Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þór vann Snæfell í Hólminum - öll úrslit kvöldsins

    Fyrstu umferð Domnios-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum og mesta athygli vakti að Þór úr Þorlákshöfn fór í Stykkishólm og vann 11 stiga sigur á heimamönnum í Snæfelli. Haukar unnu fimmtán stiga sigur á Val í nýliðaslagnum og Njarðvík vann átta stiga sigur á Ísafirði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jamarco Warren fór ekki langt - samdi við ÍA

    Zachary Jamarco Warren mun spila áfram körfubolta á Íslandi þótt að Snæfell hafi látið kappann fara á dögunum því þessi bandaríski leikstjórnandi er búinn að semja við 1. deildarlið Skagamanna. Skagamenn segjast ætla að spila hraðari bolta nú þegar þeir hafa Warren innan sinna raða.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Dominos-deild karla rúllar af stað

    Dominos-deild karla fer aftur af stað í kvöld með þremur leikjum en KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna fyrir tímabilið. Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Grindavík, er aðeins spáð fimmta sætinu í deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni

    KR og Valur verða Íslandsmeistarar í körfubolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt rétt áðan á árlegum kynningarfundi KKÍ fyrir Dominosdeildir karla og kvenna. Á kynningarfundinum var skrifað undir samstarfssamning við Stöð 2 sport um stóraukna umfjöllun um Domino's deildirnar í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristinn Jónasson til Stjörnunnar

    Stjörnumenn sendu frá sér tilkynningu skömmu fyrir leik liðsins á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ í kvöld þar sem kemur fram að framherjinn Kristinn Jónasson muni spila með Garðabæjarliðinu í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valsmenn styrkja sig inn í teig

    Guðni Valentínusson hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta. Hann kemur til Vals frá Danmörk þar sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu Valsmanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Metyfirburðir hjá Keflvíkingum

    Keflvíkingar tryggðu sér Lengjubikarinn í körfubolta karla um helgina með tveimur sannfærandi sigrum á Snæfelli og KR. Þeir settu jafnframt nýtt með því að vinna undanúrslita- og úrslitaleik keppninnar með samtals 57 stigum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR í úrslitaleikinn á móti Keflavík

    Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta á sunnudaginn en það var ljóst eftir að KR vann sex stiga sigur á Grindavík, 76-70, í seinni undanúrslitaleiknum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík í úrslit eftir stórsigur á Snæfelli

    Keflvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í körfubolta eftir 26 stiga stórsigur á Snæfelli, 96-70, í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík mætir annaðhvort KR eða Grindavík í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau spila seinna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skórnir hans Hreggviðs upp á hillu

    Hreggviður Magnússon er hættur í körfubolta en þetta staðfesti ÍR-ingurinn við Karfan.is í kvöld. Hreggviður er að glíma við hnémeiðsli og ákvað að segja þetta gott.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar unnu Íslandsmeistarana

    Keflavík og Tindastóll unnu leiki sína í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en bæði lið eru saman í A-riðli keppninnar. Stólarnir unnu 24 stiga sigur á Valsmönnum á Króknum, 109-85, en Keflvíkingar unnu á sama tíma tíu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 85-75, í TM-höllinni á Sunnubraut.

    Körfubolti