Jovan fær eins leiks bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 10:22 Jovan Zdravevski. Mynd/Valli Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira