Enski boltinn

Onana fann ekkert fyrir stemmningunni á Anfield

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
André Onana hélt hreinu á Anfield í gær.
André Onana hélt hreinu á Anfield í gær. getty/Peter Byrne

André Onana, markverði Manchester United, fannst ekki mikið til stemmningarinnar á Anfield í leiknum gegn Liverpool koma.

Rúmlega 57 þúsund manns á Anfield þegar Liverpool og United gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ekki hafa verið fleiri á deildarleik á Anfield síðan 1949.

Onana sagði hin fræga stemmning á Anfield hefði farið algjörlega fram hjá sér.

„Ég fann ekkert,“ sagði Onana aðspurður hvort hann hefði orðið var við stemmninguna á Anfield.

„Hjá Manchester United færðu þetta. Ég verð að vera tilbúinn fyrir allt. Ég er vanur að spila stóra leiki með mikilli ákefð. Það var fínt að spila hér í dag. Við spiluðum við gott lið en sýndum að við erum með góða leikmenn. Sem Manchester United verðurðu að reyna að vinna.“

Eftir leikinn gagnrýndi Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, fyrir að spila ekki til sigurs og sagði að Rauði herinn hefði átt skilið að vinna leikinn.

Vegna úrslitanna í gær missti Liverpool toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal. United er í 7. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×