„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Snorri Másson skrifar 22. október 2022 14:43 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir fundahöld fram undan um framtíðarskipan mála við Kirkjufell. Fjallið er orðið mjög vinsælt á meðal ferðamanna en hættulegt yfirferðar. Þrír hafa látist á fjórum árum við að fara upp fjallið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15