Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. Innlent 15. nóvember 2021 21:41
Allt að verða klárt á nýju hóteli við Austurvöll Það er allt að verða klárt í nýrri hótelbyggingu Icelandair hótelanna við Austurvöll sem áætlanir reikna með að hefji starfsem í vor. Byggingaframkvæmdirnar voru mjög flóknar enda þurfti að sameina fimm byggingar í eina. Viðskipti innlent 14. nóvember 2021 19:08
Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. Innlent 13. nóvember 2021 09:01
Tuskubeljan Cowie skilaði sér heim til London frá Vík Bretinn Richard Sains kann Íslendingum bestu þakkir fyrir að hafa komið hinni heittelskuðu Cowie aftur í faðm eiganda síns, Hattie. Lífið 12. nóvember 2021 21:00
Ferðamennskuaðilar verðlaunaðir á Bessastöðum Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan. Viðskipti innlent 12. nóvember 2021 15:08
Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. Viðskipti innlent 12. nóvember 2021 06:40
Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. Innlent 11. nóvember 2021 20:30
Hvalaskoðunarrisi þarf að greiða Norðurþingi fimm milljónir Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants, sem starfrækt er frá Húsavík, hefur verið dæmt til að greiða Hafnasjóði Norðurþings fimm milljónir króna vegna vangreiddra farþegagjalda. Innlent 11. nóvember 2021 12:53
Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. Innlent 11. nóvember 2021 12:52
Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. Innlent 10. nóvember 2021 17:49
Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Innlent 10. nóvember 2021 16:39
Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Viðskipti innlent 10. nóvember 2021 13:09
Forsetinn brá sér í hlutverk leiðsögumanns Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði sér lítið fyrir og brá sér í hlutverk leiðsögumanns eftir fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, við mikinn fögnuð erlendra ferðamanna. Innlent 5. nóvember 2021 21:26
Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Innlent 4. nóvember 2021 21:49
Óbreytt á landamærunum til 15. janúar Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu. Innlent 4. nóvember 2021 11:24
Aldrei meiri umferð um Hringveginn Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra. Innlent 4. nóvember 2021 08:31
Bræða hraun fyrir opnum tjöldum á nýrri sýningu í Reykjavík Þremur árum eftir að Icelandic Lava Show opnaði fyrstu lifandi hraunsýningu heims í Vík í Mýrdal hefur stefnan verið tekin á Reykjavík. Viðskipti innlent 3. nóvember 2021 14:14
Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. Viðskipti innlent 3. nóvember 2021 12:08
Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. Innlent 1. nóvember 2021 22:22
Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. Lífið 31. október 2021 07:57
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Innlent 28. október 2021 22:46
Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Viðskipti innlent 28. október 2021 20:00
Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Viðskipti innlent 28. október 2021 15:10
Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Innlent 28. október 2021 13:18
Ísland aftur orðið rautt Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit. Innlent 28. október 2021 10:47
Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Viðskipti innlent 28. október 2021 08:21
Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. Viðskipti innlent 27. október 2021 19:31
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. Innlent 25. október 2021 21:21
Féll tvo metra í Raufarhólshelli og missti meðvitund Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag. Innlent 25. október 2021 13:24
Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. Lífið 24. október 2021 08:12