Börnin verða að eiga skjól Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. febrúar 2010 06:00 Að níðast á barni er einhver ljótasti glæpur sem hægt er að fremja. Þó er það svo að slíkir glæpir eru sífellt framdir. Á það hafa fréttir af dómstólum minnt verulega undanfarnar vikur. Ótrúlega fáir áratugir eru liðnir frá því að það var nánast inngróið í menninguna að þagað var yfir níðingsverkum á börnum. Ekki var litið svo á að barn hefði sjálfstæð mannréttindi. Börnum sem beitt voru ofbeldi var því ekki komið til hjálpar nema í undantekningartilvikum og nánast aldrei ef um var að ræða ofbeldi sem átti sér stað inni á heimilum. Það taldist brot á friðhelgi heimilisins. Þetta hefur sem betur fer breyst. Fréttir af dómum í ofbeldismálum gegn börnum eru því vonandi, og sem betur fer, líklega ekki til marks um að slík níðingsverk færist í vöxt heldur hitt að stöðugt hærra hlutfall slíkra ódæðisverka komist nú upp á yfirborðið og rati fyrir dómstóla. Á dögunum var brotið blað þegar starfsmaður á heimili fyrir börn var í fyrsta sinn dæmdur vegna kynferðislegs ofbeldis sem hann hafði framið gegn skjólstæðingi á því heimili sem hann vann á. Vitað er að slíkir glæpir hafa verið framdir á barnaverndarstofnunum um heim allan um aldir. Hér á Íslandi höfum við á síðustu misserum verið óþyrmilega minnt á það að barnaverndarstofnanir veittu ekki börnum það skjól sem til var ætlast, heldur olli dvöl á slíkri stofnun því miður mörgum börnum óbætanlegu tjóni. Dómurinn yfir starfsmanni á barnaverndarstofnun á Norðurlandi er ákveðin yfirlýsing þess efnis að slík brot verði ekki lengur liðin í íslensku samfélagi. Líkamlegir áverkar eru oftast auðgreinanlegir. Andlegir áverkar blasa ekki við með sama hætti og þeir líkamlegu. Sönnunarbyrðin er því iðulega ekki eins borðleggjandi þegar um andlega áverka er að ræða eins og þegar einhverjum hefur verið unnið mein á líkama. Sárin gróa þó yfirleitt betur en andlegu áverkarnir. Það er því afar brýnt verkefni að sátt geti orðið um að mark sé tekið á læknisfræðilegu mati á andlegu ástandi á áþekkan hátt og gildir um áverkavottorð. Afar líklegt er að barn sem verður fyrir ofbeldi og þá ekki síður andlegu ofbeldi, beri þess merki alla ævi. Þannig er líklegt að glæpurinn verði skuggi í lífi einstaklings um alla framtíð. Ábyrgð brotamannsins er því gríðarleg. Ekkert barn á að þurfa að upplifa að á því sé níðst með andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Allra síst af hendi þeirra sem eiga að veita þeim skjól og vernd, hvort sem það eru foreldrar, stjúpforeldrar eða starfsmenn á heimilum þar sem börnum er komið fyrir vegna þess að það hefur verið metið sem svo að þar væru þau betur komin en hjá forráðamönnum sínum. Það er skylda hvers samfélags að sjá til þess að börn þess vaxi upp í öryggi og skjóli. Foreldrarnir eru þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgð á börnum sínum. Það firrir þó ekki samfélagið allt ábyrgð því ef þeir nánustu bregðast þá verða börnin að geta treyst á nærsamfélagið; stórfjölskyldu, vini, nágranna, skóla og einnig dómstóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun
Að níðast á barni er einhver ljótasti glæpur sem hægt er að fremja. Þó er það svo að slíkir glæpir eru sífellt framdir. Á það hafa fréttir af dómstólum minnt verulega undanfarnar vikur. Ótrúlega fáir áratugir eru liðnir frá því að það var nánast inngróið í menninguna að þagað var yfir níðingsverkum á börnum. Ekki var litið svo á að barn hefði sjálfstæð mannréttindi. Börnum sem beitt voru ofbeldi var því ekki komið til hjálpar nema í undantekningartilvikum og nánast aldrei ef um var að ræða ofbeldi sem átti sér stað inni á heimilum. Það taldist brot á friðhelgi heimilisins. Þetta hefur sem betur fer breyst. Fréttir af dómum í ofbeldismálum gegn börnum eru því vonandi, og sem betur fer, líklega ekki til marks um að slík níðingsverk færist í vöxt heldur hitt að stöðugt hærra hlutfall slíkra ódæðisverka komist nú upp á yfirborðið og rati fyrir dómstóla. Á dögunum var brotið blað þegar starfsmaður á heimili fyrir börn var í fyrsta sinn dæmdur vegna kynferðislegs ofbeldis sem hann hafði framið gegn skjólstæðingi á því heimili sem hann vann á. Vitað er að slíkir glæpir hafa verið framdir á barnaverndarstofnunum um heim allan um aldir. Hér á Íslandi höfum við á síðustu misserum verið óþyrmilega minnt á það að barnaverndarstofnanir veittu ekki börnum það skjól sem til var ætlast, heldur olli dvöl á slíkri stofnun því miður mörgum börnum óbætanlegu tjóni. Dómurinn yfir starfsmanni á barnaverndarstofnun á Norðurlandi er ákveðin yfirlýsing þess efnis að slík brot verði ekki lengur liðin í íslensku samfélagi. Líkamlegir áverkar eru oftast auðgreinanlegir. Andlegir áverkar blasa ekki við með sama hætti og þeir líkamlegu. Sönnunarbyrðin er því iðulega ekki eins borðleggjandi þegar um andlega áverka er að ræða eins og þegar einhverjum hefur verið unnið mein á líkama. Sárin gróa þó yfirleitt betur en andlegu áverkarnir. Það er því afar brýnt verkefni að sátt geti orðið um að mark sé tekið á læknisfræðilegu mati á andlegu ástandi á áþekkan hátt og gildir um áverkavottorð. Afar líklegt er að barn sem verður fyrir ofbeldi og þá ekki síður andlegu ofbeldi, beri þess merki alla ævi. Þannig er líklegt að glæpurinn verði skuggi í lífi einstaklings um alla framtíð. Ábyrgð brotamannsins er því gríðarleg. Ekkert barn á að þurfa að upplifa að á því sé níðst með andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Allra síst af hendi þeirra sem eiga að veita þeim skjól og vernd, hvort sem það eru foreldrar, stjúpforeldrar eða starfsmenn á heimilum þar sem börnum er komið fyrir vegna þess að það hefur verið metið sem svo að þar væru þau betur komin en hjá forráðamönnum sínum. Það er skylda hvers samfélags að sjá til þess að börn þess vaxi upp í öryggi og skjóli. Foreldrarnir eru þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgð á börnum sínum. Það firrir þó ekki samfélagið allt ábyrgð því ef þeir nánustu bregðast þá verða börnin að geta treyst á nærsamfélagið; stórfjölskyldu, vini, nágranna, skóla og einnig dómstóla.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun