Enski boltinn

Liverpool-hetja gagn­rýnir Keane: „Fáðu þér líf“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ummæli Roy Keane eftir leik Liverpool og Manchester United vöktu athygli.
Ummæli Roy Keane eftir leik Liverpool og Manchester United vöktu athygli. getty/Robbie Jay Barratt

Gömul Liverpool-hetja hefur gagnrýnt Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, vegna ummæla hans um Virgil van Dijk.

Eftir markalaust jafntefli Liverpool og United á sunnudaginn gagnrýndi Van Dijk leikstíl United og sagði liðið ekki hafa spilað til sigurs. Keane var ekki sáttur við ummæli Van Dijks og skaut nokkuð fast á Hollendinginn.

„Þetta er hroki. Þú þarft að mæta og gera þetta. Það er það sem frábær lið gera. Liverpool hefur unnið einn deildina einu sinni á síðustu þrjátíu árum,“ sagði Keane á Sky Sports.

Phil Thompson, sem vann 23 titla sem leikmaður Liverpool á árunum 1971-84, fannst ekki mikið til ummæla Keanes koma.

„Mér fannst Van Dijk ekki hrokafullur. Hann sagði bara sína skoðun, eins og Keane og Gary Neville gera. Þetta var ekki hrokafullt á neinn hátt. Þetta var meiri pirringur,“ sagði Thompson.

„Fyrir Roy Keane að saka fólk um hroka, í alvöru. Ég elska Roy en hann endurtók þetta orð í sífellu. Roy, fáðu þér líf.“

Liverpool missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal um helgina. Einu stigi munar á liðunum. United er í 7. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Styrktarþjálfari Liverpool reddaði Söru fundinum með Klopp og Van Dijk

Heimir Hallgrímsson og styrktarþjálfari Liverpool komu við sögu þegar við fengum útskýringu á því hvernig ein besta CrossFit kona Íslands fékk aðgengi að knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool strax eftir stórleikinn við erkifjendurna frá Manchester.

Ten Hag: Við áttum tvö bestu færin

Erik Ten Hag var stoltur af frammistöðu síns liðs í jafnteflinu gegn Liverpool í dag. hann sagði að hans menn hefðu getað ógnað liði Liverpool enn frekar.

Marka­laust í stór­velda­slagnum á Anfi­eld

Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn en bæði lið fengu færi til að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×