Gabriel Jesus ekki meira með í Katar Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins. Fótbolti 3. desember 2022 13:56
3,4 milljónir í laun á tímann allan sólarhringinn Góður átta tíma svefn gæti gefið Cristiano Ronaldo 27 milljónir í aðra hönd. Sænska Sportbladet hefur reiknað út möguleg ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá sádí-arabíska félaginu Al Nassr. Fótbolti 1. desember 2022 16:31
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 1. desember 2022 07:00
Ben White yfirgefur enska hópinn Ben White, leikmaður Arsenal og enska landsliðið, hefur yfirgefið enska landsliðshópinn í Katar og haldið heim til Englands. Ástæður brottfararinnar eru persónulegar ástæður og biður enska knattspyrnusambandið um að einkalíf leikmannsins sé virt. Fótbolti 30. nóvember 2022 22:16
Íhugaði sjálfsmorð eftir brottreksturinn frá Sky Sports Andy Gray segir að hann hafi verið í sjálfsmorðshugleiðingum eftir að hann var rekinn frá Sky Sports fyrir ellefu árum fyrir niðrandi ummæli um konur. Enski boltinn 29. nóvember 2022 09:00
Nkunku fer til Chelsea næsta sumar Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Enski boltinn 28. nóvember 2022 20:30
Dregið í þriðju umferð FA bikarsins: Manchester City mætir Chelsea Dregið var í þriðju umferð FA bikarsins á Englandi nú rétt í þessu. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Englandsmeistara Manchester City og Chelsea. Enski boltinn 28. nóvember 2022 20:01
Kviðmágarnir á sama hóteli í Katar Fornu fjendurnir John Terry og Wayne Bridge ku vera á sama hótelinu í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram. Enski boltinn 28. nóvember 2022 07:30
Dagný skoraði og Glódís Perla hélt hreinu Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 27. nóvember 2022 18:46
Íhuga að fá Pulisic á láni til að fylla skarð Ronaldo Forráðamenn Manchester United íhugðu að sækja bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic á láni frá Chelsea síðasta sumar. Áhuginn er enn sá sami og gæti Man United reynt að fá leikmanninn í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Fótbolti 27. nóvember 2022 17:00
Aðstoðarþjálfarinn fær traustið og tekur við Bournemouth Gary O'Neil hefur samið við Bournemouth um að taka við sem aðalþjálfari liðsins í ensku úrvalsdeildinni til ársins 2024. Fótbolti 27. nóvember 2022 11:31
Klopp fær meiri völd hjá Liverpool Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær að hafa meira um það að segja hvaða leikmenn félagið kaupir eftir að Julian Ward hættir störfum. Enski boltinn 25. nóvember 2022 08:30
Segir að yfirvöld í Sádi-Arabíu styðji kaup á Manchester United og Liverpool Prins Abdulaziz bin Turki Al Faisal, íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, segir að yfirvöld þar í landi séu klárlega tilbúin að styðja við þarlenda einkaaðila sem gætu ætlað sér að bjóða í ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester United. Fótbolti 25. nóvember 2022 06:30
Fyrrverandi dýrasti leikmaður Liverpool látinn Liverpool missti einn úr fjölskyldunni í gær. David Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann var 71 árs gamall. Enski boltinn 24. nóvember 2022 10:30
Glazer-fjölskyldan sögð vilja fá yfir þúsund milljarða fyrir Man United Eigendur Manchester United ætla sér að setja nýtt heimsmet ef þeir selja félagið en það kom fram í vikunni að United væri til sölu. Enski boltinn 24. nóvember 2022 08:45
Íslandsvinurinn Ratcliffe mun bjóða í Man United Hinn moldríki Sir Jim Ratcliffe hefur á lífsleiðinni keypt margar jarðir hér á landi og stefnir nú á að kaupa Manchester United. Enski boltinn 24. nóvember 2022 07:01
Ronaldo í tveggja leikja bann Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund. Enski boltinn 23. nóvember 2022 17:00
Besta ár þeirra bestu á EM síðasta sumar endar hræðilega Enska knattspyrnukonan Beth Mead átti frábært ár í ár en það verður samt alltaf súrsætt þökk sé því hvernig það endar. Fótbolti 23. nóvember 2022 16:01
Lágkúra eða kynding hjá Cristiano Ronaldo þegar hann sýndi nýja úrið í gær? Cristiano Ronaldo hefur spilað sinn síðasta leik með Manchester United en hann og enska félagið tilkynntu um það í gær að þau hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Enski boltinn 23. nóvember 2022 13:31
Guardiola framlengir við City Stuðningsmenn Manchester City fengu góðar fréttir í morgunsárið því Pep Guardiola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Enski boltinn 23. nóvember 2022 10:16
Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. Enski boltinn 23. nóvember 2022 09:15
„Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. Fótbolti 22. nóvember 2022 23:30
Eigendur United íhuga að selja félagið Eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, Glazer-fjölskyldan, íhuga nú að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár. Fótbolti 22. nóvember 2022 20:07
Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Fótbolti 22. nóvember 2022 17:43
„Við þurftum þessa góðu byrjun“ Bukayo Saka var alsæll eftir 6-2 stórsigur Englands gegn Íran í fyrsta leik á HM í Katar, eftir að Englendingar höfðu ekki unnið neinn af sex leikjum sínum í Þjóðadeildinni á þessu ári. Enski boltinn 21. nóvember 2022 15:52
Firmino fékk ekki að fara á HM en lét vita að hann hafi það ágætt Roberto Firmino var ekki nógu góður til að komst í heimsmeistarahóp Brasilíumanna þrátt fyrir að hafa spilað vel með Liverpool á leiktíðinni. Fótbolti 21. nóvember 2022 14:31
Drakk hland í fótboltaleik og fékk síðan rauða spjaldið Óhætt er að segja að laugardagurinn hafi verið slæmur dagur hjá enska markverðinum Tony Thompson. Enski boltinn 21. nóvember 2022 11:30
Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM Enski boltinn 21. nóvember 2022 09:02
West Ham með sigurmark undir lokin gegn botnliðinu Dagný Brynjarsdóttir og samherjar hennar í West Ham tryggðu sér þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni þegar þær lögðu botnlið Leicester í dag. Sigurmark West Ham kom undir lok leiksins. Fótbolti 20. nóvember 2022 17:13
Jón Daði spilaði í dramatískri endurkomu Bolton Jón Daði Böðvarsson hóf leik á varamannabekk Bolton þegar liðið heimsótti Fleetwood Town í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 19. nóvember 2022 18:06