Þetta verður járn í járn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2013 13:00 Mynd/Anton „Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar." Dominos-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
„Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar."
Dominos-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira