Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Ósamræmd próf

Í vikunni mátti lesa fréttir þess efnis að hverfisskólarnir væru að koma aftur samkvæmt nýjum innritunarreglum fyrir framhaldsskólana, en samkvæmt þeim þurfa skólarnir að taka in 45% af nemendum úr skólum sem liggja í grenndinni. Hér er um að ræða óþarfa skerðingu á valfrelsi nemenda auk þess sem verið er að skekkja samkeppni bæði á milli nemendanna og framhaldsskólanna sjálfra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ef ég ynni einu sinni

Ég er ein af þeim sem vinna aldrei neina happdrættisvinninga. Þó er ég ekkert sérstaklega óheppin svona dags daglega, líklega er skýringin sú að ég spila aldrei með. Ég er ekki fastur áskrifandi að Happdrætti Háskólans og ég gæti ekki fyrir mitt litla líf tippað á úrslit íþróttaleikja. Eins get ég talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef keypt lottómiða. Mér finnst bara líkurnar á að akkúrat mínar tölur komi upp, allar í röð, svo litlar. Svo er mjög leiðinlegt að tapa.

Bakþankar
Fréttamynd

Doði og aðgerðarleysi

Mikið óskaplega er íslenskt samfélag að verða leiðinlegt! Reiðin, pirringurinn, doðinn og meðvirknin tröllríður öllu og jákvæð umræða og fréttir komast vart að. Þeir Íslendingar sem nú ferðast að nýju til útlanda segja margir að það sé ekki eingöngu til að komast í betra loftslag heldur ekki síður til að komast burt frá landinu - komast burt frá neikvæðninni og andleysinu sem liggur eins og mara á þjóðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrettán lönd á fleygiferð

Hvaða lönd hafa náð mestum árangri í efnahagsmálum frá 1950? Sé miðað við hagkerfi, sem hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur, fylla þrettán lönd þennan flokk. Hagkerfi, sem vex um sjö prósent á ári, tvöfaldar framleiðslu sína á tíu ára fresti eða þar um bil.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við búum öll í gulri renni­braut

Ýmsir velta fyrir sér um þessar mundir hvernig standi á því að svo illa er komið fyrir sveitarfélaginu Álftanesi. Sjálfur ber ég ekki skynbragð á fjármál og get ekkert um þau sagt, en óneitanlega hvarflar að manni að lítill rekstrargrundvöllur kunni að vera fyrir því að svefnbær með engri atvinnustarfsemi myndi sjálfstætt sveitarfélag, frekar en til dæmis Árbærinn eða Grafarvogur.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstrið var alltaf í vörn

Það hefur stundum tekið á að vera vinstrimaður á Íslandi, ekki síst í miðjum uppgangi peningahyggjunnar. Raunar hefur peningahyggja gegnsýrt þjóðfélagið lengi, þó um þverbak hafi keyrt í hlutabréfa- og myntkörfulánageðveiki síðustu ára fyrir hrun. Það að vera vinstrimaður hefur nefnilega lengi afmarkast af því að vera í vörn. Á meðan hugmyndafræði þeirra til hægri var ljós, voru vinstrimenn alltaf að verja eitthvað. Það á bæði við um verkalýðshreyfingu og stjórnmálamenn.

Bakþankar
Fréttamynd

Traust og gegnsæi

Gegnsæi og traust hefur verið rauður þráður í kröfu íslensks almennings um betra samfélag, framtíðarsýn um það samfélag sem hér verður reist á rústum þess sem féll.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krónuskatturinn

Nú er svo komið að varla er rætt um gjaldmiðil landsins öðruvísi en í félagsskap við orðin bönn og höft. Á Alþingi í gær viðraði til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að ef til vill væri orðið tímabært að banna sveitarfélögum að taka lán í annarri mynt en í íslenskum krónum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólympíuleikar eiginkvenna

Á konudaginn fékk unnusti minn kaffi og ristað brauð í rúmið. Þennan sólríka og syfjaða morgun tók ég skyndiákvörðun um að konudagur væri dagur þar sem konur ættu að vera góðar við karlmennina í lífi þeirra. Valentínusardagurinn var nú líka nýyfirstaðinn og maður var eiginlega kominn með hálfgerða velgju eftir hálfan mánuð af hryllilegri væmni þar sem karlmenn hafa verið næstum því skikkaðir til að dæla blómum, kortum, súkkulaði og krúttlegum böngsum yfir okkur kvenfólk.

Bakþankar
Fréttamynd

Saga sjálftökunnar

Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi háskólakennari, hafi verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka Íslands og fékk fyrir það um fimm milljónir króna. Jón segist halda að leitað hafi verið til hans vegna þess að hann hafi áður skrifað bækur og nýlega haft aðgang að trúnaðarmálum bankans sem starfsmaður. Á það hefur verið bent að síðarnefnda atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann sem söguritara Seðlabankans; betur færi á að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til starfans, helst sagnfræðingur sem byggi yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en Jón. Á þeim er ekki hörgull.

Bakþankar
Fréttamynd

Vúddú

Franskir blaðamenn, sem eru öllum hnútum kunnugir, sögðu nýlega frá því í fréttum að eftir jarðskjálftann í Haítí hafi vúddú-særingar, sem þar eru landlægar, mjög svo færst í aukana. Einn þeirra hafði viðtal við „hougan" nokkurn, en svo eru vúddú-prestar nefndir þar í landi, sem taldi augljóst að andarnir hefðu vitað fyrir um hamfarirnar. Viku fyrir þær hefði hann haldið mikla serimoníu með bænasöng og bumbuslætti ásamt með fleiri prestum í „potomitan" eða hofi, og þá hefðu andarnir að vísu mætt eins og búist var við en verið eitthvað undarlegir, hvorki viljað borða né tala heldur einungis grátið. Jafnvel guðinn Ogou, sem er venjulega svo kátur og reifur, hefði ekki sagt eitt aukatekið orð. Greinilegt var að eitthvað skelfilegt var í aðsigi, þótt menn skildu það ekki þá. Öll þessi guðfræði er hvítum Vesturlandabúum framandi, en hins vegar þekkja þeir aðra hlið á vúddú-kukli, - neikvæðu hliðina þegar særingamenn búa til dúkku af fjandmanni sínum og stinga í hana nálum til að ljósta hann sjálfan einhverjum kaunum og pestum. Dúkkur af því tagi hafa jafnvel verið til sölu í verslunum í París, m.a. í líki Sarkozys, og fylgja nálarnar með.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nú þarf startkapla

Samtök atvinnulífsins hafa látið frá sér fara myndarlegt yfirlit um tillögur sínar til endurreisnar í íslensku atvinnulífi og efnahag þjóðarinnar. Mikil vinna liggur greinilega að baki þessum viðamiklu tillögum sem hafa það að markmiði að vísa þjóðinni leið til endurreisnar, kröftugs atvinnulífs og bættra lífskjara. Auðvitað verða skiptar skoðanir um ýmislegt í þessum tillögum SA, en viðleitnin er mjög jákvæð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitísk og efn

Það er ótrúlega margt líkt með rekstri fyrirtækis og þjóðfélags. Stjórn fyrirtækis og lykilstjórnendur, alveg eins og Alþingi og ríkisstjórn, þurfa að ná samstöðu í lykilmálum og vinna vel saman.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitísk kreppa

Þjóðin glímir nú við tvenns konar kreppu. Samhliða efnahagskreppu er það pólitísk kreppa. Lykillinn að lausn efnahagskreppunnar er að leysa pólitísku kreppuna fyrst. En hvernig má það vera að pólitísk kreppa hafi grafið um sig aðeins tæpu ári eftir kosningar?

Fastir pennar
Fréttamynd

Sérkennileg sýn á samfélagið

Ágæt var ræða formanns Viðskiptaráðs á viðskiptaþingi á miðvikudag. Það er að segja fyrir þá sem tilheyra þeim klúbbi eða aðhyllast þær kenningar og samfélagsgerð sem hann boðar og berst fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Liðið eða leikurinn?

Íþróttafréttamenn eru ekki hlutlausir í landsleikjum. Þá halda þeir með landsliðinu og leyna því ekki. Flestir íþróttafréttamenn kunna samt að meta góð tilþrif á báða bóga. Hlutdrægni þarf ekki að útiloka sannmæli. Málið vandast, þegar Valur og Víkingur keppa. Þá þurfa fréttamenn helzt að gæta hlutleysis. Hlutleysiskrafan er afstæð. Bjarni Fel gat ekki leyft sér að lýsa KR-leik eins og landsleik, þótt hann langaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Börnin verða að eiga skjól

Að níðast á barni er einhver ljótasti glæpur sem hægt er að fremja. Þó er það svo að slíkir glæpir eru sífellt framdir. Á það hafa fréttir af dómstólum minnt verulega undanfarnar vikur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríkisflokkarnir

Á ráðstefnu í síðustu viku var velt upp spurningunni hverju búsáhaldabyltingin hafi skilað. Það var Háskólinn á Bifröst sem blés til fundar í Iðnó og erindi fluttu fræðimenn úr hugvísindum, félagsvísindum og lögfræði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Furðuleg afstaða

Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Viðskiptaráð Íslands hefur gert á meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja þá virðist sem meirihluti þeirra vilji hvorki hafa krónuna sem þjóðarmynt, né ganga í Evrópusambandið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við verðum að læra af reynslunni

Fjölmennustu pólitísku mótmæli mannkynssögunnar áttu sér stað þann fimmtánda febrúar árið 2003, þegar talið er að þrjár milljónir Ítala hafi sótt mótmælaaðgerðir í miðborg Rómar. Þessi gríðarlegi fjöldi var að mótmæla grímulausum undirbúningi fyrir árás Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra á Írak.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sveinar í djúpum dali

Félag fjölmiðlakvenna er uggandi vegna uppsagna kvenna á íslenskum fjölmiðlum. Laugardaginn 6. febrúar birti Morgunblaðið ályktun þar sem félagið skorar á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að rétta þar hlut kvenna.

Bakþankar
Fréttamynd

Í frumskógum Afríku

Góðkunningi minn, píanóleikari, gítarleikari, tónlistarkennari, lagasmiður, söngvari og teiknari með meiru, varð nýlega fyrir undarlegri reynslu. Hann var að borða morgunmat í ró og næði þar sem hann býr í úthverfi Parísar, þegar nokkrir lögregluþjónar, gráir fyrir járnum, knúðu dyra og sögðu að fjölskylda hans hefði verið að reyna að hafa samband við hann en án árangurs og því farin að fá áhyggjur þungar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er réttlátt að fjölga í LÍÚ?

Réttlæti er lykilhugtak í þrætunni um fiskveiðistjórnunina. Forystumenn núverandi ríkisstjórnar lögleiddu gildandi kerfi fyrir tveimur áratugum. Þeir hafa síðan sannfært meirihluta þjóðarinnar um að gjörð þeirra á sínum tíma hafi verið ranglát. Nú boða þeir réttlæti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fíflalegar forvarnir

Skólastjórnendur í Tækniskólanum höfðu á fimmtudag frumkvæði að sérlega einkennilegri aðgerð. Lokuðu þeir á tólfta hundrað nemendur inni í um 45 mínútur og fengu á svæðið hóp lögreglumanna og tollvarða með hunda til að leita vímuefna í skólanum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sannleikurinn og frelsið

Fyrir tuttugu árum, 11. febrúar 1990, var Nelson Mandela látinn laus úr fangelsinu sem hann hafði gist í 27 ár. Foreldrar mínir voru á flugvellinum í Jóhannesarborg þennan dag og lýstu orkunni og gleðinni sem ólgaði allt um kring á strætum og torgum, en líka hvítum hermönnum sem víggirtu flugvöllinn, vopnaðir hríðskotarifflum og schäfer-hundum, birtingarmynd ótta og angistar hvíta minnihlutans sem öldum saman hafði haldið völdum í Suður-Afríku með því að berja, þvinga og kúga meirihluta landsmanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Nýtt fjármálakerfi

Frumvarp um fjármálafyrirtæki er til afgreiðslu á Alþingi. Frumvarpið markar mikilvæg skref í átt að nýju fjármálakerfi sem nauðsyn er að byggja upp í stað þess sem hrundi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litli-Steinn

Frá tímum styrjaldanna hefur örríkið Liechtenstein grundvallað tilveru sína á afar góðu samstarfi við nágrannaríkið Sviss. Samstarf er kannski ekki rétta orðið. Frekar má segja að Sviss sé eins og stóri bróðir sem fer í ríkið fyrir litlu systur sína sem enn er í menntaskóla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrirtækin verða stöðnun að bráð

Á Íslandi hefur 4.321 fyrirtæki á að skipa stjórnum með jöfnu kynjahlutfalli, þ.e. 40/60 hlutfall eða einn fulltrúi annars kynsins situr í þriggja manna stjórn.Á Íslandi hefur 4.321 fyrirtæki á að skipa stjórnum með jöfnu kynjahlutfalli, þ.e. 40/60 hlutfall eða einn fulltrúi annars kynsins situr í þriggja manna stjórn.

Fastir pennar