Teitur: Keflvíkingar lugu því að Jovan hefði slegið einhvern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 12:45 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Vilhelm Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38
Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01
Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30
Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30
Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22