Blússandi aðsókn í Skógarböðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2022 21:05 Eigendur Skógabaðanna, Finnur og Sigríður María, sem eru alsæl með hvað reksturinn hefur gengið vel frá því að þau opnuðu 22. maí í vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira