Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2024 20:07 Níu fangar geta verið á nýja meðferðarganginu á Litla Hrauni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn fanga eru líklegri en önnur börn að fara í fangelsi á fullorðins árum segir formaður Afstöðu, félags fanga. Nú erum um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn, en þar var verið að opna nýjan meðferðargang fyrir þá fanga, sem vilja vera vímuefnalausir í fangelsinu. Það er orðið jólalegt á Litla Hrauni, jólamyndir á veggjum úti og starfsfólk og fangar að komast smátt og smátt í jólagírinn. Fjölmenni mætti á vígslu nýs meðferðargangs nýlega fyrir níu fanga þar sem þeim er boðið upp á áfengis- og vímuefnameðferð á meðan þeir afplána)) 0:23 En er mikil áfengis og vímuefnaneyslu i fangelsinu? „Það er nánast engin áfengisneysla en það er töluverð vímuefnaneysla inn í fangelsinu, sem kemur í svona bylgju,“ segir Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni. En hvernig komast fíkniefni inn í fangelsið? „Örugglega bara með mörgum mismunandi leiðum. Ef við værum með það fullkomna svar við því þá væru þau væntanlega ekki að komast inn,“ segir Jón Þór. Jón Þór Kvaran, sem er meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur Fangelsismálastofnunar fagnar nýja meðferðarganginum. „Já, hann hefur allavega tekið stakkaskiptum miðað við það sem áður var og það er allt nýtt inn á þessum gangi og það er von okkar líka að það verði svona ný áhersla og stefni hjá þeim, sem hingað koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur. Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vakti athygli við vígslu gangsins þegar formaður Afstöðu félags fanga, Guðmundur Ingi Þóroddsson sagði að börn fanga væru líklegri til að lenda í fangelsi en önnur börn. „Það er eitt að því sem við viljum vinna að hér að þeir sem eiga börn og eru í fangelsi að þeir geri sér grein fyrir þessu og ég held að það sé engin af þeim, sem vilja að börnin sín komi í fangelsi og þar af leiðandi viljum við bjóða upp á ýmis námskeið og að kynna allskonar úrræði, sem eru í gangi nú þegar og hægt er að leita í til að koma í veg fyrir að slíkt gerist,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólin eru farin að minna á sig á Litla Hrauni á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú eru um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fangelsismál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Það er orðið jólalegt á Litla Hrauni, jólamyndir á veggjum úti og starfsfólk og fangar að komast smátt og smátt í jólagírinn. Fjölmenni mætti á vígslu nýs meðferðargangs nýlega fyrir níu fanga þar sem þeim er boðið upp á áfengis- og vímuefnameðferð á meðan þeir afplána)) 0:23 En er mikil áfengis og vímuefnaneyslu i fangelsinu? „Það er nánast engin áfengisneysla en það er töluverð vímuefnaneysla inn í fangelsinu, sem kemur í svona bylgju,“ segir Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni. En hvernig komast fíkniefni inn í fangelsið? „Örugglega bara með mörgum mismunandi leiðum. Ef við værum með það fullkomna svar við því þá væru þau væntanlega ekki að komast inn,“ segir Jón Þór. Jón Þór Kvaran, sem er meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur Fangelsismálastofnunar fagnar nýja meðferðarganginum. „Já, hann hefur allavega tekið stakkaskiptum miðað við það sem áður var og það er allt nýtt inn á þessum gangi og það er von okkar líka að það verði svona ný áhersla og stefni hjá þeim, sem hingað koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur. Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vakti athygli við vígslu gangsins þegar formaður Afstöðu félags fanga, Guðmundur Ingi Þóroddsson sagði að börn fanga væru líklegri til að lenda í fangelsi en önnur börn. „Það er eitt að því sem við viljum vinna að hér að þeir sem eiga börn og eru í fangelsi að þeir geri sér grein fyrir þessu og ég held að það sé engin af þeim, sem vilja að börnin sín komi í fangelsi og þar af leiðandi viljum við bjóða upp á ýmis námskeið og að kynna allskonar úrræði, sem eru í gangi nú þegar og hægt er að leita í til að koma í veg fyrir að slíkt gerist,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólin eru farin að minna á sig á Litla Hrauni á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú eru um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fangelsismál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira