Ef ég ynni einu sinni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. febrúar 2010 06:00 Ég er ein af þeim sem vinna aldrei neina happdrættisvinninga. Þó er ég ekkert sérstaklega óheppin svona dags daglega, líklega er skýringin sú að ég spila aldrei með. Ég er ekki fastur áskrifandi að Happdrætti Háskólans og ég gæti ekki fyrir mitt litla líf tippað á úrslit íþróttaleikja. Eins get ég talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef keypt lottómiða. Mér finnst bara líkurnar á að akkúrat mínar tölur komi upp, allar í röð, svo litlar. Svo er mjög leiðinlegt að tapa. Ég man alveg þegar ég keypti fyrsta lottómiðann. Það var fyrir fyrsta lottóútdráttinn á Íslandi en þá var ég ellefu ára. Ég var í bæjarferð með mömmu og pabba og við pabbi völdum vandlega tölurnar með blýanti af seðli. Ég fékk minn eigin miða og var viss um að ég myndi vinna í þessum skemmtilega leik. Þegar kom að útdrættinum í sjónvarpinu sat ég límd við skjáinn og blikkaði ekki augunum. Þegar allar kúlurnar voru komnar á sinn stað og ljóst var að ég hafði ekki unnið neitt varð ég hundsvekkt. Pabbi vann ekki neitt heldur. Mér finnst mjög gaman að láta mig dreyma um hvað ég myndi gera við peningana ef ég yrði nokkrum milljónum ríkari í einu vetfangi. Sé fyrir mér ferðalög til fjarlægra borga, falleg föt í bunkum og kannski glæsilega þakíbúð með stórum gluggum. Það er gaman að láta sig dreyma og hver hefur ekki spilað leikinn „Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?" Þegar auglýst er að lottópotturinn sé margfaldur og skipti milljónum hugsa ég oft með sjálfri mér að nú verði ég að kaupa miða og freista gæfunnar. Það verður samt aldrei af því og helgi eftir helgi verð ég af fleiri milljónum. Gleymdi meira að segja að kaupa miðann í Víkingalottóinu þegar vinningurinn var meira en milljarður og missti líka af stóra vinningnum í íslenska lottóinu um daginn. Svekkjandi. Ég þykist auðvitað samgleðjast þeim heppnu vinningshöfum sem detta í lottópottinn í hverri viku. Stundum fylgir líka sögunni að vinningurinn hafi farið inn á margra barna heimili og þá er auðveldara að sætta sig við tapið. En Ég er auðvitað ekki að tapa neinu þegar ég kaupi aldrei miða og tek aldrei þátt! En vinn þar af leiðandi ekki heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ég er ein af þeim sem vinna aldrei neina happdrættisvinninga. Þó er ég ekkert sérstaklega óheppin svona dags daglega, líklega er skýringin sú að ég spila aldrei með. Ég er ekki fastur áskrifandi að Happdrætti Háskólans og ég gæti ekki fyrir mitt litla líf tippað á úrslit íþróttaleikja. Eins get ég talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef keypt lottómiða. Mér finnst bara líkurnar á að akkúrat mínar tölur komi upp, allar í röð, svo litlar. Svo er mjög leiðinlegt að tapa. Ég man alveg þegar ég keypti fyrsta lottómiðann. Það var fyrir fyrsta lottóútdráttinn á Íslandi en þá var ég ellefu ára. Ég var í bæjarferð með mömmu og pabba og við pabbi völdum vandlega tölurnar með blýanti af seðli. Ég fékk minn eigin miða og var viss um að ég myndi vinna í þessum skemmtilega leik. Þegar kom að útdrættinum í sjónvarpinu sat ég límd við skjáinn og blikkaði ekki augunum. Þegar allar kúlurnar voru komnar á sinn stað og ljóst var að ég hafði ekki unnið neitt varð ég hundsvekkt. Pabbi vann ekki neitt heldur. Mér finnst mjög gaman að láta mig dreyma um hvað ég myndi gera við peningana ef ég yrði nokkrum milljónum ríkari í einu vetfangi. Sé fyrir mér ferðalög til fjarlægra borga, falleg föt í bunkum og kannski glæsilega þakíbúð með stórum gluggum. Það er gaman að láta sig dreyma og hver hefur ekki spilað leikinn „Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?" Þegar auglýst er að lottópotturinn sé margfaldur og skipti milljónum hugsa ég oft með sjálfri mér að nú verði ég að kaupa miða og freista gæfunnar. Það verður samt aldrei af því og helgi eftir helgi verð ég af fleiri milljónum. Gleymdi meira að segja að kaupa miðann í Víkingalottóinu þegar vinningurinn var meira en milljarður og missti líka af stóra vinningnum í íslenska lottóinu um daginn. Svekkjandi. Ég þykist auðvitað samgleðjast þeim heppnu vinningshöfum sem detta í lottópottinn í hverri viku. Stundum fylgir líka sögunni að vinningurinn hafi farið inn á margra barna heimili og þá er auðveldara að sætta sig við tapið. En Ég er auðvitað ekki að tapa neinu þegar ég kaupi aldrei miða og tek aldrei þátt! En vinn þar af leiðandi ekki heldur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun