Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði 25. mars 2013 15:30 Kjartan ætlar að kynna sig fyrir Sigurði á fimmtudag. Samsett mynd/Sylvía Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38