„Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 13:49 Maðurinn sagðist sjá mjög eftir háttsemi sinni. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta barnaverndarlög vegna framkomu sinnar gagnvart tveimur ellefu ára drengjum. Manninum er þó ekki gerð refsing í málinu. Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira