Lífið

Snoop Dogg og Kelly Clarkson kynnar í bandarísku útgáfunni af Eurovision

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kelly Clarkson og Snoop Dogg verða kynnar í nýrri bandarískri söngvakeppni, byggðri á Eurovision.
Kelly Clarkson og Snoop Dogg verða kynnar í nýrri bandarískri söngvakeppni, byggðri á Eurovision. Samsett/Getty

Bandaríkjamenn ætla að halda sína eigin útgáfu af Eurovision, Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem keppnin muni einfaldlega einfaldlega heita American Song Contest.

Öll fylki Bandaríkjanna munu eiga fulltrúa í keppninni. Kynnar verða rapparinn Snoop Dogg og söngdívan og spjallþáttastjórnandinn Kelly Clarkson, sem skaust upp á stjörnuhimininn eftir að vinna American Idol árið 2012.

„Ég elska Eurovision og hef lengi verið aðdáandi keppninnar,“ er haft eftir söngkonunni.

 Samkvæmt BBC hefjast sýningar á þáttunum 21. mars á NBC og úrslitin verða svo 9. maí, í sömu viku og Eurovision fer fram í Túrin í Portúgal. Undanúrslitakvöld Eurovision ara fram 10. og 12. maí og úrslitakvöldið fer svo fram laugardaginn 14. maí. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×