Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 18:45 Bruninn varð í sumarhúsi við Hvaleyrarvatn árið 2020. Myndin sýnir frá gróðureldum sem voru skammt frá vatninu ári seinna. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira
Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira