Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Eurovision verður ekki haldin með hefðbundnum hætti

Nú hafa forsvarsmenn Eurovision gefið út að ekki verði hægt að halda keppnina með hefðbundnum hætti en skipuleggjendur höfðu áður gefið út nokkrar sviðsmyndir keppninnar. Sviðsmynd A var alltaf sú að keppnin yrði haldin eins og Evrópubúar þekkja hana.

Lífið
Fréttamynd

Euro­vision-lag Daða Freys frum­flutt 13. mars

Framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí verður frumflutt 13. mars. Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands að þessu sinni, en líkt og alkunna er var Eurovision aflýst á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu þar að vera fulltrúar Íslands með laginu Think About Things.

Lífið
Fréttamynd

Segir nýja Eurovision-lagið rökrétt framhald af Think About Things

Daði Freyr var að senda frá sér lagið Feel the Love og myndband ásamt tónlistarkonunni Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Þetta er fyrsta lagið sem Daði gefur út þar sem hann var ekki með í ferlinu frá byrjun. Albumm heyrði í Daða þar sem hann var í sveitinni hjá foreldrum sínum að jólast ásamt því að undirbúa útgáfu á framlagi Íslands til Eurovision 2021.

Albumm
Fréttamynd

Engin Söngvakeppni og Daði í Eurovision

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí. RÚV leitaði til Daða Freys sem samþykkti að semja lag í keppnina. 

Lífið
Fréttamynd

Daði býst við því að heyra í RÚV á næstu dögum

Daði Freyr virðist vera klár í slaginn að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam næsta vor. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram í Rotterdam síðasta vor en Eurovision-keppninni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision 2021 skal fara fram

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021.

Lífið