Tónlist

TikTok stjarna keppir fyrir Breta í Eurovision

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sam Ryder syngur lagið Space Man í Eurovision í ár.
Sam Ryder syngur lagið Space Man í Eurovision í ár. Skjáskot/Youtube

Söngvarinn Sam Ryder verður fulltrúi Bretlands í Eurovision í ár. Sam er vinsæl TikTok stjarna og þekktur fyrir einstaklega flotta rödd. 

Syngur hann bæði eigin lög og annarra á TikTok, þar á meðal lög eftir Adele. Sam tilkynnti um þátttöku sína í Eurovision á samfélagsmiðlum sínum í dag. Hann mun syngja lagið Space Man í keppninni sem fer fram á Ítalíu í maí.

Samfélagsmiðlastjarnan er með yfir 12 milljón fylgjendur á TikTok og munu eflaust bætast fleiri við hópinn vegna þátttöku hans í Eurovision. Myndbandið við lagið má sjá hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur vinsæl TikTok myndbönd frá Sam Ryder.

@samhairwolfryder I know she s rly busy but can someone text this to Adele? #iknowyourebusybut #easyonme #adele #adelechallenge @Adele Access #fyp #singingchallenge original sound - Sam Ryder
@samhairwolfryder If you re still looking for your soul mate, don t stop believing #coversforlovers #fyp original sound - Sam Ryder

Tengdar fréttir

Fara betur saman en jarðarber og epli

Í dag fór miðasalan fyrir Ávaxtakörfuna af stað sem fer á svið í Silfurbergi Hörpu þann 16. apríl. Söngkonurnar Katla Njálsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru á fullu að æfa sig, bæði fyrir leikritið og Söngvakeppnina sem þær keppa báðar í á laugardaginn.

Barnakór Ísakskóla söng með Siggu, Betu og Elínu

Barnakór Ísaksskóla hefur verið að æfa lagið Með hækkandi sól, sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag. Flytjendur lagsins eru Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur. 

Reykja­víkur­dætur heitastar í veð­bankanum

Samkvæmt stuðlum sem finna má hjá veðmálafyrirtækinu Betsson, sem settir hafa verið upp vegna Söngvakeppninnar 2022, þykja Reykjavíkurdætur líklegastar til að fara með sigur af hólmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×