Rotaðist en hélt leik áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2013 06:00 Justin Shouse á enn eftir að verða Íslandsmeistari og er greinilega tilbúinn að fórna sér til þess að ná því. Fréttablaðið/Valli Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira