Enski boltinn

Ekkert glæp­sam­legt við and­lát varafyrirliða Sheffield United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maddy Cusack var aðeins 27 ára þegar hún lést.
Maddy Cusack var aðeins 27 ára þegar hún lést. getty/Sheffield United FC

Rannsókn Sheffield United leiddi í ljós að ekkert glæpsamlegt var við andlát varafyrirliða liðsins, Maddy Cusack. Hún lést á heimili sínu í september, 27 ára að aldri.

Lögreglan í Derbyskíri fann ekkert grunsamlegt við andlát Cusacks og sama niðurstaða kom út úr rannsókn Sheffield United.

Félagið hóf rannsókn á andláti Cusacks eftir að fjölskylda hennar sagði að andi hennar hefði verið kraminn af fótboltanum.

Mamma Cusacks sagði að hún hefði venjulega verið glaðsinna og ekki átt við nein andleg vandamál að etja. En eitthvað hafi breyst í febrúar á þessu ári. Mamman sagði jafnframt að Cusack hafi glímt við fjárhagsáhyggjur.

Cusack gekk í raðir Sheffield United frá Leicester City 2019. Hún lék yfir hundrað leiki fyrir Sheffield United. Auk þess að spila með Sheffield United vann hún að markaðsmálum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×