Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Friðrik: Töpuðum fyrir miklu betra liði

    „Við töpuðum bara fyrir mun betra liði í kvöld,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað einvíginu gegn KR 2-0 í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla. Leikurinn í kvöld fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík en honum lauk með 80-96 sigri gestanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shouse: Of mikill snjór til að fara í sumarfrí

    "Þetta eru frábær úrslit og í hvert sinn sem maður er með bakið upp við vegg þá þarf maður á góðri frammistöðu að halda. Við vorum frábærir í kvöld. Það er alltof mikill snjór úti til að fara í sumarfrí,“ sagði Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar kátur eftir liðið hafði betur gegn Grindavík, 91-74 í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfuknattleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí

    KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík

    Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pétur Ingvarsson: Við mættum hingað til þess að sigra

    Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka mætti með lið sitt vel undirbúið til leiks og snigilhraði var á sóknarleik liðsins. Allt samkvæmt áætlun því Haukarnir töpuðu með 42 stig mun í deildarleiknum gegn Snæfelli í vetur. "Við mættum hér til þess að vinna og ég get lofað því að við munum mæta með sama hugarfari í leikinn á Ásvöllum. Við fórum illa með þá í fyrri hluta leiksins en okkur gekk illa að skora gegn svæðisvörn þeirra. Færin komu en við nýttum þau ekki en við finnum út úr því fyrir næsta leik,“ sagði Pétur eftir 76-67 tap Hauka í Stykkishólmi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nonni Mæju: Það var ótrúlegt andleysi í byrjun

    "Það var ótrúlegt andleysi í byrjun og það var eins og menn væru enn að hugsa um 42 stiga sigurinn gegn þeim í deildarkeppninni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn nýliðum Hauka í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Jón eða "Nonni Mæju“ var langt frá því að vera sáttur við leik liðsins þrátt fyrir sigurinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór var ósáttur þrátt fyrir sigurinn gegn Haukum

    „Ég var virkilega vonsvikinn með hvernig leiðtogar liðsins voru stemmdir í leiknum. Það var greinilegt að umfjöllunin fyrir leikinn og stórsigur okkar gegn þeim í deildarkeppninni hafði áhrif á hugarfarið hjá okkur. Egill Egilsson skaut okkur inn í leikinn og við getum þakkað fyrir að hafa unnið Haukana að þessu sinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn Haukum í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Höfum annan leik

    „Við höfum annan leik hérna á fimmtudaginn til að lagfæra þetta, ég var að gæla við að klára þetta í tveimur leikjum en núna er ekkert annað í stöðunni," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR eftir tap ÍR gegn Keflavík í Toyota höllinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel: Mikil pressa í Keflavík

    „Þetta var gaman, þetta var það sem við ætluðum að gera og við unnum þennan leik" sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavík eftir 115-93 sigur gegn ÍR í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Öruggur sigur Keflavíkur í fyrsta leik

    Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur

    Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deildin: Erfið titilvörn framundan hjá meistaraliði Snæfells

    Titilvörn Íslandsmeistaraliðs Snæfells úr Stykkishólmi hefst fyrir alvöru í kvöld þegar liðið tekur á móti nýliðum Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 s.l. mánudag fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna með Guðjóni Guðmundssyni. Samantektina má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deildin: Svali og Benedikt telja að Keflavík fari langt í úrslitakeppninni

    Átta liða úrslitin í Iceland Express deild karla halda áfram í kvöld og þar sem Keflavík sem endaði í þriðja sæti deildarinnar leikur gegn ÍR sem endaði í sjötta sæti. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir málin með Guðjóni Guðmundssyni íþróttafréttamanni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Getum gert miklu betur

    „Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Spiluðum betri vörn

    Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas: Baráttan komin aftur

    Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur

    Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð

    "Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið,“ sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík

    Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Davíð Páll fékk lengra bann en Darko

    Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir slagsmálin sem urðu í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn var. Þrír leikmenn fá leikbönn en fimm leikmenn fá aðeins áminningu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Ólafur og Hrafn kosnir bestir í seinni hlutanum

    Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í dag kostnir bestir í umferðum 12 til 22 í Iceland Express deild karla. Valið var tilkynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ en þá kom einnig í ljóst hverjir voru valdir í fimm manna úrvalslið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Davíð Páll og Darko biðjast afsökunar

    Haukamaðurinn Davíð Páll Hermannsson og KFÍ-maðuriinn Darko Milocevic hafa báðir sent frá sér fréttatilkynningu, sitt í hvoru lagi, þar sem þeir biðjast innilegrar afsökunar á framkomu sinni í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í gærkvöldi.

    Körfubolti