Salka Valsdóttir endurútsetti lagið fyrir Reykjavíkurdætur en Selma Björns, lagið og frammistaða hennar í keppninni hafði mikil áhrif á hljómsveitarmeðlimina á sínum tíma. Sjálfar munu Reykjavíkurdætur keppa á seinna undanúrslitakvöldinu í Söngvakeppni sjónvarpsins þann 5. mars og hefur gerð ábreiðunnar gert þær enn spenntari fyrir þátttöku sinni í keppninni.
Tónlistarmyndbandið er unnið úr klippum af meðlimum Reykjavíkurdætra á þeim aldri sem þær voru þegar þær heyrðu lagið fyrst, ásamt klippum af tónleikaferðlögum sveitarinnar um Evrópu og Norður Ameríku.
Myndbandið má sjá hér að neðan: