Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði 25. mars 2013 15:30 Kjartan ætlar að kynna sig fyrir Sigurði á fimmtudag. Samsett mynd/Sylvía Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38