Ítrekaður utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2022 10:26 Myndir teknar í Reykjanesfólkvangi í september og október. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur fengið ítrekaðar ábendingar eða orðið vitni að akstri bifreiða og torfærutækja utan vega við Vigdísarvallaleið og í nágrenni Kleifarvatns. Meðal annars er um ræða ökutæki á borð við mótorkrosshjól, fjórhjól og buggy-bíla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæðið sem um ræðir er friðlýst sem Reykjanesfólkvangur Flest atvikin snúa að akstri mótorkrosshjóla. Slíkur akstur hefur haft veruleg áhrif á ásýnd landsins og valdið umtalsverðum náttúruspjöllum. Með ítrekuðum akstri upp brattar brekkur og fjallshryggi hafa víða myndast breiðir og áberandi slóðar sem setja mikið mark á landslagið, segir í tilkynningunni. Spólað í hringiUmhverfisstofnun Dæmi séu um að skilti og merkingar um að akstur sé ekki heimilaður utan vega á svæðinu séu ítrekað virtar að vettugi. Þá séu skilti jafnvel felld niður. Þetta ólöglega athæfi veldur miklum skemmdum á gróðurfari og jarðminjum á svæðinu, ásamt því að hafa veruleg áhrif á upplifun annarra sem um svæðið fara til að njóta útivistar í annars óspilltri náttúrunni, segir í tilkynningunni. Umhverfisstofnun Þar kemur einnig fram að í gegnum umrætt svæði liggja tveir vegir; Krýsuvíkurleið og Vigdísarvallaleið. Frá þeim liggja nokkrir styttri, afmarkaðir og merktir afleggjarar. Akstur vélknúinna ökutækja utan þessara vega er ólöglegur samkvæmt 31. grein náttúruverndarlaga. Ekki er heimilt að aka á gönguleiðum svæðisins eða eftir þeim slóðum sem akstur torfærutækjanna hefur myndað. Umhverfisstofnun Þá bendir Umhverfisstofnun á að nokkur akstursíþróttasvæði séu skilgreind á suðvesturhorni landsins. Umhverfisstofnun tekur við ábendingum um utanvegaakstur og kemur þeim til lögreglu ef tilefni er talið til. Umhverfismál Ferðaþjónusta Ferðalög Grindavík Utanvegaakstur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Meðal annars er um ræða ökutæki á borð við mótorkrosshjól, fjórhjól og buggy-bíla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæðið sem um ræðir er friðlýst sem Reykjanesfólkvangur Flest atvikin snúa að akstri mótorkrosshjóla. Slíkur akstur hefur haft veruleg áhrif á ásýnd landsins og valdið umtalsverðum náttúruspjöllum. Með ítrekuðum akstri upp brattar brekkur og fjallshryggi hafa víða myndast breiðir og áberandi slóðar sem setja mikið mark á landslagið, segir í tilkynningunni. Spólað í hringiUmhverfisstofnun Dæmi séu um að skilti og merkingar um að akstur sé ekki heimilaður utan vega á svæðinu séu ítrekað virtar að vettugi. Þá séu skilti jafnvel felld niður. Þetta ólöglega athæfi veldur miklum skemmdum á gróðurfari og jarðminjum á svæðinu, ásamt því að hafa veruleg áhrif á upplifun annarra sem um svæðið fara til að njóta útivistar í annars óspilltri náttúrunni, segir í tilkynningunni. Umhverfisstofnun Þar kemur einnig fram að í gegnum umrætt svæði liggja tveir vegir; Krýsuvíkurleið og Vigdísarvallaleið. Frá þeim liggja nokkrir styttri, afmarkaðir og merktir afleggjarar. Akstur vélknúinna ökutækja utan þessara vega er ólöglegur samkvæmt 31. grein náttúruverndarlaga. Ekki er heimilt að aka á gönguleiðum svæðisins eða eftir þeim slóðum sem akstur torfærutækjanna hefur myndað. Umhverfisstofnun Þá bendir Umhverfisstofnun á að nokkur akstursíþróttasvæði séu skilgreind á suðvesturhorni landsins. Umhverfisstofnun tekur við ábendingum um utanvegaakstur og kemur þeim til lögreglu ef tilefni er talið til.
Umhverfismál Ferðaþjónusta Ferðalög Grindavík Utanvegaakstur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira