Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2024 10:54 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms en breytti ákvörðun um refsingu. Vísir/Vilhelm Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira