Bjarni setur á fót hagfræðingahóp Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 12:29 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um stofnun hópsins að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira