Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 14:45 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Daníel Örn Unnarsson, þrítugur, hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítekað í Lundi í Kópavogi í sumar. Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Tvær og hálf milljón í bætur Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Ítarlega var fjallað um málið þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag og Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis og til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 200 þúsund krónur í skaðabætur og 413 þúsund krónur í þjáningabætur. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna, þar með talda 3,9 milljóna króna þóknun skipaðs verjanda hans. Fór niður fyrir lágmarksrefsingu Athygli vekur að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Í dóminum segir að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur sé allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins bendi ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þyki mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Tvær og hálf milljón í bætur Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Ítarlega var fjallað um málið þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag og Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis og til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 200 þúsund krónur í skaðabætur og 413 þúsund krónur í þjáningabætur. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna, þar með talda 3,9 milljóna króna þóknun skipaðs verjanda hans. Fór niður fyrir lágmarksrefsingu Athygli vekur að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Í dóminum segir að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur sé allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins bendi ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þyki mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56