Aldrei farið eins langt niður og eftir Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2022 11:53 Egill Ploder sló fyrst í gegn í menntaskóla og hefur verið vinsæll skemmtikraftur síðan þá. Vísir/vilhelm Egill Ploder sló í gegn sem menntskælingur í Versló og vakti strax þá athygli um allt Ísland þegar hann gaf út lagið Sumartíminn ásamt félögum sínum. Egill Ploder er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Egill yfir tímann þegar hann tók þátt í Söngvakeppninni árið 2018 með laginu Hér með þér. Egill var lengi vel mjög vinsæll meðal ungs fólks hér á landi þegar hann var partur af samfélagsmiðlahópinum Áttan. Áttan sendi í raun lagið inn í keppnina og flutti Egill lagið ásamt Sonju Valdin á sviðinu í Háskólabíói. Í raun um leið og opnað var fyrir kosninguna var lagið komið áfram vegna vinsælda Egils og Sonju meðal ungmenna í landinu. En flutningurinn gekk ekki vel. „Þetta er klárlega erfiðasta verkefni sem ég hef farið í gegnum á mínum fjölmiðlaferli,“ segir Egill um atvikið en hann missti röddina um tíma í flutningnum. Internettröllin rifja þetta upp „Það er alltaf verið að rifja þetta upp. Einhver internettröll sýna þetta á netinu og ég er svo sem kominn yfir það. Ég er ekkert mikið að festa mig við þetta atvik og ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ótrúlega stoltur af mér hvernig ég tæklaði þetta verkefni. Hvernig ég tæklaði það að hafa lent í þessu. Á þessum tíma þurfti ég að fara í djúpar pælingar. Þarna fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Ekki það að ég sé að kenna neinum um, ég ber ábyrgð á þessum flutningi. En þegar ég stíg inn á sviðið þetta kvöld og heyri talið 3, 2, 1 og ljósin fara niður hugsa ég, rétt áður en ég fer í black out: „Shit ég er ekki tilbúinn!“ segir Egill. Hann bætir við að hann hafi í raun tekið að sér allt of mörg verkefni í kringum atriðið sem bitnaði á hans frammistöðu. Klippa: Einkalífið - Egill Ploder Aldrei orðið stressaður áður „Þegar ég átta mig á því að ég er ekki tilbúinn, þá er í raun hundrað prósent líkur á því að þetta er að fara klikka. Þetta gerist á þessu sviði og það er sturlað áhorf. Ég hafði þarna aldrei orðið stressaður að koma fram og hafði til að mynda komið fram á Þjóðhátíð. Við komumst þarna áfram og það er eins og það er. Þarna líða síðan tvær vikur frá okkar undankvöldi að úrslitakvöldinu. Það voru mjög erfiðar tvær vikur. Ég veit alveg að þetta er ekkert stórt vandamál í stóra samhenginu en mínar tilfinningar fóru rosalega langt niður. Það hlakkaði í mjög mörgum að þetta skildi hafa gerst. Þarna þarf ég bara að leita mér hjálpar og fer til sálfræðings í millitíðinni og við æfðum ekkert í viku því við þurftum að leita inn á við. Síðan stend ég á sviðinu tveimur vikum seinna og ég sver það, ég hef aldrei verið eins stressaður á ævi minni.“ Hann segist hafa líðið þannig að allir væru að pæla í því hvort þetta myndi gerast aftur hjá honum á sviðinu. „Þetta gerðist ekki aftur og ég náði þessum tóni sem klikkaði. Þetta var ekki fullkominn flutningur en fjandinn hafi það, hann var allt í lagi. Við eigum það til Íslendingar að við tölum minna um það sem gengur vel og meira um það sem fer úrskeiðis. Það er kannski mannlegt eðli. Núna horfi ég til baka, þetta eru fjögur ár og það eina sem ég tek út úr þessu er hvað ég er drulluánægður með sjálfan mig hvernig ég tæklaði þetta. Það kom mér smá á óvart hvað ég tók þessu nærri mér því mér fannst ég vera orðinn svo vanur því að verða fyrir hatri á miðlunum en þetta var á næsta stigi og ég hef aldrei upplifað annað eins. Það kom ótrúleg reynsla út úr þessu og ég sterkari fyrir vikið.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Egill einnig um Verslóárin, Áttutímann, um þá staðreynda að hann er að verða faðir í fyrsta sinn, lífið í útvarpinu, samband sitt við Thelmu kærustu sína og margt fleira. Einkalífið Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Egill Ploder er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Egill yfir tímann þegar hann tók þátt í Söngvakeppninni árið 2018 með laginu Hér með þér. Egill var lengi vel mjög vinsæll meðal ungs fólks hér á landi þegar hann var partur af samfélagsmiðlahópinum Áttan. Áttan sendi í raun lagið inn í keppnina og flutti Egill lagið ásamt Sonju Valdin á sviðinu í Háskólabíói. Í raun um leið og opnað var fyrir kosninguna var lagið komið áfram vegna vinsælda Egils og Sonju meðal ungmenna í landinu. En flutningurinn gekk ekki vel. „Þetta er klárlega erfiðasta verkefni sem ég hef farið í gegnum á mínum fjölmiðlaferli,“ segir Egill um atvikið en hann missti röddina um tíma í flutningnum. Internettröllin rifja þetta upp „Það er alltaf verið að rifja þetta upp. Einhver internettröll sýna þetta á netinu og ég er svo sem kominn yfir það. Ég er ekkert mikið að festa mig við þetta atvik og ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ótrúlega stoltur af mér hvernig ég tæklaði þetta verkefni. Hvernig ég tæklaði það að hafa lent í þessu. Á þessum tíma þurfti ég að fara í djúpar pælingar. Þarna fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Ekki það að ég sé að kenna neinum um, ég ber ábyrgð á þessum flutningi. En þegar ég stíg inn á sviðið þetta kvöld og heyri talið 3, 2, 1 og ljósin fara niður hugsa ég, rétt áður en ég fer í black out: „Shit ég er ekki tilbúinn!“ segir Egill. Hann bætir við að hann hafi í raun tekið að sér allt of mörg verkefni í kringum atriðið sem bitnaði á hans frammistöðu. Klippa: Einkalífið - Egill Ploder Aldrei orðið stressaður áður „Þegar ég átta mig á því að ég er ekki tilbúinn, þá er í raun hundrað prósent líkur á því að þetta er að fara klikka. Þetta gerist á þessu sviði og það er sturlað áhorf. Ég hafði þarna aldrei orðið stressaður að koma fram og hafði til að mynda komið fram á Þjóðhátíð. Við komumst þarna áfram og það er eins og það er. Þarna líða síðan tvær vikur frá okkar undankvöldi að úrslitakvöldinu. Það voru mjög erfiðar tvær vikur. Ég veit alveg að þetta er ekkert stórt vandamál í stóra samhenginu en mínar tilfinningar fóru rosalega langt niður. Það hlakkaði í mjög mörgum að þetta skildi hafa gerst. Þarna þarf ég bara að leita mér hjálpar og fer til sálfræðings í millitíðinni og við æfðum ekkert í viku því við þurftum að leita inn á við. Síðan stend ég á sviðinu tveimur vikum seinna og ég sver það, ég hef aldrei verið eins stressaður á ævi minni.“ Hann segist hafa líðið þannig að allir væru að pæla í því hvort þetta myndi gerast aftur hjá honum á sviðinu. „Þetta gerðist ekki aftur og ég náði þessum tóni sem klikkaði. Þetta var ekki fullkominn flutningur en fjandinn hafi það, hann var allt í lagi. Við eigum það til Íslendingar að við tölum minna um það sem gengur vel og meira um það sem fer úrskeiðis. Það er kannski mannlegt eðli. Núna horfi ég til baka, þetta eru fjögur ár og það eina sem ég tek út úr þessu er hvað ég er drulluánægður með sjálfan mig hvernig ég tæklaði þetta. Það kom mér smá á óvart hvað ég tók þessu nærri mér því mér fannst ég vera orðinn svo vanur því að verða fyrir hatri á miðlunum en þetta var á næsta stigi og ég hef aldrei upplifað annað eins. Það kom ótrúleg reynsla út úr þessu og ég sterkari fyrir vikið.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Egill einnig um Verslóárin, Áttutímann, um þá staðreynda að hann er að verða faðir í fyrsta sinn, lífið í útvarpinu, samband sitt við Thelmu kærustu sína og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira