Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 13:00 Stefanía Svavars og Halldór Gunnar sameinuðu krafta sína í Söngvakeppninni í ár með lagið Hjartað mitt. Aðsend Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. Í samtali við Lífið á Vísi segir Halldór Gunnar að Kristín Heiða, sjö ára gömul dóttir hans, sé innblásturinn af þessu lagi. „Hún spurði mig í fyrra eftir lokakeppnina í Hollandi hvenær ég ætlaði eiginlega að taka þátt. Ég hugsaði mikið um þessa spurningu og þegar ég loks lét slag standa um að reyna að semja Eurovision lag þá var ég staðráðin í því að semja lag um hana og fyrir hana. Mig langaði að eiga þetta ævintýri með henni,“ segir Halldór Gunnar og bætir við ,,Hjartað mitt var það fyrsta sem kom í kollinn á mér og svo fæddist lagið hratt og örugglega.“ Mikil gleði fylgdi ferlinu „Með þessa hugmynd í kollinum þá var ég frekar fljótur að detta niður á lag. Þegar lagið var nokkurn veginn komið hafði ég samband við vin minn í Hveragerði hann Magnús Þór Sigmundsson og hann samdi við lagið bæði íslenskan og enskan texta.“ Eftir það var svo komið að því að finna flytjanda. „Stefanía Svavarsdóttir kom mjög fljótt inn í ferlið og var búin að segjast vera til í að taka þátt með mér áður en lagið var klárt. Hún var fyrir mér manneskjan sem átti að flytja þetta lag. Frábær söngkona með hjartað á réttum stað og skildi strax hvað ég var að reyna að segja með laginu,“ segir Halldór Gunnar en slík samvinna hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt. „Upptökuferlið gekk svo nokkuð hratt og örugglega fyrir sig. Ég, Stefanía, Magnús Þór og Halldór Smárason unnum síðan mjög náið saman í því að koma þessu heim og saman og var mikil gleði sem fylgdi því ferli.“ Stefanía Svavars og Halldór Gunnar fyrir utan Söngvakeppnis strætóinn.Aðsend Börnin með í tónlistarmyndbandinu Halldór Gunnar segir að alveg frá upphafi hafi teymið á bak við lagið talað um að þau séu að gera þetta verkefni fyrir og með börnunum sínum. Þau reyni að upplifa þetta með þeim og í gegnum þau. „Því fannst okkur tilvalið að gera myndband þar sem börnin okkar voru með okkur. Við hittumst einn góðan sunnudag í Stúdíó Glæsibæ, buðum krökkunum upp á kaffitíma og svo settum við bara vélarnar í gang og tókum lagið nokkrum sinnum. Börnin fengu svo bara að gera það sem þeim leið vel með að gera. Þetta var dásamlegur dagur sem varð pínu kaótískur á tímabili en allir skemmtu sér vel og það skín í gegn í myndbandinu.“ Börnin eru stór hluti af þessu verkefni og voru því að sjálfsögðu með í tónlistarmyndbandinu.Aðsend Myndbandið er eftir Sveinbjörn Hafsteinsson í Glæsibæ og honum til aðstoðar í tökum var Stefán B. Önundarson. Fram koma: Stefanía Svavarsdóttir og börn Óskar Þormarsson og börn Halldór Smárason og börn Halldór Gunnar Pálsson og dóttir hans Myndband: Sveinbjörn Hafsteinsson Heiti lags: Hjartað mitt Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Lag: Halldór Gunnar Pálsson Texti: Magnús Þór Sigmundsson Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í samtali við Lífið á Vísi segir Halldór Gunnar að Kristín Heiða, sjö ára gömul dóttir hans, sé innblásturinn af þessu lagi. „Hún spurði mig í fyrra eftir lokakeppnina í Hollandi hvenær ég ætlaði eiginlega að taka þátt. Ég hugsaði mikið um þessa spurningu og þegar ég loks lét slag standa um að reyna að semja Eurovision lag þá var ég staðráðin í því að semja lag um hana og fyrir hana. Mig langaði að eiga þetta ævintýri með henni,“ segir Halldór Gunnar og bætir við ,,Hjartað mitt var það fyrsta sem kom í kollinn á mér og svo fæddist lagið hratt og örugglega.“ Mikil gleði fylgdi ferlinu „Með þessa hugmynd í kollinum þá var ég frekar fljótur að detta niður á lag. Þegar lagið var nokkurn veginn komið hafði ég samband við vin minn í Hveragerði hann Magnús Þór Sigmundsson og hann samdi við lagið bæði íslenskan og enskan texta.“ Eftir það var svo komið að því að finna flytjanda. „Stefanía Svavarsdóttir kom mjög fljótt inn í ferlið og var búin að segjast vera til í að taka þátt með mér áður en lagið var klárt. Hún var fyrir mér manneskjan sem átti að flytja þetta lag. Frábær söngkona með hjartað á réttum stað og skildi strax hvað ég var að reyna að segja með laginu,“ segir Halldór Gunnar en slík samvinna hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt. „Upptökuferlið gekk svo nokkuð hratt og örugglega fyrir sig. Ég, Stefanía, Magnús Þór og Halldór Smárason unnum síðan mjög náið saman í því að koma þessu heim og saman og var mikil gleði sem fylgdi því ferli.“ Stefanía Svavars og Halldór Gunnar fyrir utan Söngvakeppnis strætóinn.Aðsend Börnin með í tónlistarmyndbandinu Halldór Gunnar segir að alveg frá upphafi hafi teymið á bak við lagið talað um að þau séu að gera þetta verkefni fyrir og með börnunum sínum. Þau reyni að upplifa þetta með þeim og í gegnum þau. „Því fannst okkur tilvalið að gera myndband þar sem börnin okkar voru með okkur. Við hittumst einn góðan sunnudag í Stúdíó Glæsibæ, buðum krökkunum upp á kaffitíma og svo settum við bara vélarnar í gang og tókum lagið nokkrum sinnum. Börnin fengu svo bara að gera það sem þeim leið vel með að gera. Þetta var dásamlegur dagur sem varð pínu kaótískur á tímabili en allir skemmtu sér vel og það skín í gegn í myndbandinu.“ Börnin eru stór hluti af þessu verkefni og voru því að sjálfsögðu með í tónlistarmyndbandinu.Aðsend Myndbandið er eftir Sveinbjörn Hafsteinsson í Glæsibæ og honum til aðstoðar í tökum var Stefán B. Önundarson. Fram koma: Stefanía Svavarsdóttir og börn Óskar Þormarsson og börn Halldór Smárason og börn Halldór Gunnar Pálsson og dóttir hans Myndband: Sveinbjörn Hafsteinsson Heiti lags: Hjartað mitt Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Lag: Halldór Gunnar Pálsson Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31
Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25