Hvað er eðlilegt? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 11. september 2020 15:00 Nú hefur verið slakað á samkomutakmörkunum innanlands og tveggja metra reglan orðin að eins metra reglu. Þá mega tvö hundruð manns nú koma saman. Breytingar á fyrirkomulaginu við landamæri eru hins vegar ekki í sjónmáli. Þetta er í fullkomnu samræmi við þá ákvörðun sem ríkisstjórnin hefur tekið - að lífið hér innanlands skuli vera með „eðlilegustum“ hætti. Að innlenda hagkerfið blómstri, skólar geti starfað á sem eðlilegastan hátt, að mögulegt verði að fara í leikhús, tónleika og á fótboltaleiki. Heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á föstudag að hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Vilji þjóðarinnar virðist líka vera á þennan veg - það eru allir búnir að fá hundleið á þessum takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum. Við nennum þessu ekki lengur og viljum fá gamla lífið okkar aftur. Strax. Alveg sama hvað það kostar. Á meðan eru önnur lönd í Evrópu flest að herða og slaka á aðgerðum innanlands, en eru ekki með harðar aðgerðir á landamærum sínum. Er eðlilegt að líta framhjá afleiðingunum? Nú vaknar sú spurning hvort það geti með einhverjum hætti talist „eðlilegt“ að slökkt sé á stærstu atvinnugrein landsins um óákveðinn tíma? Er það eðlilegt að ríkissjóður tapi milljarði á dag? Er það eðlilegt að samdráttur í vergri landsframleiðslu sé að stefna í tveggja stafa tölu? Er það eðlilegt að atvinnuleysi sé meira en sést hefur í heila öld? Er það eðlilegt að rekstur sveitarfélaga sé víða í járnum og að það sé fyrirséð að það þurfi að draga úr grunnþjónustu á komandi misserum? Er það eðlilegt að þúsundir fyrirtækja rambi nú á barmi gjaldþrots? Er það eðlilegt að stinga hausnum í sandinn og líta fram hjá afleiðingunum sem þetta mun hafa á rekstur ríkis, sveitarfélaga og þar með allt fólkið í landinu til lengri tíma? Það er allavega ekki á nokkurn hátt hægt að tala um að lífið hjá 25.000 - 30.000 starfsmönnum í ferðaþjónustu á Íslandi sé eðlilegt. Ekki hjá fjölskyldum þeirra heldur, eða gróft áætlað þriðja hverju heimili í landinu. Einn af öðrum leggja þessir starfsmenn nú niður störf, halda heim á leið og sjá fram á að verða á framfærslu ríkissjóðs um óákveðinn tíma. Hér erum við að tala um fólkið í næsta húsi. Flugfreyjuna, leiðsögumanninn, þjóninn, forritarann, markaðsstjórann, herbergisþernuna, gæðastjórann, mannauðsstjórann, rútubílstjórann, fjármálastjórann, ferðaskipuleggjandann, flugstjórann, vörustjórann, hótelstjórann og miklu, miklu fleiri. Þessu fólki líður þannig að það hafi verið sett á vogarskálarnar og léttvægara fundið en aðrir hópar í samfélaginu. Stóra spurningin er núna hversu lengi lífið hjá öllum hinum verði „eðlilegt“. Hver eru markmiðin með aðgerðunum? Er það hugsanlegt að það hefði verið eðlilegra til lengri tíma litið og jafnvel hagkvæmara fyrir heildina og þjóðarhag að halda út örlítið lengur með takmörkunum innanlands. Að skerpa verulega á persónulegum sóttvörnum og gera ferðalög erlendra ferðamanna til landsins á einhvern hátt möguleg? Að líf okkar allra hefði mátt vera örlítið óvenjulegt um eitthvert skeið áfram? Er eðlilegt líf yfirhöfuð mögulegt á meðan veiran leikur lausum hala í heiminum? Enn er spurt um markmiðin með aðgerðum stjórnvalda. Enn er spurt um raunhæfa kostnaðar- og ábatagreiningu mismunandi aðgerða á landamærum. Enn er spurt um viðmið og tímasetningar, þó ekki væri annað en tímasetning á endurskoðun aðgerða. Að hanga í lausu lofti er verst - ef áætlað er að haga aðgerðum á landamærum með núverandi hætti þar til bóluefni eða lækning er fundin, þá væri best að fá að vita það strax og haga áætlunum og mótvægisaðgerðum í samræmi við það. Viðhalda þarf aflinu til verðmætasköpunar Ákall ferðaþjónustunnar eftir skýrum línum verður sífellt háværara. Ákall forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja eftir frekari mótvægisaðgerðum sömuleiðis. Það getur aldrei verið ásættanlegt að ferðaþjónustufyrirtækin verði í heilu lagi látin rúlla fram af bjargbrúninni við þessar óvenjulegu aðstæður. Allt tal um nauðsynlega hagræðingu í greininni er marklaust, og hreinlega óviðeigandi eins og svo margt þessa dagana. Ferðaþjónustan bíður nú eftir útspili frá stjórnvöldum um það hvernig tryggja megi að nægjanlega stór hluti greinarinnar standi þessar hamfarir af sér. Hvernig viðhalda megi loganum, vinnusambandi, virkni og aflinu til verðmætasköpunar. Þegar loksins rofar til, þá verðum við að vera tilbúin til að halda áfram og tryggja það að viðspyrnan verði hröð og kröftug. Ferðaþjónustan hefur áður sýnt hvað í henni býr og hún mun, ef rétt verður á spilum haldið, gera það aftur - svo um munar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið slakað á samkomutakmörkunum innanlands og tveggja metra reglan orðin að eins metra reglu. Þá mega tvö hundruð manns nú koma saman. Breytingar á fyrirkomulaginu við landamæri eru hins vegar ekki í sjónmáli. Þetta er í fullkomnu samræmi við þá ákvörðun sem ríkisstjórnin hefur tekið - að lífið hér innanlands skuli vera með „eðlilegustum“ hætti. Að innlenda hagkerfið blómstri, skólar geti starfað á sem eðlilegastan hátt, að mögulegt verði að fara í leikhús, tónleika og á fótboltaleiki. Heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á föstudag að hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Vilji þjóðarinnar virðist líka vera á þennan veg - það eru allir búnir að fá hundleið á þessum takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum. Við nennum þessu ekki lengur og viljum fá gamla lífið okkar aftur. Strax. Alveg sama hvað það kostar. Á meðan eru önnur lönd í Evrópu flest að herða og slaka á aðgerðum innanlands, en eru ekki með harðar aðgerðir á landamærum sínum. Er eðlilegt að líta framhjá afleiðingunum? Nú vaknar sú spurning hvort það geti með einhverjum hætti talist „eðlilegt“ að slökkt sé á stærstu atvinnugrein landsins um óákveðinn tíma? Er það eðlilegt að ríkissjóður tapi milljarði á dag? Er það eðlilegt að samdráttur í vergri landsframleiðslu sé að stefna í tveggja stafa tölu? Er það eðlilegt að atvinnuleysi sé meira en sést hefur í heila öld? Er það eðlilegt að rekstur sveitarfélaga sé víða í járnum og að það sé fyrirséð að það þurfi að draga úr grunnþjónustu á komandi misserum? Er það eðlilegt að þúsundir fyrirtækja rambi nú á barmi gjaldþrots? Er það eðlilegt að stinga hausnum í sandinn og líta fram hjá afleiðingunum sem þetta mun hafa á rekstur ríkis, sveitarfélaga og þar með allt fólkið í landinu til lengri tíma? Það er allavega ekki á nokkurn hátt hægt að tala um að lífið hjá 25.000 - 30.000 starfsmönnum í ferðaþjónustu á Íslandi sé eðlilegt. Ekki hjá fjölskyldum þeirra heldur, eða gróft áætlað þriðja hverju heimili í landinu. Einn af öðrum leggja þessir starfsmenn nú niður störf, halda heim á leið og sjá fram á að verða á framfærslu ríkissjóðs um óákveðinn tíma. Hér erum við að tala um fólkið í næsta húsi. Flugfreyjuna, leiðsögumanninn, þjóninn, forritarann, markaðsstjórann, herbergisþernuna, gæðastjórann, mannauðsstjórann, rútubílstjórann, fjármálastjórann, ferðaskipuleggjandann, flugstjórann, vörustjórann, hótelstjórann og miklu, miklu fleiri. Þessu fólki líður þannig að það hafi verið sett á vogarskálarnar og léttvægara fundið en aðrir hópar í samfélaginu. Stóra spurningin er núna hversu lengi lífið hjá öllum hinum verði „eðlilegt“. Hver eru markmiðin með aðgerðunum? Er það hugsanlegt að það hefði verið eðlilegra til lengri tíma litið og jafnvel hagkvæmara fyrir heildina og þjóðarhag að halda út örlítið lengur með takmörkunum innanlands. Að skerpa verulega á persónulegum sóttvörnum og gera ferðalög erlendra ferðamanna til landsins á einhvern hátt möguleg? Að líf okkar allra hefði mátt vera örlítið óvenjulegt um eitthvert skeið áfram? Er eðlilegt líf yfirhöfuð mögulegt á meðan veiran leikur lausum hala í heiminum? Enn er spurt um markmiðin með aðgerðum stjórnvalda. Enn er spurt um raunhæfa kostnaðar- og ábatagreiningu mismunandi aðgerða á landamærum. Enn er spurt um viðmið og tímasetningar, þó ekki væri annað en tímasetning á endurskoðun aðgerða. Að hanga í lausu lofti er verst - ef áætlað er að haga aðgerðum á landamærum með núverandi hætti þar til bóluefni eða lækning er fundin, þá væri best að fá að vita það strax og haga áætlunum og mótvægisaðgerðum í samræmi við það. Viðhalda þarf aflinu til verðmætasköpunar Ákall ferðaþjónustunnar eftir skýrum línum verður sífellt háværara. Ákall forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja eftir frekari mótvægisaðgerðum sömuleiðis. Það getur aldrei verið ásættanlegt að ferðaþjónustufyrirtækin verði í heilu lagi látin rúlla fram af bjargbrúninni við þessar óvenjulegu aðstæður. Allt tal um nauðsynlega hagræðingu í greininni er marklaust, og hreinlega óviðeigandi eins og svo margt þessa dagana. Ferðaþjónustan bíður nú eftir útspili frá stjórnvöldum um það hvernig tryggja megi að nægjanlega stór hluti greinarinnar standi þessar hamfarir af sér. Hvernig viðhalda megi loganum, vinnusambandi, virkni og aflinu til verðmætasköpunar. Þegar loksins rofar til, þá verðum við að vera tilbúin til að halda áfram og tryggja það að viðspyrnan verði hröð og kröftug. Ferðaþjónustan hefur áður sýnt hvað í henni býr og hún mun, ef rétt verður á spilum haldið, gera það aftur - svo um munar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar