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifar um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi á tímum heimsfaraldurs. Skoðun 19. apríl 2020 12:00
Hver er staða ferðaþjónustunnar? Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Skoðun 19. apríl 2020 10:30
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. Innlent 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 18. apríl 2020 13:02
Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. Innlent 17. apríl 2020 18:35
Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Skoðun 17. apríl 2020 10:10
Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. Innlent 16. apríl 2020 18:59
Skoða að setja ferðamenn í sóttkví við komuna til landsins Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Innlent 16. apríl 2020 18:16
Framlengir bann við komum útlendinga til landsins Útlendingum, sem hvorki eru EES- né EFTA-borgarar, verður óheimilt að koma til landsins fram til 15. maí Innlent 16. apríl 2020 16:57
Norræna siglir með farþega á ný Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Innlent 16. apríl 2020 16:10
Atvinnuleysi gæti náð hæstu hæðum í apríl Búast má við því að atvinnuleysi verðið allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Ef það gerist yrði það mesta atvinnuleysi sem mælst hefur. Viðskipti innlent 16. apríl 2020 07:58
Spodziewane ograniczenia w podróżowaniu Podczas dzisiejszej konferencji prasowej epidemiolog Þórólfur Guðnason powiedział, że prowadzone są obecnie prace nad obostrzeniami dotyczącymi podróżowania. Polski 15. apríl 2020 16:54
Von á tillögum um hömlur á ferðalög til og frá landinu Starfshópur er nú að störfum að vinna tillögur að því hvernig og hvort setja eigi hömlur á ferðalög til og frá Íslandi. Sóttvarnarlæknir er á því að einhverjar hömlur þurfi að setja. Innlent 15. apríl 2020 14:51
Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Innlent 14. apríl 2020 14:34
Já takk, ég vil ferðast um Ísland! Auðvitað ætla ég að ferðast um landið mitt í sumar og hlakka mikið til að sjá gamla og nýja staði aftur. Suma staði hef ég ekki séð í nokkur ár því ég hef forðast að ferðast á eftirlætisstaðina mína Gullfoss, Geysi, Þingvelli og fleiri staði. Skoðun 14. apríl 2020 12:00