Ólympíuleikar eiginkvenna Anna Margrét Björnsson skrifar 23. febrúar 2010 06:00 Á konudaginn fékk unnusti minn kaffi og ristað brauð í rúmið. Þennan sólríka og syfjaða morgun tók ég skyndiákvörðun um að konudagur væri dagur þar sem konur ættu að vera góðar við karlmennina í lífi þeirra. Valentínusardagurinn var nú líka nýyfirstaðinn og maður var eiginlega kominn með hálfgerða velgju eftir hálfan mánuð af hryllilegri væmni þar sem karlmenn hafa verið næstum því skikkaðir til að dæla blómum, kortum, súkkulaði og krúttlegum böngsum yfir okkur kvenfólk. Ég hef annars ekkert á móti þessum dagsetningum fyrir utan kannski þann skelfilega smekk sem iðulega fylgir slíku sprelli. Bleik sanseruð hjörtu og glimmerkort frá Hallmark eru ekki alveg minn tebolli og hver segir að okkur konurnar langi í alvörunni í vanillukerti eða sætt bleikt freyðandi jarðarberjasull í glösum? Ég á bágt með að skilja hvers vegna konur vilja að mennirnir þeirra breytist í samkynhneigða metrómenn þennan eina dag á ári. Einkennilegasta þróunin sem hefur orðið hér á landi með tilkomu Valentínusardagsins og markaðsvæðingar konudagsins er hin undarlega samkeppni sem sumar konur virðast halda að þær séu í og kemur berlega í ljós á fyrirbærinu Facebook. Yfirlýsingar um hvað „karlinn" færði þeim í bröns á sunnudagsmorgninum, hvaða blóm og hvaða gjafir hann keypti eru orðnar eins og Ólympíuleikar fyrir aðþrengdar eiginkonur. Viðvörunarbjöllur klingja í höfði mér þegar fólk þarf að flagga slíkum hlutum svona opinberlega. Hvað þurfa þessar konur eiginlega að sanna? Er ástin virkilega svona eldheit ef maður þarf að lýsa því yfir við sjö hundruð vini að maður sé vel giftur eða að eiginmaðurinn (eða „karlinn") hafi eytt fjórum klukkustundum í að framreiða lúxusmáltíð og hafi jafnvel dýft jarðarberjum í súkkulaði til að kóróna allt saman? Það versta við konudagsfárið í ár var að uppgötva að konur um allt Ísland kalla elskhuga sína eða eiginmenn „karlinn" líkt og fjöldi karlmanna kallar sömu konurnar „kerlinguna". Þetta er ósmekklegt og gersneytt allri virðingu. „Karlinn" verður eins og einhver óþarfa hlutur sem er píndur upp á mann og þvælist fyrir. Og hvað gæti mögulega verið rómantískt við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Vinsælast 2010 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Á konudaginn fékk unnusti minn kaffi og ristað brauð í rúmið. Þennan sólríka og syfjaða morgun tók ég skyndiákvörðun um að konudagur væri dagur þar sem konur ættu að vera góðar við karlmennina í lífi þeirra. Valentínusardagurinn var nú líka nýyfirstaðinn og maður var eiginlega kominn með hálfgerða velgju eftir hálfan mánuð af hryllilegri væmni þar sem karlmenn hafa verið næstum því skikkaðir til að dæla blómum, kortum, súkkulaði og krúttlegum böngsum yfir okkur kvenfólk. Ég hef annars ekkert á móti þessum dagsetningum fyrir utan kannski þann skelfilega smekk sem iðulega fylgir slíku sprelli. Bleik sanseruð hjörtu og glimmerkort frá Hallmark eru ekki alveg minn tebolli og hver segir að okkur konurnar langi í alvörunni í vanillukerti eða sætt bleikt freyðandi jarðarberjasull í glösum? Ég á bágt með að skilja hvers vegna konur vilja að mennirnir þeirra breytist í samkynhneigða metrómenn þennan eina dag á ári. Einkennilegasta þróunin sem hefur orðið hér á landi með tilkomu Valentínusardagsins og markaðsvæðingar konudagsins er hin undarlega samkeppni sem sumar konur virðast halda að þær séu í og kemur berlega í ljós á fyrirbærinu Facebook. Yfirlýsingar um hvað „karlinn" færði þeim í bröns á sunnudagsmorgninum, hvaða blóm og hvaða gjafir hann keypti eru orðnar eins og Ólympíuleikar fyrir aðþrengdar eiginkonur. Viðvörunarbjöllur klingja í höfði mér þegar fólk þarf að flagga slíkum hlutum svona opinberlega. Hvað þurfa þessar konur eiginlega að sanna? Er ástin virkilega svona eldheit ef maður þarf að lýsa því yfir við sjö hundruð vini að maður sé vel giftur eða að eiginmaðurinn (eða „karlinn") hafi eytt fjórum klukkustundum í að framreiða lúxusmáltíð og hafi jafnvel dýft jarðarberjum í súkkulaði til að kóróna allt saman? Það versta við konudagsfárið í ár var að uppgötva að konur um allt Ísland kalla elskhuga sína eða eiginmenn „karlinn" líkt og fjöldi karlmanna kallar sömu konurnar „kerlinguna". Þetta er ósmekklegt og gersneytt allri virðingu. „Karlinn" verður eins og einhver óþarfa hlutur sem er píndur upp á mann og þvælist fyrir. Og hvað gæti mögulega verið rómantískt við það?
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun