Við verðum að læra af reynslunni Stefán Pálsson skrifar 15. febrúar 2010 06:15 Fjölmennustu pólitísku mótmæli mannkynssögunnar áttu sér stað þann fimmtánda febrúar árið 2003, þegar talið er að þrjár milljónir Ítala hafi sótt mótmælaaðgerðir í miðborg Rómar. Þessi gríðarlegi fjöldi var að mótmæla grímulausum undirbúningi fyrir árás Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra á Írak. Mótmælin voru hluti af alþjóðlegri hreyfingu, því þennan dag mótmæltu tugmilljónir manna um heim allan. Hér á landi voru fjölmennir fundir í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Baráttuhreyfingin gegn stríði í Írak naut víðtæks stuðnings meðal almennings um víða veröld, ekki hvað síst í Vestur-Evrópu. Engu að síður megnaði hún ekki að afstýra innrásinni sem hófst rúmum mánuði síðar. Vígfúsir valdhafar létu gagnrýni borgaranna sig litlu varða, heldur vísuðu í leyniskjöl sem þeir einir hefðu fengið að sjá og sögðust óhræddir gangast undir dóm sögunnar. Það er því kaldhæðnislegt að sömu leiðtogar skuli nú vera á hröðum flótta undan sögunni. Óhætt er að telja Íraksstríðið einhverja verstu ákvörðun síðustu áratuga á sviði alþjóðastjórnmála. Fyrir Íraka voru afleiðingarnar hörmulegar. Heimsbyggðin öll varð sömuleiðis fórnarlamb þessarar innrásar, því með henni var grafið undan mörgum þeirra stofnana og sáttmála sem stuðla eiga að friði í heiminum. Vopnaeftirliti var misbeitt í pólitískum tilgangi og afleiðingin verður væntanlega aukin tregða ríkja til að veita réttar upplýsingar um vopnabúr sín, svo dæmi sé tekið. Bandaríkin voru aðalhvataríkið að Íraksstríðinu árið 2003. Til að ljá hernaðinum lögmæti, kappkostaði Bandaríkjastjórn að fá samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þegar ljóst var að slík heimild fengist ekki, gripu bandarískir ráðamenn til þess bragðs að safna vænum hópi ríkja sem gáfu innrásinni pólitíska blessun sína. Með því var reynt að ljá stríðinu blæ lögmætis, en mat Bandaríkjastjórnar var að einhvers konar alþjóðleg stuðningsyfirlýsing væri nauðsynleg til að geta réttmætt ákvörðunina heima fyrir. Það er því engin ástæða til að gera lítið úr þeirri stuðningsyfirlýsingu sem ríkisstjórn Íslands gaf við innrásaráformin. Sú tillaga sem fram hefur verið lögð á Alþingi, að ráðist verði í rannsókn á aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið 2003 er því mikilvæg. Fyrr eða síðar má búast við því að íslenskir ráðamenn verði á ný settir í þá stöðu að taka afstöðu til hernaðaráforma Bandaríkjanna í fjarlægum löndum. Þegar til þess kemur er mikilvægt að geta lært af mistökunum frá 2003. Skynsamlegast væri þó að byrgja brunninn með varanlegum hætti. Stjórnarskrá Íslands má telja einstæð meðal stjórnlaga ríkja heims, að hún inniheldur engin ákvæði um hvort og með hvaða hætti stjórnvöld geti sagt öðrum ríkjum stríð á hendur. Í tengslum við löngu tímabæra endurskoðun stjórnarskrárinnar liggur því beint við að kippa þessu í liðinn og taka af öll tvímæli um heimildir ráðamanna til að styðja hernað í fjarlægum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun
Fjölmennustu pólitísku mótmæli mannkynssögunnar áttu sér stað þann fimmtánda febrúar árið 2003, þegar talið er að þrjár milljónir Ítala hafi sótt mótmælaaðgerðir í miðborg Rómar. Þessi gríðarlegi fjöldi var að mótmæla grímulausum undirbúningi fyrir árás Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra á Írak. Mótmælin voru hluti af alþjóðlegri hreyfingu, því þennan dag mótmæltu tugmilljónir manna um heim allan. Hér á landi voru fjölmennir fundir í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Baráttuhreyfingin gegn stríði í Írak naut víðtæks stuðnings meðal almennings um víða veröld, ekki hvað síst í Vestur-Evrópu. Engu að síður megnaði hún ekki að afstýra innrásinni sem hófst rúmum mánuði síðar. Vígfúsir valdhafar létu gagnrýni borgaranna sig litlu varða, heldur vísuðu í leyniskjöl sem þeir einir hefðu fengið að sjá og sögðust óhræddir gangast undir dóm sögunnar. Það er því kaldhæðnislegt að sömu leiðtogar skuli nú vera á hröðum flótta undan sögunni. Óhætt er að telja Íraksstríðið einhverja verstu ákvörðun síðustu áratuga á sviði alþjóðastjórnmála. Fyrir Íraka voru afleiðingarnar hörmulegar. Heimsbyggðin öll varð sömuleiðis fórnarlamb þessarar innrásar, því með henni var grafið undan mörgum þeirra stofnana og sáttmála sem stuðla eiga að friði í heiminum. Vopnaeftirliti var misbeitt í pólitískum tilgangi og afleiðingin verður væntanlega aukin tregða ríkja til að veita réttar upplýsingar um vopnabúr sín, svo dæmi sé tekið. Bandaríkin voru aðalhvataríkið að Íraksstríðinu árið 2003. Til að ljá hernaðinum lögmæti, kappkostaði Bandaríkjastjórn að fá samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þegar ljóst var að slík heimild fengist ekki, gripu bandarískir ráðamenn til þess bragðs að safna vænum hópi ríkja sem gáfu innrásinni pólitíska blessun sína. Með því var reynt að ljá stríðinu blæ lögmætis, en mat Bandaríkjastjórnar var að einhvers konar alþjóðleg stuðningsyfirlýsing væri nauðsynleg til að geta réttmætt ákvörðunina heima fyrir. Það er því engin ástæða til að gera lítið úr þeirri stuðningsyfirlýsingu sem ríkisstjórn Íslands gaf við innrásaráformin. Sú tillaga sem fram hefur verið lögð á Alþingi, að ráðist verði í rannsókn á aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið 2003 er því mikilvæg. Fyrr eða síðar má búast við því að íslenskir ráðamenn verði á ný settir í þá stöðu að taka afstöðu til hernaðaráforma Bandaríkjanna í fjarlægum löndum. Þegar til þess kemur er mikilvægt að geta lært af mistökunum frá 2003. Skynsamlegast væri þó að byrgja brunninn með varanlegum hætti. Stjórnarskrá Íslands má telja einstæð meðal stjórnlaga ríkja heims, að hún inniheldur engin ákvæði um hvort og með hvaða hætti stjórnvöld geti sagt öðrum ríkjum stríð á hendur. Í tengslum við löngu tímabæra endurskoðun stjórnarskrárinnar liggur því beint við að kippa þessu í liðinn og taka af öll tvímæli um heimildir ráðamanna til að styðja hernað í fjarlægum löndum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun