Opið bréf til Þórólfs Bjarni Jónsson skrifar 9. september 2020 11:30 Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun