Ákærður fyrir að nauðga börnum og greiða þeim fyrir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota í garð barna, sem og önnur brot líkt og vændiskaup og vörslu á barnaníðsefni. Öll meint brot mannsins áttu sér stað á þessu ári, og nánast öll í júlímánuði. Innlent 21. nóvember 2023 11:25
Mega hýsa síðu sem kortleggur gyðinga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim. Innlent 21. nóvember 2023 11:02
Starfsmaður hótels dæmdur fyrir að nauðga gesti með þroskahömlun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, Philip Dugay Acob, í þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa nauðgað manni með þroskahömlun á hótelherbergi í október 2021. Innlent 21. nóvember 2023 08:14
Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Innlent 19. nóvember 2023 15:01
Lífið breyttist vegna gáleysis leigubílstjóra Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. Innlent 18. nóvember 2023 09:01
Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni tæplega 200 milljónir Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í dag um bótaskyldu og þarf Strætó bs. að greiða Teiti Jónassyni ehf. um 194 milljónir króna auk málskostnaðar. Málið var höfðað vegna útboðs Strætó á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009. Innlent 17. nóvember 2023 20:05
Flutti eigið meiðyrðamál og fékk á baukinn í Landsrétti Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar. Innlent 17. nóvember 2023 16:39
Ákærður fyrir að saka bróður sinn ranglega um kynferðisbrot gegn dætrum hans Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir rangar sakargiftir en hann tilkynnti bróður sinn til bæði Neyðarlínu og barnaverndar Hafnarfjarðar í febrúar árið 2020 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dætrum sínum. Auk þess sagði hann manninn hafa deilt af brotum sínum barnaníðsefni á alþjóðlegar vefsíður. Innlent 17. nóvember 2023 15:55
Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafsvík vísað frá Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenski boltinn 17. nóvember 2023 15:06
Íslendingur kærður í Kanada vegna barnaníðsefnis Íslenskur karlmaður hefur verið kærður fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford. Innlent 16. nóvember 2023 22:36
Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Innlent 16. nóvember 2023 15:03
Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans. Innlent 16. nóvember 2023 12:35
Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. Innlent 15. nóvember 2023 21:17
Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. Innlent 15. nóvember 2023 19:37
Ákærð fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem svipti sig lífi Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. Innlent 15. nóvember 2023 13:17
Dæmd fyrir að aka vísvitandi á konu á bílaplani Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekið vísvitandi á konu á bílaplani við verslun Nettó í júní 2021. Innlent 13. nóvember 2023 11:14
Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. Innlent 11. nóvember 2023 16:23
Þriggja ára dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Innlent 11. nóvember 2023 06:45
Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Innlent 11. nóvember 2023 06:33
Nauðgaði vinkonu sinni Márcio José Caetano Vieira var í Landsrétti í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga kunningjakonu sinni fyrir fjórum árum. Landsréttur þyngdi dóminn um sex mánuði. Hann þarf að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Márcio breytti framburði sínum verulega fyrir dómi og þótti ótrúverðugur í frásögn sinni. Innlent 10. nóvember 2023 16:51
Ingó eigi ekki að þurfa að vera ásakaður þó hann sé frægur Landsréttur segir að ummæli Sindra Þórs í garð Ingólfs Þórarinssonar, sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi á forkastanlegan hátt gefið til kynna að sá síðarnefndi hafi haft samræði við börn. Innlent 10. nóvember 2023 16:11
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ Innlent 10. nóvember 2023 14:35
Ingó hafði betur í Landsrétti gegn Sindra Þór Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafði í dag betur í meiðyrðamáli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti. Sindri Þór mátti ekki viðhafa ummæli á borð við „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum.“ Innlent 10. nóvember 2023 14:08
Lögreglumaður ákærður fyrir að slá liggjandi mann ítrekað með kylfu Lögreglumaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi vegna atviks sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í lok maí á þessu ári. Innlent 10. nóvember 2023 11:22
Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? Viðskipti innlent 9. nóvember 2023 14:21
Viðurkenndi að hafa átt hnefahögg skilið Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið. Innlent 9. nóvember 2023 07:00
Talinn hafa logið fíkniefnaframleiðslu í Borgarnesi upp á sjálfan sig Karlmaður á fimmtugsaldri sem bar vitni í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019, sem varðaði meðal annars framleiðslu á amfetamíni, og tók á sig alla sök, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Innlent 8. nóvember 2023 16:52
Ákærður fyrir tvær hnífaárásir í Skeifunni á nýársnótt Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps sem átti sér stað innandyra í húsnæði í Skeifunni á nýársnótt 2022. Þá er hann ákærður fyrir aðra árás sama kvöld. Innlent 8. nóvember 2023 15:08
Stakk kærasta sinn í bakið með nefháraskærum Kona hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, með því að stinga kærasta sinn tvisvar eða þrisvar í bakið með skærum, sem ýmist er lýst sem nefhára- eða naglaskærum. Innlent 7. nóvember 2023 16:17
Gekk berserksgang á Litla-Hrauni: Grunaður um að hóta lífláti og öðru ógeðslegra Karlmaður hefur verið ákærður í tuttugu ákæruliðum fyrir ýmis brot, líkt og hótanir og ofbeldi í garð opinberra starfsmanna, brot í nánu sambandi, og eignaspjöll. Innlent 7. nóvember 2023 15:19