Sérkennileg sýn á samfélagið Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 19. febrúar 2010 06:00 Ágæt var ræða formanns Viðskiptaráðs á viðskiptaþingi á miðvikudag. Það er að segja fyrir þá sem tilheyra þeim klúbbi eða aðhyllast þær kenningar og samfélagsgerð sem hann boðar og berst fyrir. Skammirnar í garð stjórnvalda hafa hljómað sem tónlist í eyrum þinggesta enda veit Viðskiptaráð fátt verra en stjórnvöld sem vilja stjórna. Viðskiptaráð vill stjórnvöld sem búa svo um hnútana að engu er að stjórna. Markaðurinn sér um sig sjálfur, segir Viðskiptaráð sem hefur þann megintilgang að gæta hagsmuna viðskiptalífsins og koma almenningi í skilning um mikilvægi frjálsræðis í viðskiptum. Liður í útbreiðslustarfinu voru skýrslur og greinar um útrásina og bankana. Þetta er æðislegt, sagði Viðskiptaráð. Þetta er gjörsamlega æðislegt. Svo hrundi þetta allt saman og ekkert stendur eftir nema skuldirnar. Viðskiptaráð hefur ekki enn sagt okkur hvað fór úrskeiðis. „Mikið gæfuspor var stigið með einkavæðingu á ríkisbönkunum og því væri það mikil afturför ef hið opinbera ætlaði að setja umsvifum fjármálafyrirtækja skorður sem afmörkuðust við eina tegund starfsleyfa," sagði Viðskiptaráð einu sinni. Sé frelsi fyrsta boðorð Viðskiptaráðs er afnám eftirlits boðorð númer tvö. Viðskiptaráði er almennt illa við allt eftirlit með starfsemi fyrirtækja og kallar það íþyngjandi. Viðskiptaráði virðist líka almennt illa við upplýsingar. Tillögur á Alþingi um úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í viðskiptalífinu, úttekt á vöxtum og þjónustugjöldum banka og úttekt á starfsskilyrðum Fjármálaeftirlitsins voru óþarfar að mati þess. Það er svo önnur saga en segir sitt að Viðskiptaráð taldi líka óþarfi að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og gat ekki fellt sig við tillögu um aðgerðir gegn fátækt. Það er von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Af því tilefni er rétt að rifja upp hvað Viðskiptaráð sagði um það mál allt þegar löggjöf um nefndina var í smíðum. Jújú, það er ágætt að rannsaka en „ekki svo unnt sé að draga einstaklinga til ábyrgðar, hvað þá til að gagnrýna siðferði þeirra og stjórnarhætti". Og af því að aðgerðir sérstaks saksóknara voru í fréttunum á dögum er líka rétt að rifja upp hvað Viðskiptaráð sagði um það embætti þegar lögin um það voru í mótun. Tiltekin ákvæði eru „frávik frá grundvallarreglum réttarríkisins," sagði Viðskiptaráð um frumvarpið. Einnig: „Talsverðar líkur eru jafnframt á því að efnisreglur þess muni draga úr trausti umheimsins í garð íslensks fjármálakerfis." Þegar allt er talið saman má spyrja hvers vegna í ósköpunum forsætisráðherra er að ávarpa samkomu klúbbs sem hefur ofangreint að leiðarljósi. Klúbb sem ekki vill eftirlit, helst engar reglur, telur upplýsingar óþarfar, leggst gegn aðgerðum gegn fátækt, vill ekki að fjallað sé um siðferði og stjórnarhætti ábyrgðarmanna bankahrunsins og heldur að stofnun sérstaks embættis um rannsókn á saknæmum gjörðum tengdum hruninu dragi úr trausti útlendinga á fjármálakerfinu. Það gæti orðið landi og þjóð til farsældar að gera allt öfugt við það sem Viðskiptaráð segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Ágæt var ræða formanns Viðskiptaráðs á viðskiptaþingi á miðvikudag. Það er að segja fyrir þá sem tilheyra þeim klúbbi eða aðhyllast þær kenningar og samfélagsgerð sem hann boðar og berst fyrir. Skammirnar í garð stjórnvalda hafa hljómað sem tónlist í eyrum þinggesta enda veit Viðskiptaráð fátt verra en stjórnvöld sem vilja stjórna. Viðskiptaráð vill stjórnvöld sem búa svo um hnútana að engu er að stjórna. Markaðurinn sér um sig sjálfur, segir Viðskiptaráð sem hefur þann megintilgang að gæta hagsmuna viðskiptalífsins og koma almenningi í skilning um mikilvægi frjálsræðis í viðskiptum. Liður í útbreiðslustarfinu voru skýrslur og greinar um útrásina og bankana. Þetta er æðislegt, sagði Viðskiptaráð. Þetta er gjörsamlega æðislegt. Svo hrundi þetta allt saman og ekkert stendur eftir nema skuldirnar. Viðskiptaráð hefur ekki enn sagt okkur hvað fór úrskeiðis. „Mikið gæfuspor var stigið með einkavæðingu á ríkisbönkunum og því væri það mikil afturför ef hið opinbera ætlaði að setja umsvifum fjármálafyrirtækja skorður sem afmörkuðust við eina tegund starfsleyfa," sagði Viðskiptaráð einu sinni. Sé frelsi fyrsta boðorð Viðskiptaráðs er afnám eftirlits boðorð númer tvö. Viðskiptaráði er almennt illa við allt eftirlit með starfsemi fyrirtækja og kallar það íþyngjandi. Viðskiptaráði virðist líka almennt illa við upplýsingar. Tillögur á Alþingi um úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í viðskiptalífinu, úttekt á vöxtum og þjónustugjöldum banka og úttekt á starfsskilyrðum Fjármálaeftirlitsins voru óþarfar að mati þess. Það er svo önnur saga en segir sitt að Viðskiptaráð taldi líka óþarfi að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og gat ekki fellt sig við tillögu um aðgerðir gegn fátækt. Það er von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Af því tilefni er rétt að rifja upp hvað Viðskiptaráð sagði um það mál allt þegar löggjöf um nefndina var í smíðum. Jújú, það er ágætt að rannsaka en „ekki svo unnt sé að draga einstaklinga til ábyrgðar, hvað þá til að gagnrýna siðferði þeirra og stjórnarhætti". Og af því að aðgerðir sérstaks saksóknara voru í fréttunum á dögum er líka rétt að rifja upp hvað Viðskiptaráð sagði um það embætti þegar lögin um það voru í mótun. Tiltekin ákvæði eru „frávik frá grundvallarreglum réttarríkisins," sagði Viðskiptaráð um frumvarpið. Einnig: „Talsverðar líkur eru jafnframt á því að efnisreglur þess muni draga úr trausti umheimsins í garð íslensks fjármálakerfis." Þegar allt er talið saman má spyrja hvers vegna í ósköpunum forsætisráðherra er að ávarpa samkomu klúbbs sem hefur ofangreint að leiðarljósi. Klúbb sem ekki vill eftirlit, helst engar reglur, telur upplýsingar óþarfar, leggst gegn aðgerðum gegn fátækt, vill ekki að fjallað sé um siðferði og stjórnarhætti ábyrgðarmanna bankahrunsins og heldur að stofnun sérstaks embættis um rannsókn á saknæmum gjörðum tengdum hruninu dragi úr trausti útlendinga á fjármálakerfinu. Það gæti orðið landi og þjóð til farsældar að gera allt öfugt við það sem Viðskiptaráð segir.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun