Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu