Bílaleiga þarf að endurgreiða viðskiptavini útlagðan viðgerðarkostnað Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2022 08:00 Viðskiptavinurinn leigði bíl af gerðinni Suzuki Grand Vitara hjá bílaleigunni í tvær og hálfa viku frá 22. júlí 2021 fyrir 255 þúsund krónur. Bílaleigan lét manninn borga viðgerðarkostnað upp á kvartmilljón við skil. Getty Íslenskri bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 250 þúsund krónur sem honum hafði verið gert að greiða vegna viðgerðarkostnaðar eftir að hann skilaði bílnum í lok leigutímans. Deilan sneri að skemmdum á undirvagni sem bílaleigan taldi viðskiptavininn hafa valdið með því að aka yfir stórgrýti. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Þar má sjá að maðurinn hafi leigt bíl af gerðinni Suzuki Grand Vitara hjá bílaleigunni í tvær og hálfa viku frá 22. júlí 2021 fyrir 255 þúsund krónur. Þegar maðurinn skilaði bílnum var honum gert að greiða 250 þúsund krónur aukalega vegna tjóns sem bílaleigan taldi að hafi orðið á bílnum á leigutímanum. Viðskiptavinurinn taldi sig hins vegar ekki hafa verið valdur að tjóninu en greiddi þó umkrafinn kostnað. Óskaði eftir staðfestingu á fjártjóni bílaleigunnar Eftir að viðskiptavinurinn var kominn aftur til síns heima óskaði hann eftir því við bílaleiguna að hún legði fram nákvæma greiningu á tjóninu og staðfestingu á raunverulegu fjártjóni vegna viðgerðarinnar. Bílaleigan varð hins vegar ekki við beiðninni og krafðist maðurinn í kjölfarið að bílaleigan myndi endurgreiða honum viðgerðarkostnaðinn, það er 250 þúsund krónur. Bílaleigan hafnaði kröfunni. Í úrskurðinum kemur fram að bílaleigan hafi talið manninn hafa ekið bílnum yfir stórgrýti sem hafi valdið skemmdum á undirvagni bílsins. Bílaleigan sendi manninum myndir af skemmdunum á bílnum en hann fékk þó ekki staðfest að skemmdirnar hafi í raun verið af undirvagni umrædds Suzuki Grand Vitara enda hafi maðurinn ekki verið viðstaddur skoðunina. Gekk ekki að fá skýringar á reikningnum Maðurinn hafi svo óskað eftir sundurliðuðum reikningi vegna viðgerðarinnar, en á honum var hvorki að finna nákvæma greiningu á tjóninu né kostnað við efni og vinnu vegna viðgerðarinnar. Ekkert hafi gengið að fá nánari skýringar á reikningnum. Maðurinn kveðst heiðarlegur og tilbúinn að greiða fyrir það tjón sem hann hafi sannarlega valdið, en að bílaleigan hafi hins vegar ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjártjón þrátt fyrir ítrekaðar óskir mannsins um það. Lagði fram skýrslu bifvélavirkja Ennfremur kemur fram í úrskurðinum að bílaleigan hafi lagt fram skýrslu bifvélavirkja sem hafi tekið á móti og séð um viðgerð á bílnum. Kvaðst bílaleigan fullviss um að umræddar skemmdir á undirvagni hafi ekki verið til staðar fyrir leigutímann. Bílaleigan fylgi ströngum verklagsreglum um yfirferð bíla fyrir hverja leigu. „Það tjón sem hafi verið á undirvagni bifreiðarinnar hefði því uppgötvast fyrir leigutíma sóknaraðila, hefði það verið til staðar.“ Erfitt að átta sig á hvernig raunverulegt tjón er fundið út Fram kemur í gögnum að kostnaðarmat bílaleigunnar vegna tjónsins hafi verið svokallað CABAS tjónamat fyrirtækis sem ekki er nafngreint, að fjárhæð 218 þúsund króna, auk virðisaukaskatts. Hafi því verið aflað einhliða af hálfu bílaleigunnar. „Tjónamatið er sett fram á þann hátt að erfitt er að átta sig á því hvernig raunverulegt tjón er fundið út og að hvaða leyti það megi rekja til [viðskiptavinarins] með óyggjandi hætti. Þá metur nefndin sem svo að ekkert liggi fyrir sem sýni fram á að bílaleigan hafi greitt þann viðgerðarkostnað sem tilgreindur sé í kostnaðarmatinu, eða hvaða fjárhæð, ef önnur en greint er frá í fyrrnefndu mati, hafi verið greidd af varnaraðila. „Ekki liggur fyrir hvort varnaraðili hafi fengið tjón sitt bætt frá vátryggingarfélagi sínu í heild eða að hluta, en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar til að meta hvort skaðabótaréttur hafi stofnast,“ segir í úrskurðinum. Sömuleiðis geti ljósmyndir bílaleigunnar af undirvagni bílsins ekki fært sönnur á tjóni hans enda sé óljóst hvort umræddar ljósmyndir séu í raun af undirvagni þess bíls sem viðskiptavinurinn leigði. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður ekki séð á hvaða grundvelli varnaraðili krafðist greiðslu að fjárhæð 250.000 krónur frá sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Bílaleigunni beri því að endurgreiða viðskiptavininum 250 þúsund krónur, auk málsskots- og meðgerðargjalds, alls 40 þúsund krónur. Tengd skjöl 2994_UrskurdurimalinrPDF110KBSækja skjal Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bílar Tengdar fréttir Fær hótelnætur endurgreiddar eftir höfnun í móttökunni Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19. 25. október 2022 11:33 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Þar má sjá að maðurinn hafi leigt bíl af gerðinni Suzuki Grand Vitara hjá bílaleigunni í tvær og hálfa viku frá 22. júlí 2021 fyrir 255 þúsund krónur. Þegar maðurinn skilaði bílnum var honum gert að greiða 250 þúsund krónur aukalega vegna tjóns sem bílaleigan taldi að hafi orðið á bílnum á leigutímanum. Viðskiptavinurinn taldi sig hins vegar ekki hafa verið valdur að tjóninu en greiddi þó umkrafinn kostnað. Óskaði eftir staðfestingu á fjártjóni bílaleigunnar Eftir að viðskiptavinurinn var kominn aftur til síns heima óskaði hann eftir því við bílaleiguna að hún legði fram nákvæma greiningu á tjóninu og staðfestingu á raunverulegu fjártjóni vegna viðgerðarinnar. Bílaleigan varð hins vegar ekki við beiðninni og krafðist maðurinn í kjölfarið að bílaleigan myndi endurgreiða honum viðgerðarkostnaðinn, það er 250 þúsund krónur. Bílaleigan hafnaði kröfunni. Í úrskurðinum kemur fram að bílaleigan hafi talið manninn hafa ekið bílnum yfir stórgrýti sem hafi valdið skemmdum á undirvagni bílsins. Bílaleigan sendi manninum myndir af skemmdunum á bílnum en hann fékk þó ekki staðfest að skemmdirnar hafi í raun verið af undirvagni umrædds Suzuki Grand Vitara enda hafi maðurinn ekki verið viðstaddur skoðunina. Gekk ekki að fá skýringar á reikningnum Maðurinn hafi svo óskað eftir sundurliðuðum reikningi vegna viðgerðarinnar, en á honum var hvorki að finna nákvæma greiningu á tjóninu né kostnað við efni og vinnu vegna viðgerðarinnar. Ekkert hafi gengið að fá nánari skýringar á reikningnum. Maðurinn kveðst heiðarlegur og tilbúinn að greiða fyrir það tjón sem hann hafi sannarlega valdið, en að bílaleigan hafi hins vegar ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjártjón þrátt fyrir ítrekaðar óskir mannsins um það. Lagði fram skýrslu bifvélavirkja Ennfremur kemur fram í úrskurðinum að bílaleigan hafi lagt fram skýrslu bifvélavirkja sem hafi tekið á móti og séð um viðgerð á bílnum. Kvaðst bílaleigan fullviss um að umræddar skemmdir á undirvagni hafi ekki verið til staðar fyrir leigutímann. Bílaleigan fylgi ströngum verklagsreglum um yfirferð bíla fyrir hverja leigu. „Það tjón sem hafi verið á undirvagni bifreiðarinnar hefði því uppgötvast fyrir leigutíma sóknaraðila, hefði það verið til staðar.“ Erfitt að átta sig á hvernig raunverulegt tjón er fundið út Fram kemur í gögnum að kostnaðarmat bílaleigunnar vegna tjónsins hafi verið svokallað CABAS tjónamat fyrirtækis sem ekki er nafngreint, að fjárhæð 218 þúsund króna, auk virðisaukaskatts. Hafi því verið aflað einhliða af hálfu bílaleigunnar. „Tjónamatið er sett fram á þann hátt að erfitt er að átta sig á því hvernig raunverulegt tjón er fundið út og að hvaða leyti það megi rekja til [viðskiptavinarins] með óyggjandi hætti. Þá metur nefndin sem svo að ekkert liggi fyrir sem sýni fram á að bílaleigan hafi greitt þann viðgerðarkostnað sem tilgreindur sé í kostnaðarmatinu, eða hvaða fjárhæð, ef önnur en greint er frá í fyrrnefndu mati, hafi verið greidd af varnaraðila. „Ekki liggur fyrir hvort varnaraðili hafi fengið tjón sitt bætt frá vátryggingarfélagi sínu í heild eða að hluta, en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar til að meta hvort skaðabótaréttur hafi stofnast,“ segir í úrskurðinum. Sömuleiðis geti ljósmyndir bílaleigunnar af undirvagni bílsins ekki fært sönnur á tjóni hans enda sé óljóst hvort umræddar ljósmyndir séu í raun af undirvagni þess bíls sem viðskiptavinurinn leigði. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður ekki séð á hvaða grundvelli varnaraðili krafðist greiðslu að fjárhæð 250.000 krónur frá sóknaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Bílaleigunni beri því að endurgreiða viðskiptavininum 250 þúsund krónur, auk málsskots- og meðgerðargjalds, alls 40 þúsund krónur. Tengd skjöl 2994_UrskurdurimalinrPDF110KBSækja skjal
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bílar Tengdar fréttir Fær hótelnætur endurgreiddar eftir höfnun í móttökunni Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19. 25. október 2022 11:33 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Fær hótelnætur endurgreiddar eftir höfnun í móttökunni Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19. 25. október 2022 11:33