Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 97-81 | Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik á föstudaginn Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 15. apríl 2015 18:30 Njarðvíkingar fagna sigrinum í kvöld. vísir/óskaró Það verður oddaleikur um hvort KR eða Njarðvík leiki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta árið 2015. Það varð ljóst þegar Njarðvík sigraði KR-inga sannfærandi í Ljónagryfjunni í kvöld 97-81. Frábær þriðji leikhluti skilaði heimamönnum í Njarðvík stórri forystu sem gestirnir úr Vesturbænum náðu ekki að vinna upp. Oddaleikurinn verður á föstudaginn í DHL-hóllinni í Reykjavík. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru fastir fyrir í vörninni og virtist það koma KR-ingum í opna skjöldu á fyrstu mínútum leiksins. Heimamenn unnu boltann nokkrum sinnum en náðu ekki að nýta það að fullu og þannig ekki að slíta sig frá gestunum að einhverju ráði. KR-ingar vöknuðu svo til lífsins í lok fyrsta leikhluta og náðu að komast mest sex stigum yfir þegar þeir fundu út hvernig ætti að leysa vörn heimamanna. Við það virtis slokkna aðeins í heimamönnum sem þó náðu að laga stöðuna með flautukörfu í lok leikhluta. Mikið jafnvægi var í leiknum í upphafi annars leikhluta KR-ingar byrjuðu með ákafann varnarleik og komust þeir mest átta stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum fjórðung. Njarðvíkingar virtust heillum horfnir en brustu í gang um miðjan leikhlutann og þegar tveir þristar í röð rötuðu niður þá tóku þeir sinn sprett í öðrum leikhluta, náðu að naga forskot gestanna niður og komast yfir áður en hálfleiksflautan gall. Unnur heimamenn seinustu mínúturnar 20-7 og leiddu þeir með fimm stigum í hálfleik. Atkvæðamestir í hálfleik var Michael Craion fyrir KR, sem kominn var með vísi að tröllatvennu eftir 20 mínútna leik. Hann skilaði 15 stigum og hirti 12 fráköst fyrir gestina. Hjá heimamönnum voru það Bonneau og Ágúst Orrason sem voru með átta stig hvor en stigaskor heimamanna dreifðist vel í fyrri hálfleik en átta leikmenn komust á blað á meðan fimm leikmenn KR voru búnir að skora í hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og til að gera langa sögu stutta þá áttu heimamenn þriðja leikhlutann eins og hann lagði sig. Varnarleikur þeirra var ákafur og neyddu þeir gestina úr KR í að tapa boltanum í gríð og erg eða þá að taka skot sem þeim var meinilla við. KR átti í miklum vandræðum í sókninni. Njarðvíkingar hinsvegar léku sókn sína af miklu öryggi og drituðu niður körfum bæði fyrir innan og utan þriggja stiga línuna sem orsakaði það að fimm stiga munurinn sem var í hálfleik var fljótur í 12 stiga mun eftir rúmar tvær mínútur og 20 stiga mun þegar 6:32 voru eftir af þriðja leikhluta. Gestirnir virtust heillum horfnir og áttu engin svör við svakalegum leik heimamanna. Finnur tók þá ákvörðun að hvíla Craion en hann var ekki ánægður með framlag hans í byrjun seinni háfleiks. Mest komust heimamenn 25 stigum yfir í lok leikhlutans sem endaði 76-51 fyrir Njarðvík en heimamenn unnu leikhlutann sjálfan með 20 stigum. KR-ingar reyndu eins og þeir gátu í seinasta fjórðungnum að naga af forskoti heimamanna og virtust þeir ætla á sprett í byrjun hans en Njarðvíkingar voru ekki skynsamir í sóknarleik sínum. Líklega stressaðir að halda forskoti sínu í staðinn fyrir að bæti við það. Það rann þó af þeim þegar á leið og sigldu þeir sigrinum heim af mikilli yfirvegun. Báðir þjálfarar skiptu minni spámönnum inn á seinustu mínúturnar sem gefur þeim reynslu og þjálfurunum tækifæri að hvíla lykilmenn fyrir föstudaginn. Það þarf því oddaleik til að útkljá einvígið og er hægt að lofa því að allt verði lagt í sölurnar í DHL-höllinni á föstudaginn næstkomandi. Njarðvíkingar ættu að vera stútfullir sjálfstrausts og KR-ingar eru hundsárir og vilja bæta fyrir þennan leik sem verður fljótur að gleymast í Vesturbænum.Friðrik Ingi Rúnarsson: Þorðum að vera til í kvöld „Við vorum búnir hægt og bítandi að byggja upp hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn í fyrri hálfleik. Það er fyrst og fremst mikil einbeiting og vilji í hópnum og menn gripu tækifærið og þorðu að vera til í kvöld og það var frábær varnarleikur sem skilaði okkur þessum körfum í kippum í þriðja leikhluta og það kemur út af vörninni að við fáum auðveldar körfur“, sagði sigurreifur þjálfari Njarðvíkingar eftir flottan sigur á KR í kvöld. Hann var spurður hvort það hafi verið eitthvað eitt sem lögð hafi verið áhersla á meira en eitthvað annað í vörninni. „Við erum búnir að vera með ákveðna vinnu í gegnum alla seríuna og stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki eins og við viljum. KR er með mjög gott lið og marga leikmenn sem geta skorað þannig að stundum þurfum við að velja og hafna. Við erum líka með góða leikmenn þannig að við erum komnir í oddaleik sem við stefndum að eftir að við lentum undir. Þannig að við erum brattir og þurfum að ná aðeins áttum núna og koma klárir á föstudaginn.“ Friðrik var þá spurður hvort hann gæti eitthvað ráðið í leikinn á föstudaginn næsta. „Ekkert annað en það að það er allt eða ekkert hjá báðum liðum og þá er staðan orðin þannig þegar um oddaleiki er að ræða þá verða menn að duga eða drepast. Maður veit aldrei hvað oddaleikir bera í skauti sér en mætum vígreifir og klárir í slaginn því okkur langar að keppa um titilinn.“Finnur Freyr Stefánsson: Frammistaða sem er félaginu ekki sæmandi Þó körfubolta unnendur geta verið ánægðir með það að fá oddaleik í undanúrslitunum þá geta KR-ingar ekki verið ánægðir með það. Því var Finnur Stefánsson sammála þegar blaðamaður náði tali af honum. „Auðvitað er maður aldrei ánægður að tapa og við ætluðum að koma hingað og vinna. Njarðvíkingar voru bara betri á öllum sviðum körfuboltans í kvöld, hvort sem það var andlega, líklamlega eða taktísktlega eða hvað sem það var. Þeir voru bara miklu betri í kvöld.“ Finnur var spurður hvort hann ætti einhverja útskýringu á því hvernig fór fyrir hans liði í þriðja leikhlutanum. „Njarðvíkingar voru mikið betri, vörnina spiluðu þeir gríðarlega vel og í sókninni voru þeir að sækja á okkur, komust of djúpt inn í teiginn hjá okkur, finna skytturnar og setja skotin sín niður. Þá eru þeir illviðráðanlegir.“ Finnur eins og Friðrik var beðinn um að reyna að ráða í föstudaginn. „Við þurfum að sleikja aðeins sárin og koma dýrvitlausir til baka. Þessi frammistaða var langt fyrir neðan allar hellur og félaginu okkar ekki sæmandi.“ Michael Craion var áberandi fjarverandi lungan úr seinni hálfleiknum og var Finnur spurður út í það, en Craion hafði verið ógurlegur í fyrri hálfleik. „Mér fannst hann þreyttur og lélegur varnarlega til að byrja með og ákvað ég að gera breytingu sem var skárra til að byrja með. Svo fór þetta bara svona og hann sat seinni hluta seinni hálfleiksins og við sjáum bara til.“Njarðvík-KR 97-81 (16-19, 25-17, 35-15, 21-30)Njarðvík: Stefan Bonneau 20/10 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 20/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 12/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 12/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/8 fráköst/6 stolnir, Ágúst Orrason 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Jón Arnór Sverrisson 2KR: Helgi Már Magnússon 19, Michael Craion 15/14 fráköst/3 varin skot, Björn Kristjánsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 7/5 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7/8 fráköst, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 3, Pavel Ermolinskij 2/7 fráköst.[Bein lýsing]4. leikhluti | 97-81: Leik er lokið. KR náði að laga stöðuna örlítið í lokin en heimamenn beittu löngum sóknum og skynsemi til að sigla sigrinum heim. Verðskuldaður sigur Njarðvíkinga.4. leikhluti | 93-78: Það er skipst á körfum en minni spámenn fá nú að spreyta sig sem þýðir að báðir þjálfarar eru byrjaðirað hugsa um föstudaginn og hvíla lykilmenn sína. 1:45 eftir.4. leikhluti | 91-71: Ungviður beggja liða er byrjaður að birtast á vellinum. Það kannski segir sitt um hvar leikurinn stendur þessa stundina enda 20 stiga munur og 3;12 eftir.4. leikhluti | 90-71: Brynjar Björnss. rífur kjaft við dómarann og fær dæmda á sig klaufavillu. Ákaflega klaufalegt verður að segjast. Bonneau fer á vítalínuna og setur vítið niður. Heimamenn fá boltann aftur en ná ekki að nýta sóknina. 3:40 eftir.4. leikhluti | 87-69: Aftur klúðrar KR vítum en í þetta sinn ná þeir sóknarfrákasti og setja niður þrist. Njarðvíkingar svara um hæl, nóg að gerast núna. 4:45 eftir.4. leikhluti | 85-66: KR þarf náttúrulega að nýta öll sín víti þessar seinustu mínútur. Brynjar Björnss. klúðraði einu af tveim og það getur verið rándýrt Logi refsar hinum megin. 5:11 eftir.4. leikhluti | 81-65: KR-ingar hafa skorað 14 stigum á móti fimm í upphafi fjórða leikhluta. Þeir geta þetta alveg ef heimamenn leyfa þeim það. Það þarf meirir skynsemi í sóknarleik UMFN og vörnin þarf að koma aftur. KR spilar fantavörn þessa stundina. 6:09 eftir.4. leikhluti | 81-63: Gestirnir byrja leikhlutann betur og er það Finnur Magg sem er að skila stigum. Þetta er náttúrulega langt frá því að vera búið hér í Ljónagryfjunni. 7:05 eftir.4. leikhluti | 81-62: Skipst er á körfum. Það vekur athygli að Craion er ekki búinn að spila síðustu tíu mínútur, okkur virtist hann klæða sig úr skónum á bekknum. Eitthvað gæti verið að þar á bæ og ekki eru það góðar fréttir. KR nær að laga stöðuna þannig að munurinn er 19 stig. 7:55 eftir.4. leikhluti | 79-53: Fjórði leikhluti er byrjaður og klúðra bæði lið boltanum í sínum fyrstu sóknum en Finnur Magg finnur körfuna fyri gestina áður en Logi Gunnarsson neglir niður þrist. 9:06 eftir. 3. leikhluti | 76-51: Þriðja leikhluta er lokið. Heimamenn áttu leikhlutann með húð og hári og voru þeir miklu betri á öllum sviðum körfuboltans. KR þarf heldur betur að bíta í skjaldarrendur í síðasta hlutanum því annars er oddaleikur í DHL-höllinni á föstudaginn.3. leikhluti | 74-49: Gestirnir ná að bæta við stigum af vítalínunni en heimamenn svara fyrir sig með þrist. KR tapar síðan boltanum eftir sóknarvillu. Þetta gengur afar illa fyrir Vesturbæjarpilta núna. 1:09 eftir.3. leikhluti | 71-47: Skipst er á körfum núna og verður það að segjast að það henti heimamönnum betur. 2:10 eftir.3. leikhluti | 67-45: Gestirnir bæta við stigi af vítalínunni. Dæmd er tæknivilla á KR-inga eftir venjulega villu á þá fyrir kjaftbrúk. 2 af 3 vítum rata rétta leið. Heimamenn eiga boltann aftur, ná sóknarfrákasti en ná ekki að skora. Helgi Magg. refsar fyrir það með þrist. 2:42 eftir.3. leikhluti | 65-41: Hittni heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna er ógurleg þessa stundina og það telur helling hérna. 24 stiga munur sem er mesta forskot sem Njarðvík hefur haft í einvíginu. 4 mín eftir.3. leikhluti | 59-41: Að sjálfsögðu er það Helgi Magg. sem finnur körfu þegar gestirnir þurfa á að halda og það tvær í röð. 5 mín eftir.3. leikhluti | 59-37: Það bara gengur ekkert hjá KR í sókninni. Varnarleikur heimamanna er ákafur. bonneau bætir við stigum af vítalínunni og það er 22 stiga munur. 6:09 eftir.3. leikhluti | 57-37: Rosalegur leikkafli hjá UMFN. Stolinn bolti á eftir stolnum bolta. 16-1 sprettur og aftur þarf Finnur að brenna leikhléi en það er stutt. Gestirnir þurfa að vakna það er nokkuð ljóst. 6:32 eftir.3. leikhluti | 55-37: KR gengur illa að finna körfuna á meðan heimamenn eru að salla stigum á þá. 11-1 sprettur, nei hægan 14-1 sprettur. Þeir eru gengnir af göflunum heimamenn. 6:39 eftir.3. leikhluti | 49-37: Heimamenn stela boltanum og Logi Gunnarss. dritar niður löngu tveggja stiga skoti. Finnur þarf að taka leikhlé og gerir það hið snarasta. 7:43 eftir.3. leikhluti | 47-37: Njarðvíkingar náðu sinni mestu forystu hingað til þegar þeir komust níu stigum yfir, Mirko með fyrstu fjögur stig leikhlutans. Helgi Magg klikkar síðan á einu víti en skoraði úr öðru. Mirko skorar aftur og það er 10 stiga munur fyrir heimamenn. 7:49 eftir.3. leikhluti | 43-36: Heimamenn náðu ekki að setja niður körfu í fyrstu sókn sinni þrátt fyri að fá þrjú tækifæri til þess en unnu síðan ruðning á KR-inga og Mirko setti niður fyrstu stig hálfleiksins. 9:13 eftir.3. leikhluti | 41-36: Leikurinn er kominn aftur í gang. Heimamenn byrja með knöttinn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 41-36: Það er kominn hálfleikur í Ljónagryfjunni og eru það heimamenn sem fara til búningsklefa með fimm stig í forskot. Þeir enduðu hálfleikinn betur en liðin hafa skipst á að eiga góða kafla og spila ákafanna varnarleik.2. leikhluti | 41-36: Flottur kafli hjá heimamönnum og ná þeir að byggja upp sex stiga forystu og Finnur þarf að taka leikhlé þegar 52 sek. eru til hálfleiks. Góð vörn og nýting í sókn skapa þetta forskot.2. leikhluti | 36-35: Liðins skiptast á körfum en heimamenn eru komnir yfir þegar 2 mín. eru eftir til hálfleiks. Ágúst Orrason hefur hitt vel fyrir utan línuna. 2. leikhluti | 30-31: Leikhlé tekið þegar 3:38 eru eftir hvorugt lið hefur sett stig en bæði hafa hinsvegar misst boltann klaufalega og getur það verið merki um stress leikmanna enda mikið undir.2. leikhluti | 30-31: Skipst á körfum en það var þristur fyrir heimamenn og munurinn því einungis eitt stig. Þó að annað liðið fari einhvern sprett er það lítil trygging fyrir því að vinna leikinn, andstæðingurinn svarar alltaf. 4:45 eftir.2. leikhluti | 27-29: Njarðvíkingar ná að setja niður þrist og svo skrefa KR-ingar og er það klaufalegt mjög. Annar þristur ratar í kjölfarið og það er tveggja stiga munur. Þetta er fljótt að gerast. 5:50 eftir.2. leikhluti | 21-29: Nú eru KR sem spila sterkari vörn og uppskáru 7-0 sprett en Logi Gunnarss. stöðvar sprettinn áður en Helgi MAgg setur niður þrist og það er átta stiga munur fyrir KR. 6:50 eftir.2. leikhluti | 19-24: Brynjar Björn setur niður þrist með mann í andlitinu og kemur KR aftur yfir, heimamenn ná ekki að nýta sókn og gestirnir geysa fram og setja niður tvö stig. 8:20 eftir.2. leikhluti | 19-19: Annar leikhluti er hafinn og ekki náðu gestirnir að nýta fyrstu sókn sína Snorri Hrafnkelss. klikkaði á einu víti af tveimur en heimamenn náðu sóknarfrákasti og skoruðu og það er jafnt. 9:23 eftir.1. leikhluti | 16-19: Fyrsta leikhluta er lokið. Njarðvíkingar vannýttu góða varnartilburði í byrjun leiks og það má ekki leyfa KR-ingum að komast í gang. Hjörtur náði að laga stöðuna með flautukörfu í lok fjórðungs.1. leikhluti | 13-19: Tvö víti rata ofan í frá Birni Kristjáns. og KR-ingar opna sex stiga forystu og heimamenn kasta frá sér boltanum. 50 sek. eftir.1. leikhluti | 13-17: KR-ingar eru vaknaðir og ná að stöðva sókn heimamanna og fá tvö vítaskot en þá taka heimamenn leikhlé. Þeir hafa slakað á klónni fullmikið undanfarin andartök. 1:09 eftir.1. leikhluti | 13-17: Gestirnir komust yfir í fyrsta skipti í leiknum og það fjórum stigum en vörn heimamanna, sem hefur verið góð svaf heldur betur á verðinum. 1:31 eftir.1. leikhluti | 13-13: KR-ingar jafna að nýju og það eru 2:42 eftir af fjórðungnum.1. leikhluti | 13-11: KR náði að jafna metin en heimamenn svara því með fimm stigum í röð áður en Craion skorar, fær villu og setur vítið niður. Sex leikmenn heimamanna komnir með körfu. 3:48 eftir.1. leikhluti | 8-6: Aftur skipst á körfum, fjórir leikmenn heimamanna eru komnir á blað en Craion sér um þetta fyrir gestina. Það er kannski leiðin hjá UMFN að leyfa honum bara að skora en stoppa hina. 5:13 eftir.1. leikhluti | 6-4: Liðin skiptast á körfum og heimamenn leiða með tveimur. Heimamenn eru að spila fínan varnarleik, ná ekki að nýta sér það að fullu. 6:34 eftir.1. leikhluti | 2-2: Njarðvíkingar byrja af meiri krafti og náðu að stöðva tvær sóknir KR-inga en náðu ekki að nýta það í sókninni. Craion skorar svo fyrstu stig gestanna af vítalínunni og það er jaftn. 8:06 eftir.1. leikhluti | 2-0: Heimamenn eru fyrri á blaðið fræga og ná síðan að stöðva gestina í vörninni með vörðu skoti. 9:20 eftir.1. leikhluti | 0-0: Þetta er byrjað og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:59 eftir.Fyrir leik: Núna verða liðin kynnt til leiks og það styttist í að við útkljáum þennan fjórða leik undanúrslitanna í Íslandsmótinu í körfuknattleik.Fyrir leik: Þulurinn hefur beðið fólk um að standa upp og þjappa, það eru tugir manna og kvenna sem eru að bíða eftir að komast inn í salinn. Það er alltaf nóg pláss í Ljónagryfjunni ef fólkið stendur upp og þjappar.Fyrir leik: Eins og áður segir þá unnu KR-ingar fyrsta leikinn sannfærandi 79-62 en Njarðvíkingar löguðu stöðuna aðeins í lok leiksins en sigur hinna röndóttu hefði getað verið stærri. Flautukörfu þurfti til að aðskilja liðin í leik nr. tvö en Stefan Bonneau sá um hana fyrir Njarðvíkinga en leikar enduðu þá 85-84 fyrir UMFN. Þriðji leikurinn endaði með sigri KR 83-75 þar sem KR kláruðu leikinn betur eftir æsispennandi leik. Það má því með sanni segja að allt geti gerst í þessu og við tökum ekki neinu sem gefnu.Fyrir leik: Atkvæðamestir í liðunum eru þeir Michael Craion hjá KR með 24 stig að meðaltali í leikjunum þremur og Stefan Bonneau fyrir Njarðvíkinga einnig með 24 stig að meðaltali í leikjunum þremur.Fyrir leik: Eins og segir í innganginum þá leiðir KR einvígið 2-1 en tveir síðustu leikir hafa verið æsispennandi. Fyrsta leikinn unnu KR-ingar samt sannfærandi og eru náttúrulega sigurstranglegri enda núverandi meistarar. Njarðvíkingar hinsvegar eru til alls líklegir eins og hafa verið duglegir að verja heimavöllinn það sem af er úrslitakeppni.Fyrir leik: Það eru þrjú korter í leikinn og bekkurinn er orðinn þéttsetinn í Ljónagryfjunni. Þau verða einhver lætin í kvöld og það er í ljómandi lagi.Fyrir leik: Góða kvöldin og velkomin með Vísi í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Hér verður fylgst með fjórða leik Njarðvíkur og KR í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Það verður oddaleikur um hvort KR eða Njarðvík leiki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta árið 2015. Það varð ljóst þegar Njarðvík sigraði KR-inga sannfærandi í Ljónagryfjunni í kvöld 97-81. Frábær þriðji leikhluti skilaði heimamönnum í Njarðvík stórri forystu sem gestirnir úr Vesturbænum náðu ekki að vinna upp. Oddaleikurinn verður á föstudaginn í DHL-hóllinni í Reykjavík. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru fastir fyrir í vörninni og virtist það koma KR-ingum í opna skjöldu á fyrstu mínútum leiksins. Heimamenn unnu boltann nokkrum sinnum en náðu ekki að nýta það að fullu og þannig ekki að slíta sig frá gestunum að einhverju ráði. KR-ingar vöknuðu svo til lífsins í lok fyrsta leikhluta og náðu að komast mest sex stigum yfir þegar þeir fundu út hvernig ætti að leysa vörn heimamanna. Við það virtis slokkna aðeins í heimamönnum sem þó náðu að laga stöðuna með flautukörfu í lok leikhluta. Mikið jafnvægi var í leiknum í upphafi annars leikhluta KR-ingar byrjuðu með ákafann varnarleik og komust þeir mest átta stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum fjórðung. Njarðvíkingar virtust heillum horfnir en brustu í gang um miðjan leikhlutann og þegar tveir þristar í röð rötuðu niður þá tóku þeir sinn sprett í öðrum leikhluta, náðu að naga forskot gestanna niður og komast yfir áður en hálfleiksflautan gall. Unnur heimamenn seinustu mínúturnar 20-7 og leiddu þeir með fimm stigum í hálfleik. Atkvæðamestir í hálfleik var Michael Craion fyrir KR, sem kominn var með vísi að tröllatvennu eftir 20 mínútna leik. Hann skilaði 15 stigum og hirti 12 fráköst fyrir gestina. Hjá heimamönnum voru það Bonneau og Ágúst Orrason sem voru með átta stig hvor en stigaskor heimamanna dreifðist vel í fyrri hálfleik en átta leikmenn komust á blað á meðan fimm leikmenn KR voru búnir að skora í hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og til að gera langa sögu stutta þá áttu heimamenn þriðja leikhlutann eins og hann lagði sig. Varnarleikur þeirra var ákafur og neyddu þeir gestina úr KR í að tapa boltanum í gríð og erg eða þá að taka skot sem þeim var meinilla við. KR átti í miklum vandræðum í sókninni. Njarðvíkingar hinsvegar léku sókn sína af miklu öryggi og drituðu niður körfum bæði fyrir innan og utan þriggja stiga línuna sem orsakaði það að fimm stiga munurinn sem var í hálfleik var fljótur í 12 stiga mun eftir rúmar tvær mínútur og 20 stiga mun þegar 6:32 voru eftir af þriðja leikhluta. Gestirnir virtust heillum horfnir og áttu engin svör við svakalegum leik heimamanna. Finnur tók þá ákvörðun að hvíla Craion en hann var ekki ánægður með framlag hans í byrjun seinni háfleiks. Mest komust heimamenn 25 stigum yfir í lok leikhlutans sem endaði 76-51 fyrir Njarðvík en heimamenn unnu leikhlutann sjálfan með 20 stigum. KR-ingar reyndu eins og þeir gátu í seinasta fjórðungnum að naga af forskoti heimamanna og virtust þeir ætla á sprett í byrjun hans en Njarðvíkingar voru ekki skynsamir í sóknarleik sínum. Líklega stressaðir að halda forskoti sínu í staðinn fyrir að bæti við það. Það rann þó af þeim þegar á leið og sigldu þeir sigrinum heim af mikilli yfirvegun. Báðir þjálfarar skiptu minni spámönnum inn á seinustu mínúturnar sem gefur þeim reynslu og þjálfurunum tækifæri að hvíla lykilmenn fyrir föstudaginn. Það þarf því oddaleik til að útkljá einvígið og er hægt að lofa því að allt verði lagt í sölurnar í DHL-höllinni á föstudaginn næstkomandi. Njarðvíkingar ættu að vera stútfullir sjálfstrausts og KR-ingar eru hundsárir og vilja bæta fyrir þennan leik sem verður fljótur að gleymast í Vesturbænum.Friðrik Ingi Rúnarsson: Þorðum að vera til í kvöld „Við vorum búnir hægt og bítandi að byggja upp hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn í fyrri hálfleik. Það er fyrst og fremst mikil einbeiting og vilji í hópnum og menn gripu tækifærið og þorðu að vera til í kvöld og það var frábær varnarleikur sem skilaði okkur þessum körfum í kippum í þriðja leikhluta og það kemur út af vörninni að við fáum auðveldar körfur“, sagði sigurreifur þjálfari Njarðvíkingar eftir flottan sigur á KR í kvöld. Hann var spurður hvort það hafi verið eitthvað eitt sem lögð hafi verið áhersla á meira en eitthvað annað í vörninni. „Við erum búnir að vera með ákveðna vinnu í gegnum alla seríuna og stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki eins og við viljum. KR er með mjög gott lið og marga leikmenn sem geta skorað þannig að stundum þurfum við að velja og hafna. Við erum líka með góða leikmenn þannig að við erum komnir í oddaleik sem við stefndum að eftir að við lentum undir. Þannig að við erum brattir og þurfum að ná aðeins áttum núna og koma klárir á föstudaginn.“ Friðrik var þá spurður hvort hann gæti eitthvað ráðið í leikinn á föstudaginn næsta. „Ekkert annað en það að það er allt eða ekkert hjá báðum liðum og þá er staðan orðin þannig þegar um oddaleiki er að ræða þá verða menn að duga eða drepast. Maður veit aldrei hvað oddaleikir bera í skauti sér en mætum vígreifir og klárir í slaginn því okkur langar að keppa um titilinn.“Finnur Freyr Stefánsson: Frammistaða sem er félaginu ekki sæmandi Þó körfubolta unnendur geta verið ánægðir með það að fá oddaleik í undanúrslitunum þá geta KR-ingar ekki verið ánægðir með það. Því var Finnur Stefánsson sammála þegar blaðamaður náði tali af honum. „Auðvitað er maður aldrei ánægður að tapa og við ætluðum að koma hingað og vinna. Njarðvíkingar voru bara betri á öllum sviðum körfuboltans í kvöld, hvort sem það var andlega, líklamlega eða taktísktlega eða hvað sem það var. Þeir voru bara miklu betri í kvöld.“ Finnur var spurður hvort hann ætti einhverja útskýringu á því hvernig fór fyrir hans liði í þriðja leikhlutanum. „Njarðvíkingar voru mikið betri, vörnina spiluðu þeir gríðarlega vel og í sókninni voru þeir að sækja á okkur, komust of djúpt inn í teiginn hjá okkur, finna skytturnar og setja skotin sín niður. Þá eru þeir illviðráðanlegir.“ Finnur eins og Friðrik var beðinn um að reyna að ráða í föstudaginn. „Við þurfum að sleikja aðeins sárin og koma dýrvitlausir til baka. Þessi frammistaða var langt fyrir neðan allar hellur og félaginu okkar ekki sæmandi.“ Michael Craion var áberandi fjarverandi lungan úr seinni hálfleiknum og var Finnur spurður út í það, en Craion hafði verið ógurlegur í fyrri hálfleik. „Mér fannst hann þreyttur og lélegur varnarlega til að byrja með og ákvað ég að gera breytingu sem var skárra til að byrja með. Svo fór þetta bara svona og hann sat seinni hluta seinni hálfleiksins og við sjáum bara til.“Njarðvík-KR 97-81 (16-19, 25-17, 35-15, 21-30)Njarðvík: Stefan Bonneau 20/10 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 20/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 12/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 12/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/8 fráköst/6 stolnir, Ágúst Orrason 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Jón Arnór Sverrisson 2KR: Helgi Már Magnússon 19, Michael Craion 15/14 fráköst/3 varin skot, Björn Kristjánsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 7/5 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7/8 fráköst, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 3, Pavel Ermolinskij 2/7 fráköst.[Bein lýsing]4. leikhluti | 97-81: Leik er lokið. KR náði að laga stöðuna örlítið í lokin en heimamenn beittu löngum sóknum og skynsemi til að sigla sigrinum heim. Verðskuldaður sigur Njarðvíkinga.4. leikhluti | 93-78: Það er skipst á körfum en minni spámenn fá nú að spreyta sig sem þýðir að báðir þjálfarar eru byrjaðirað hugsa um föstudaginn og hvíla lykilmenn sína. 1:45 eftir.4. leikhluti | 91-71: Ungviður beggja liða er byrjaður að birtast á vellinum. Það kannski segir sitt um hvar leikurinn stendur þessa stundina enda 20 stiga munur og 3;12 eftir.4. leikhluti | 90-71: Brynjar Björnss. rífur kjaft við dómarann og fær dæmda á sig klaufavillu. Ákaflega klaufalegt verður að segjast. Bonneau fer á vítalínuna og setur vítið niður. Heimamenn fá boltann aftur en ná ekki að nýta sóknina. 3:40 eftir.4. leikhluti | 87-69: Aftur klúðrar KR vítum en í þetta sinn ná þeir sóknarfrákasti og setja niður þrist. Njarðvíkingar svara um hæl, nóg að gerast núna. 4:45 eftir.4. leikhluti | 85-66: KR þarf náttúrulega að nýta öll sín víti þessar seinustu mínútur. Brynjar Björnss. klúðraði einu af tveim og það getur verið rándýrt Logi refsar hinum megin. 5:11 eftir.4. leikhluti | 81-65: KR-ingar hafa skorað 14 stigum á móti fimm í upphafi fjórða leikhluta. Þeir geta þetta alveg ef heimamenn leyfa þeim það. Það þarf meirir skynsemi í sóknarleik UMFN og vörnin þarf að koma aftur. KR spilar fantavörn þessa stundina. 6:09 eftir.4. leikhluti | 81-63: Gestirnir byrja leikhlutann betur og er það Finnur Magg sem er að skila stigum. Þetta er náttúrulega langt frá því að vera búið hér í Ljónagryfjunni. 7:05 eftir.4. leikhluti | 81-62: Skipst er á körfum. Það vekur athygli að Craion er ekki búinn að spila síðustu tíu mínútur, okkur virtist hann klæða sig úr skónum á bekknum. Eitthvað gæti verið að þar á bæ og ekki eru það góðar fréttir. KR nær að laga stöðuna þannig að munurinn er 19 stig. 7:55 eftir.4. leikhluti | 79-53: Fjórði leikhluti er byrjaður og klúðra bæði lið boltanum í sínum fyrstu sóknum en Finnur Magg finnur körfuna fyri gestina áður en Logi Gunnarsson neglir niður þrist. 9:06 eftir. 3. leikhluti | 76-51: Þriðja leikhluta er lokið. Heimamenn áttu leikhlutann með húð og hári og voru þeir miklu betri á öllum sviðum körfuboltans. KR þarf heldur betur að bíta í skjaldarrendur í síðasta hlutanum því annars er oddaleikur í DHL-höllinni á föstudaginn.3. leikhluti | 74-49: Gestirnir ná að bæta við stigum af vítalínunni en heimamenn svara fyrir sig með þrist. KR tapar síðan boltanum eftir sóknarvillu. Þetta gengur afar illa fyrir Vesturbæjarpilta núna. 1:09 eftir.3. leikhluti | 71-47: Skipst er á körfum núna og verður það að segjast að það henti heimamönnum betur. 2:10 eftir.3. leikhluti | 67-45: Gestirnir bæta við stigi af vítalínunni. Dæmd er tæknivilla á KR-inga eftir venjulega villu á þá fyrir kjaftbrúk. 2 af 3 vítum rata rétta leið. Heimamenn eiga boltann aftur, ná sóknarfrákasti en ná ekki að skora. Helgi Magg. refsar fyrir það með þrist. 2:42 eftir.3. leikhluti | 65-41: Hittni heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna er ógurleg þessa stundina og það telur helling hérna. 24 stiga munur sem er mesta forskot sem Njarðvík hefur haft í einvíginu. 4 mín eftir.3. leikhluti | 59-41: Að sjálfsögðu er það Helgi Magg. sem finnur körfu þegar gestirnir þurfa á að halda og það tvær í röð. 5 mín eftir.3. leikhluti | 59-37: Það bara gengur ekkert hjá KR í sókninni. Varnarleikur heimamanna er ákafur. bonneau bætir við stigum af vítalínunni og það er 22 stiga munur. 6:09 eftir.3. leikhluti | 57-37: Rosalegur leikkafli hjá UMFN. Stolinn bolti á eftir stolnum bolta. 16-1 sprettur og aftur þarf Finnur að brenna leikhléi en það er stutt. Gestirnir þurfa að vakna það er nokkuð ljóst. 6:32 eftir.3. leikhluti | 55-37: KR gengur illa að finna körfuna á meðan heimamenn eru að salla stigum á þá. 11-1 sprettur, nei hægan 14-1 sprettur. Þeir eru gengnir af göflunum heimamenn. 6:39 eftir.3. leikhluti | 49-37: Heimamenn stela boltanum og Logi Gunnarss. dritar niður löngu tveggja stiga skoti. Finnur þarf að taka leikhlé og gerir það hið snarasta. 7:43 eftir.3. leikhluti | 47-37: Njarðvíkingar náðu sinni mestu forystu hingað til þegar þeir komust níu stigum yfir, Mirko með fyrstu fjögur stig leikhlutans. Helgi Magg klikkar síðan á einu víti en skoraði úr öðru. Mirko skorar aftur og það er 10 stiga munur fyrir heimamenn. 7:49 eftir.3. leikhluti | 43-36: Heimamenn náðu ekki að setja niður körfu í fyrstu sókn sinni þrátt fyri að fá þrjú tækifæri til þess en unnu síðan ruðning á KR-inga og Mirko setti niður fyrstu stig hálfleiksins. 9:13 eftir.3. leikhluti | 41-36: Leikurinn er kominn aftur í gang. Heimamenn byrja með knöttinn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 41-36: Það er kominn hálfleikur í Ljónagryfjunni og eru það heimamenn sem fara til búningsklefa með fimm stig í forskot. Þeir enduðu hálfleikinn betur en liðin hafa skipst á að eiga góða kafla og spila ákafanna varnarleik.2. leikhluti | 41-36: Flottur kafli hjá heimamönnum og ná þeir að byggja upp sex stiga forystu og Finnur þarf að taka leikhlé þegar 52 sek. eru til hálfleiks. Góð vörn og nýting í sókn skapa þetta forskot.2. leikhluti | 36-35: Liðins skiptast á körfum en heimamenn eru komnir yfir þegar 2 mín. eru eftir til hálfleiks. Ágúst Orrason hefur hitt vel fyrir utan línuna. 2. leikhluti | 30-31: Leikhlé tekið þegar 3:38 eru eftir hvorugt lið hefur sett stig en bæði hafa hinsvegar misst boltann klaufalega og getur það verið merki um stress leikmanna enda mikið undir.2. leikhluti | 30-31: Skipst á körfum en það var þristur fyrir heimamenn og munurinn því einungis eitt stig. Þó að annað liðið fari einhvern sprett er það lítil trygging fyrir því að vinna leikinn, andstæðingurinn svarar alltaf. 4:45 eftir.2. leikhluti | 27-29: Njarðvíkingar ná að setja niður þrist og svo skrefa KR-ingar og er það klaufalegt mjög. Annar þristur ratar í kjölfarið og það er tveggja stiga munur. Þetta er fljótt að gerast. 5:50 eftir.2. leikhluti | 21-29: Nú eru KR sem spila sterkari vörn og uppskáru 7-0 sprett en Logi Gunnarss. stöðvar sprettinn áður en Helgi MAgg setur niður þrist og það er átta stiga munur fyrir KR. 6:50 eftir.2. leikhluti | 19-24: Brynjar Björn setur niður þrist með mann í andlitinu og kemur KR aftur yfir, heimamenn ná ekki að nýta sókn og gestirnir geysa fram og setja niður tvö stig. 8:20 eftir.2. leikhluti | 19-19: Annar leikhluti er hafinn og ekki náðu gestirnir að nýta fyrstu sókn sína Snorri Hrafnkelss. klikkaði á einu víti af tveimur en heimamenn náðu sóknarfrákasti og skoruðu og það er jafnt. 9:23 eftir.1. leikhluti | 16-19: Fyrsta leikhluta er lokið. Njarðvíkingar vannýttu góða varnartilburði í byrjun leiks og það má ekki leyfa KR-ingum að komast í gang. Hjörtur náði að laga stöðuna með flautukörfu í lok fjórðungs.1. leikhluti | 13-19: Tvö víti rata ofan í frá Birni Kristjáns. og KR-ingar opna sex stiga forystu og heimamenn kasta frá sér boltanum. 50 sek. eftir.1. leikhluti | 13-17: KR-ingar eru vaknaðir og ná að stöðva sókn heimamanna og fá tvö vítaskot en þá taka heimamenn leikhlé. Þeir hafa slakað á klónni fullmikið undanfarin andartök. 1:09 eftir.1. leikhluti | 13-17: Gestirnir komust yfir í fyrsta skipti í leiknum og það fjórum stigum en vörn heimamanna, sem hefur verið góð svaf heldur betur á verðinum. 1:31 eftir.1. leikhluti | 13-13: KR-ingar jafna að nýju og það eru 2:42 eftir af fjórðungnum.1. leikhluti | 13-11: KR náði að jafna metin en heimamenn svara því með fimm stigum í röð áður en Craion skorar, fær villu og setur vítið niður. Sex leikmenn heimamanna komnir með körfu. 3:48 eftir.1. leikhluti | 8-6: Aftur skipst á körfum, fjórir leikmenn heimamanna eru komnir á blað en Craion sér um þetta fyrir gestina. Það er kannski leiðin hjá UMFN að leyfa honum bara að skora en stoppa hina. 5:13 eftir.1. leikhluti | 6-4: Liðin skiptast á körfum og heimamenn leiða með tveimur. Heimamenn eru að spila fínan varnarleik, ná ekki að nýta sér það að fullu. 6:34 eftir.1. leikhluti | 2-2: Njarðvíkingar byrja af meiri krafti og náðu að stöðva tvær sóknir KR-inga en náðu ekki að nýta það í sókninni. Craion skorar svo fyrstu stig gestanna af vítalínunni og það er jaftn. 8:06 eftir.1. leikhluti | 2-0: Heimamenn eru fyrri á blaðið fræga og ná síðan að stöðva gestina í vörninni með vörðu skoti. 9:20 eftir.1. leikhluti | 0-0: Þetta er byrjað og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:59 eftir.Fyrir leik: Núna verða liðin kynnt til leiks og það styttist í að við útkljáum þennan fjórða leik undanúrslitanna í Íslandsmótinu í körfuknattleik.Fyrir leik: Þulurinn hefur beðið fólk um að standa upp og þjappa, það eru tugir manna og kvenna sem eru að bíða eftir að komast inn í salinn. Það er alltaf nóg pláss í Ljónagryfjunni ef fólkið stendur upp og þjappar.Fyrir leik: Eins og áður segir þá unnu KR-ingar fyrsta leikinn sannfærandi 79-62 en Njarðvíkingar löguðu stöðuna aðeins í lok leiksins en sigur hinna röndóttu hefði getað verið stærri. Flautukörfu þurfti til að aðskilja liðin í leik nr. tvö en Stefan Bonneau sá um hana fyrir Njarðvíkinga en leikar enduðu þá 85-84 fyrir UMFN. Þriðji leikurinn endaði með sigri KR 83-75 þar sem KR kláruðu leikinn betur eftir æsispennandi leik. Það má því með sanni segja að allt geti gerst í þessu og við tökum ekki neinu sem gefnu.Fyrir leik: Atkvæðamestir í liðunum eru þeir Michael Craion hjá KR með 24 stig að meðaltali í leikjunum þremur og Stefan Bonneau fyrir Njarðvíkinga einnig með 24 stig að meðaltali í leikjunum þremur.Fyrir leik: Eins og segir í innganginum þá leiðir KR einvígið 2-1 en tveir síðustu leikir hafa verið æsispennandi. Fyrsta leikinn unnu KR-ingar samt sannfærandi og eru náttúrulega sigurstranglegri enda núverandi meistarar. Njarðvíkingar hinsvegar eru til alls líklegir eins og hafa verið duglegir að verja heimavöllinn það sem af er úrslitakeppni.Fyrir leik: Það eru þrjú korter í leikinn og bekkurinn er orðinn þéttsetinn í Ljónagryfjunni. Þau verða einhver lætin í kvöld og það er í ljómandi lagi.Fyrir leik: Góða kvöldin og velkomin með Vísi í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Hér verður fylgst með fjórða leik Njarðvíkur og KR í undanúrslitum Dominos-deildar karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum