Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 79-93 | Haukar héldu sér á floti í Síkinu Tómas Þór Þórðarson í Síkinu skrifar 13. apríl 2015 20:45 Emil Barja var magnaður í kvöld. Vísir/Auðunn Haukar eru á lífi í undanúrslitarimmunni gegn Tindastóli í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sigur í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 93-79. Haukar sendu með sigrinum skýr skilaboð um að þeir eru ekki hættir. Þá langar ekkert í sumarfrí og taka því fegins hendi fjórða leiknum sem verður að Ásvöllum á miðvikudaginn. Stemningin í Síkinu í kvöld var mögnuð. Heimamenn kynntu sína stráka inn með ljósasýningu og svo var tekinn samsöngur og auðvitað var Skín við sólu Skagafjörður sunginn. Þetta virtist hræða Haukanna lítillega en þeir lentu 7-1 undir strax í byrjun leiks. Var þá auðvelt að halda þetta yrði enn einn auðveldur sigur Stólanna og sóp í seríunni. En svo var ekki Haukarnir voru ekkert hræddir, bara smá stund í gang. Þeir tóku forystuna, 8-7, og litu ekki um öxl. Það var allt annað að sjá Haukaliðið í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. Þeir börðust fyrir fráköstunum eins og grenjandi ljón og hentu sér á alla bolta á gólfinu. Emil Barja keyrði sína menn áfram eins og herforingi. Hann er að spila vel í rimmunni og skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í kvöld. Tölurnar segja þó ekki allt því Emil var eins og stríðsmaður í leiknum. Eins rólegur og ljúfur og hann er utan vallar fer hann í ham um leið og boltinn er í leik. Það var þó ekki bara Emil sem átti flottan leik. Liðsframlagið hjá Haukum var gott. Þeir skoruðu sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr ellefu skotum. Sex leikmenn skoruðu þessar körfur sem segir sitt um breiddina í kvöld. Haukarnir hittu reyndar ekkert fyrir utan í seinni hálfleik, aðeins tveimur af ellefu, en baráttan, fráköstin og 50 prósent skotnýting úr teignum hélt þeim alltaf á undan Stólunum. Staðan í hálfleik var 50-40 og Haukar komu jafnvel enn grimmari til leiks í seinni hálfleik. Þeir gáfu Stólunum enga von og byrjuðu á 10-2 spretti. Það neyddi Israel Martin, þjálfara Tindastóls, til að taka leikhlé. Martin fussaði og sveiaði yfir flest öllu sem hans menn gerðu í kvöld enda voru Stólarnir ekki líkir sjálfum sér. Þeir fengu á sig 93 stig og voru einfaldlega undir í baráttunni. Munurinn varð mest 20 stig, 64-44, en Tindastóll minnkaði muninn niður í tíu stig, 69-59, með þriggja stiga körfu Myrons Dempseys á síðustu sekúndu fjórðungins. Þá virtist stígandinn vera með Stólunum, en enn og aftur létu Haukarnir sér ekki segjast. Haukur Óskarsson skoraði eins og óður maður í seinni hálfleik, en hann setti í heildina 17 stig. Það var sama hvar hann skaut á vellinum; allt fór niður. Alex Francis var líka líkari sjálfum sér, en hann skoraði 18 stig og hitti meira að segja úr fjórum vítaskotum. Darrel Lewis var stigahæstur heimamanna með 19 stig og 7 fráköst, en Myron Dempsey skoraði 17 stig og tók 6 fráköst. Heimamenn reyndu 30 þriggja stiga skot en skoruðu aðeins sex körfur fyrir utan teig. Það er ekki nema 20 prósent nýting. Eins ævintýralega aumir og daprir og Haukarnir voru í fyrstu tveimur leikjunum eru Hafnfirðingarnir búnir að setja þessa rimmu á hvolf. Nú þurfa Stólarnir að vinna í Schenker-höllinni ætli þeir ekki að bjóða Haukunum upp í dans í Síkinu á föstudaginn í leik fimm.Tindastóll-Haukar 79-93 (17-24, 23-26, 19-19, 20-24)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 19/7 fráköst, Myron Dempsey 17/6 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 11, Darrell Flake 11, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/5 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 4/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 19/15 fráköst/7 stoðsendingar, Alex Francis 18/5 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Kári Jónsson 10/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 8/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 5, Kristinn Jónasson 5, Hjálmar Stefánsson 3.Vísir/Andri MarinóIsrael Martin: Ég vissi að þetta var aldrei búið "Vörnin var ekki nógu góð. Við fengum á okkur 93 stig sem er of mikið og ekki líkt okkur. Sérstaklega á heimavelli," sagði svekktur Israel Martin, þjálfari Tindastóls, við Vísi eftir leikinn. "Það er erfitt að vinna sama liðið þrisvar. Þetta er líka þriðja besta liðið í deildinni. Þessi sería er ekki búin. Nú þurfum við að ná endurheimt, skoða leikinn, ræða hann og vera klárir í leik fjögur." Umgjörðin í Síkinu í kvöld var rosaleg og stuðningsmennirnir háværir. Boðið var upp á samsöng fyrir leik og hvaðeina. Var þetta of mikið fyrir strákana hans Martins? "Ég trúi ekki mikið á svoleiðis heldur á vinnuna sem lögð er í leikinn. Ég er þó sammála því að margir héldu að Haukarnir væru búnir. En ég var ekki þannig því ég veit að Haukar eru með frábært lið. Þetta er samt bara eitt tap þannig ég hef engar áhyggjur," sagði Martin. Tindastóll náði mest að minnka muninn niður í átta stig í fjórða leikhluta en nær komust þeir ekki. "Við reyndum að breyta vörninni og náðum tíu stiga spretti en það dugði ekki til. Við verðum að trúa betur á maður á mann-vörnina okkar. Við verðum að laga hana fyrir næsta leik," sagði Israel Martin.Vísir/AuðunnEmil Barja: Ætlum Haukaleiðina í úrslitin Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, var frábær í kvöld og var eðlilega sáttur við sigurinn. En hvað skóp hann? "Við mættum loksins tilbúnir í þetta. Fyrstu tveir leikirnir voru mjög lélegir hjá okkur," sagði Emil við Vísi eftir leikinn. "Baráttan skilaði þessu. Við vorum grimmir í fráköstum og fá fleiri og fleiri sénsa. Vörnin var mun betri og þeir áttu erfitt með að skora á okkur." Haukar voru skelfilega slakir í fyrstu tveimur leikjunum en virkilega flottir í kvöld. Hvað var málið í fyrstu tveimur leikjunum gegn Stólunum? "Það var baráttuleysi sem einkenndi leikina og vörnin götótt. Nú spiluðum við saman sem lið og gerðum þetta almennilega," sagði Emil sem var nálægt þrennu í kvöld en vantaði nokkrar stoðsendingar upp á. "Ég vissi ekkert af því. Við spilum bara til að vinna allir sem einn. Eina talan sem skiptir máli er lokaskorið." Haukar fengu eðlilega neikvæða umfjöllun eftir fyrstu tvo leikina og héldu margir að þeir væru saddir eftir að koma til baka og vinna Keflavík, 3-2, í átta liða úrslitum eftir að lenda 2-0 undir. Þeir ætla gera það sama núna. "Við vorum aldrei saddir. Við ætlum bara Haukaleiðina á þetta eins og við köllum það; tapa fyrstu tveimur en vinna svo næstu þrjá. Á meðan það er snjór úti erum við ekki hættir," sagði Emil Barja.Vísir/VilhelmÍvar: Undirbúningurinn fyrir fyrstu tvo leikina var ekki góður "Við lögðum okkur fram," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, ákveðinn við Vísi eftir leikinn aðspurður hver væri munurinn á leiknum í kvöld og fyrri tveimur leikjunum gegn Tindastóli í undanúrslitunum. "Þetta er mjög einfalt. Við vorum að berjast betur í dag heldur en í síðustu tveimur leikjum. Þetta minnti mig á leikina gegn Keflavík þar sem menn voru að djöflast og berjast." "Við eignuðum okkur frákastabaráttuna og ef það var bolti á gólfinu þá henti einhver okkar á hann. Þegar tvö svona jöfn lið berjast þá skiptir þetta máli." Ívar sagði andlega þáttinn skipta miklu máli í svona einvígi og Haukarnir náðu ekki upp stemningu fyrir fyrstu tvo leikina. Meðal annars vegna veikinda þjálfarans. "Undirbúningurinn fyrir fyrstu tvo leikina var ekki góður. Ég lenti í veikindum og var ekki með neinar æfingar fyrir fyrsta leikinn. Því náðum við ekki að búa til þá stemningu sem við þurftum," sagði Ívar. "Þetta hefur ekkert með formið eða neitt að gera. Í svona leikjum skiptir andlegi hlutinn miklu máli. Við vorum ekki tilbúnir í fyrstu tvo leikina en vorum klárir í dag." "Við höfum notað sömu leikáætlun í hverjum einasta leik en hún skiptir engu máli ef menn eru ekki að berjast. Um leið og menn leggja sig frá þá virka hlutirnir. Það er bara þannig." Aðspurður hvort þessi sigur hafi verið skilaboð til Tindastóls svaraði Ívar um leið: "Það verður bara gaman að koma hingað í fimmta leikinn."[Beinlýsing] 40:00 (79-93) Leik lokið. Glæsilegur sigur Hauka á einum allra erfiðasta útivelli deildarinnar. Þeir ætla ekki í sumarfrí alveg strax. Emil Barja frábær með 17 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. 38:53 (74-88) Liðin skiptast á körfum. Það gerir ekkert fyrir Tindastól. Gestirnir eru að klára þetta og fá fjórða leik á miðvikudaginn á heimavelli. 38:19 (72-86) Dempsey og Helgi Rafn með tvö stig hvor en Haukur með þrist fyrir Haukana. Sá er búinn að færa inn leik upp á næsta plan í seinni hálfleik. Haukarnir ÆTLA að vinna. Það er ekkert flóknara. 36:20 (67-83) Haukur Óskarsson er búinn að vera frábær í seinni hálfleik. Hann setur niður þrist, kemur þessu í 16 stig og Israel tekur leikhlé. Þetta fór langt með að klára dæmið. 35:38 (67-80) Pétur Rúnar skorar glæsilega körfu fyrir heimamenn og munurinn þrettán stig þegar tæpar fimm mínútur eru eftir. Tindastóll er þó ekki að hitta nógu vel til að klára þetta. 34:11 (63-78) Kári Jónsson sækir aftur að körfunni en skellur harkalega í gólfið þegar hann lendir eftir viðskipti við Flake. Hann öskrar og öskrar af sársauka en stendur svo á fætur. Setur bæði vítaskotin niður. 33:21 (63-76) Dempsey fer út af í bili með fjórar villur. Gott fyrir Haukana. Haukur fagnar því með tveggja stiga körfu og Kári Jónsson ver svo skot frá Darrel Flake. 32:16 (63-74) Kári Jónsson heldur þessu í ellefu stigum með frábæru skoti úr erfiðu færi. Keyrði inn að körfunni með Lewis í sér. Stórkostlega gert. 31:25 (61-72) Haukarnir gefa ekkert eftir. Helgi Björn skorar úr teignum eftir stoðsendingu frá Emil. Á fjórar stoðsendingar eftir í þrennuna. Stólarnir komast ekki nær. 30:17 (61-69) Lewis skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta eftir geggjaðan snúning undir körfunni. 30:00 (59-69) Þriðja leikhluta lokið. Svavar Atli setur niður þrist í næst síðustu sókn heimamanna. Haukar svara með tveimur stigum eftir enn eitt sóknarfrákastið og Israel Martin trompast. Hann róast þó aðeins þegar Myron Dempsey setur niður síðasta þristinn í þriðja leikhluta. Tíu stiga munur fyrir lokafjórðunginn. Nú er spenna. 29:11 (53-67) Vörnin hjá Tindastóli miklu betri núna en þeir ná ekki að saxa meira á forskotið. Brjóta af sér klaufalega í sóknarfrákasti. Helgi fer á línuna og skorar úr öðru. 27:18 (52-66) Dempsey straujar að körfunni og skorar. Haukarnir henda boltanum út af í næstu sókn. Israel er að tapa sér á hliðarlínunni. Er endurkoman að hefjast? Löng leið samt sem áður. 25:59 (49-66) Meira að segja þegar Stólarnir reyna að tjakka varnarleikinn í gang enda þeir með að fá á sig klaufalegar villur. Haukur fiskar eina slíka og setur niður tvö vítaskot. Þetta stefnir allt í fjórða leikinn að Ásvöllum. 25:36 (47-64) Francis brennir af tveimur vítaskotum. Það er svona það eina sem gleður stuðningsmenn Tindastóls þessa stundina. Israel Martin skilur ekki hvað er að gerast hjá sínum mönnum. Svipurinn á honum segir allt sem segja þarf. 24:21 (45-64) Myron Dempsey fær tvö vítaskot en nýtir bara annað. Stólarnir hafa 15 mínútur til að snúa þessu sér í hag. Munurinn mest 20 stig.23:40 (44-64) Ingvi skorar fallega körfu fyrir Stólana eftir leikhléið. Francis stelur svo boltanum af heimamönnum sem voru búnir að vinna hann í vörninni og skorar. KRistinn Marinósson bætir við körfu úr hraðaupphlaupi. Haukarnir gefa ekkert eftir.22:38 (42-60) Francis brennir af skoti en Emil er harður, sækir frákastið og skorar. Gestirnir byrja seinni hálfleikinn 10-2 og Israel Martin tekur leikhlé.21:10 (43-54) Haukur eykur forskotið fyrir Hauka en Ingvi Rafn setur niður þriggja stiga skot fyrir Stólanna og kemur þeim á blað í seinni hálfleik. Nú þurfa heimamenn sprett til að saxa á forskotið.20:25 (40-52) Emil skorar fyrstu stig seinni hálfleiks fyrir Hauka. Sækir að körfunni og skorar.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Darrel Lewis er stigahæstur heimamanna með 15 stig en Myron Dempsey er búinn að skora 6 stig. Emil Barja er stigahæstur hjá Haukum með 13 stig en Alex Francis er búinn að skora 12 stig. Emil er með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Stefnir í þrennu. Tindastóll er að skjóta 52 prósent í teignum en aðeins 21 prósent fyrir utan; sett niður þrjá þrista af fjórtán. Haukar eru búnir að skora sjö þrista úr ellefu skotum sem gerir 64 prósent nýtingu. Gestirnir að vinna frákastabaráttuna 18-15.20:00 (40-50) Hálfleikur. Ingvi Rafn brennir af síðasta skoti heimamanna og forystan tíu stig hjá gestunum.18:45 (40-50) Stólarnir vilja fá frekar augljósa villu á Francis þegar hann reynir að stöðva hraðaupphlaup. Dómararnir láta leikinn halda áfram og Stólarnir missa boltann. Allt verður vitlaust. Francis sleppur þarna vel og skorar úr hraðaupphlaupinu eftir sendingu frá Emil.18:10 (40-48) Helgi Rafn skorar fína körfu úr teignum og Flake gerir það sama í næstu sókn heimamanna. Ívar Ásgríms finnur lykt af einhverju og tekur leikhlé. Stoppar þetta strax hjá Stólunum. Haukar átta stigum yfir. Þeir ætla ekkert í sumarfrí.16:45 (36-48) Francis gerir það sama og Lewis áðan. Fær villu í sóknarfrákasti og skorar. Vítaskotið hittir aftur á móti ekki hvorki spjaldið né hringinn og allt verður vitlaust í Síkinu.16:25 (34-46) Hjálmar Stefánsson setur niður sjötta þriggja stiga skot Haukanna. Allir með í veislunni fyrir utan teig. Helgi bætir svo við þeim sjöunda í næstu sókn!14:37 (30-40) Geggjuð sending frá Emil frá miðjum vellinum á Alex undir körfunni heppnast. Miðherjinn stóri setur boltann ofan í. Þvílík tilþrif. Hinum megin tekur Lewis sóknarfrákast, fær villu í loftinu, skorar og setur niður vítið. Þvílíkur maður. 13:40 (27-38) Sóknarleikur Hauka er bara virkilega flottur. Alex bakkar með Myron að körfunni og losar svo boltann á hárréttum tíma á Sigurð Þór sem fær tvö vítaskot. Nýtir þau bæði. Ellefu stiga munur,12:25 (25-34) Nú rignir þristum hjá gestunum. Sigurður Þór tekur þátt í fjörinu. Enn keyra Haukarnir inn í teiginn og losa boltann svo út á galopnar skyttur.11:40 (23-29) Helgi með annan þrist eftir flotta vörn stólanna. Hvíldin hjá Kristni hefur borgað sig hjá Haukunum því hann setur niður langan tvist.10:38 (20-27) Frábær boltahreyfing hjá Haukunum og Emil setur niður þrist, galopinn. Helgi Freyr svarar með glæsilegri þriggja stiga körfu hinum megin. Hann var með mann alveg í andlitinu.10:00 (17-24) Fyrsta leikhluta lokið. Kristinn Jónasson, sem lagði sig á fimleikadýnu fyrir leik, skorar rándýra þriggja stiga körfu og gestirnir leiða með sjö stigum. Pétur Rúnar ver síðasta skotið frá Kára sem var næstum búinn að hlaupa upp allan völlinn sjálfur og skora.08:14 (15-19) Leikhléið borgar sig. Fjögur stig í röð frá Lewis.07:39 (11-19) Annar úrvals snúningur hjá Emil og tvö stig. Átta stiga munur og Israel Martin verður að taka leiklé. "Stoppaðu þetta," kallaði Kári á Israel.07:25 (11-17) Iðnaðartroðsla hjá Francis! Treður þessu ofan í kokið á stuðningsmönnum stólanna.06:30 (11-15) Helgi Björn með loftbolta í teignum en Emil er fyrstur á hann og skorar. Það er kraftur í Haukunum sem gefa ekkert eftir.05:46 (9-12) Haukarnir að vinna mikið með að keyra inn í teig en kasta boltanum svo aftur út á opnar skyttur. Gengur ágætlega. Kári aðstoðarþjálfari Stólanan vill að Pétur Rúnar loki miðjunni betur í varnarleiknum.05:00 (9-11) Annar þristur frá Kristni efti vel uppsetta sókn Haukanna.04:30 (7-8) Kristinn Marinósson bætir við þristi í næstu sókn og Haukarnir komnir yfir. Þeir eru ekkert hræddir.03:50 (7-5) Emil Barja skorar sín fyrstu stig með geggjuðum snúningi í teignum. Tók nokkra svona í síðasta leik. Haukarnir að komast inn í þetta.02:50 (7-3) Alex Francis skorar fyrstu stig Hauka úr opnum leik. Snýr á Dempsey, vel gert.02:08 (7-1) Enn skora Haukar ekki á móti þessari sterku Tindastólsvörn. Ingvi sturtar niður fyrsta þristinum hinum megin. Heimamenn byrja vel.01:35 (4-1) Alex Francis fer á vítalínuna og fær að heyra það úr stúkunni. Hittir úr öðru skotinu. Ágætis byrjun.01:20 (4-0) Þrjár fyrstu sóknir Hauka klikka. Lewis bætir við tveimur stigum með fallegu skoti úr teignum.00:20 (2-0) Haukarnir byrja á að tapa boltanum og Lewis skorar fyrstu stigin.Fyrir leik: Stemningin er alveg rugluð hérna. Samsöngur fyrir leik og allur pakkinn! Geta Haukarnir svarað með sigri? Það kemur í ljós á næstu tveimur tímum eða svo.Fyrir leik: Allt að verða klárt í Síkinu. Dúndur rokkmúsík, kofinn að fyllast og Israel Martin kominn í jakkafötin. Styttist í leikmannakynningu og svo fer þetta bara að byrja!Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson og Davíð Tómas Tómasson. Davíð Tómas er betur þekktur sem rapparinn Dabbi T, en hann átti flottustu rímuna árið 2012. Hann var þá gestur í laginu 112 á plötunni Kópacabana sem Blaz Roca gaf út. Tímamóta efni.Fyrir leik: Nokkrir stuðningsmenn Hauka eru búnir að koma sér fyrir í stúkunni. Það á allavega að reyna að svara fyrir sig; tvær trommur og læti. Veit samt ekki hversu miklu þetta skilar á móti fjölmennri stuðningsmannasveit Stólanna.Fyrir leik: Haukar hafa ekki unnið leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar í fimmtán ár eða síðan liðið komst í 2-1 á móti Grindavík í undanúrslitunum árið 2000. Haukar unnu þriðja leikinn 74-56 en hann fór fram 30. mars á Strandgötu. Ívar Ásgrímssonar var líka þjálfari Haukanna þá. Jón Arnar Ingvarsson, faðir Kára Jónssonar núverandi leikmaður Haukaliðins, var næststigahæstur í Haukaliðinu í leiknumFyrir leik: Með sigri á Haukum hér í fyrsta leiknum gegn Haukum urðu Stólarnir fyrstu nýliðarnir sem vinna fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppni og fyrstu nýliðarnir sem ná að vinna fjóra leiki í röð. Þórsarar áttu metið yfir flesta sigri í röð sem nýliðar en þeir unnu þrjá leiki í röð í úrslitakeppninni 2012.Fyrir leik: Stuðningsmenn Tindastóls eru mættir með kústa til að sópa Haukum í sumarfrí og plaköt með mynd af Francis sem á standa: "2 of 22". Er þar vísað til vítanýtingu kappans í Síkinu. Þeir öskra grimmt á Francis á meðan hann hitar upp. Sá fær að kenna á því í kvöld.Fyrir leik: Alex Francis kom að sækja bolta sem hafði skoppað af ritaraborðinu. "Var hann að taka víti og endaði boltinn hér," spurði einn starfsmaður Tindastóls og glotti.Fyrir leik: Fyrsti fasi upphitunar liðanna er í gangi og menn gera mismunandi hluti. Eins og sést á "Sport365" snapchat-inu er Myron Dempsey, leikmaður Tindastóls, að bjóða upp á alveg rándýra upphitun. Mælum sterklega með henni.Fyrir leik: Alex Francis, miðherji Hauka, hefur brugðist liði sínu mikið í þessari rimmu. Hann hefur aðeins skorað samtals 14 stig í fyrstu tveimur leikjunum eftir að vera með 22 stig að meðaltali í leik á móti Keflavík og meira en 26 í deildarkeppninni. Vítanýtingin er svo einnig vandræðaleg. Hann er búinn að hitta úr fimm af 32 vítaskotum gegn Tindastóli í vetur eins og Vísir fjallaði um dag.Fyrir leik: Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, er orðinn vanur að lenda 2-0 undir í úrslitakeppninni. Liðin hans, kvenna- og karlalið Hauka, hafa nú fjórum sinnum í röð lent 2-0 undir eins og Vísir fjallaði um í dag.Fyrir leik: Haukarnir voru aldrei yfir í síðasta leik sem fór fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. Tindastólsliðið skoraði tíu fyrstu stigin og náði mest 23 stiga forystu í leiknum.Fyrir leik: Darrel Keith Lewis skoraði 28 stig á rúmum 30 mínútum í sigrinum á Ásvöllum en hann skoraði meðal annars fimm þriggja stiga körfur í leiknum.Fyrir leik: Tindastólsliðið hefur unnið 13 af 14 heimaleikjum sínum á Íslandsmótinu í ár en eina tapið kom í deildarleik á móti Grindavík. Tindastóll hefur unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár með 18 stigum að meðaltali í leik.Fyrir leik: Haukarnir eiga á hættu að vera sópað út úr úrslitakeppninni annað árið í röð en Haukaliðið tapaði 3-0 á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum í fyrra.Fyrir leik: Alex Francis hefur aðeins skorað samtals 14 stig í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvíginu en hann hefur bara hitt úr 5 af 16 skotum sínum utan af velli og 4 af 20 vítaskotum sínum í þessum tveimur leikjum.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Síkið á Sauðárkróki. Hér verður fylgst með þriðja leik Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Haukar eru á lífi í undanúrslitarimmunni gegn Tindastóli í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sigur í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 93-79. Haukar sendu með sigrinum skýr skilaboð um að þeir eru ekki hættir. Þá langar ekkert í sumarfrí og taka því fegins hendi fjórða leiknum sem verður að Ásvöllum á miðvikudaginn. Stemningin í Síkinu í kvöld var mögnuð. Heimamenn kynntu sína stráka inn með ljósasýningu og svo var tekinn samsöngur og auðvitað var Skín við sólu Skagafjörður sunginn. Þetta virtist hræða Haukanna lítillega en þeir lentu 7-1 undir strax í byrjun leiks. Var þá auðvelt að halda þetta yrði enn einn auðveldur sigur Stólanna og sóp í seríunni. En svo var ekki Haukarnir voru ekkert hræddir, bara smá stund í gang. Þeir tóku forystuna, 8-7, og litu ekki um öxl. Það var allt annað að sjá Haukaliðið í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. Þeir börðust fyrir fráköstunum eins og grenjandi ljón og hentu sér á alla bolta á gólfinu. Emil Barja keyrði sína menn áfram eins og herforingi. Hann er að spila vel í rimmunni og skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í kvöld. Tölurnar segja þó ekki allt því Emil var eins og stríðsmaður í leiknum. Eins rólegur og ljúfur og hann er utan vallar fer hann í ham um leið og boltinn er í leik. Það var þó ekki bara Emil sem átti flottan leik. Liðsframlagið hjá Haukum var gott. Þeir skoruðu sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr ellefu skotum. Sex leikmenn skoruðu þessar körfur sem segir sitt um breiddina í kvöld. Haukarnir hittu reyndar ekkert fyrir utan í seinni hálfleik, aðeins tveimur af ellefu, en baráttan, fráköstin og 50 prósent skotnýting úr teignum hélt þeim alltaf á undan Stólunum. Staðan í hálfleik var 50-40 og Haukar komu jafnvel enn grimmari til leiks í seinni hálfleik. Þeir gáfu Stólunum enga von og byrjuðu á 10-2 spretti. Það neyddi Israel Martin, þjálfara Tindastóls, til að taka leikhlé. Martin fussaði og sveiaði yfir flest öllu sem hans menn gerðu í kvöld enda voru Stólarnir ekki líkir sjálfum sér. Þeir fengu á sig 93 stig og voru einfaldlega undir í baráttunni. Munurinn varð mest 20 stig, 64-44, en Tindastóll minnkaði muninn niður í tíu stig, 69-59, með þriggja stiga körfu Myrons Dempseys á síðustu sekúndu fjórðungins. Þá virtist stígandinn vera með Stólunum, en enn og aftur létu Haukarnir sér ekki segjast. Haukur Óskarsson skoraði eins og óður maður í seinni hálfleik, en hann setti í heildina 17 stig. Það var sama hvar hann skaut á vellinum; allt fór niður. Alex Francis var líka líkari sjálfum sér, en hann skoraði 18 stig og hitti meira að segja úr fjórum vítaskotum. Darrel Lewis var stigahæstur heimamanna með 19 stig og 7 fráköst, en Myron Dempsey skoraði 17 stig og tók 6 fráköst. Heimamenn reyndu 30 þriggja stiga skot en skoruðu aðeins sex körfur fyrir utan teig. Það er ekki nema 20 prósent nýting. Eins ævintýralega aumir og daprir og Haukarnir voru í fyrstu tveimur leikjunum eru Hafnfirðingarnir búnir að setja þessa rimmu á hvolf. Nú þurfa Stólarnir að vinna í Schenker-höllinni ætli þeir ekki að bjóða Haukunum upp í dans í Síkinu á föstudaginn í leik fimm.Tindastóll-Haukar 79-93 (17-24, 23-26, 19-19, 20-24)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 19/7 fráköst, Myron Dempsey 17/6 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 11, Darrell Flake 11, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/5 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 4/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 19/15 fráköst/7 stoðsendingar, Alex Francis 18/5 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Kári Jónsson 10/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 8/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 5, Kristinn Jónasson 5, Hjálmar Stefánsson 3.Vísir/Andri MarinóIsrael Martin: Ég vissi að þetta var aldrei búið "Vörnin var ekki nógu góð. Við fengum á okkur 93 stig sem er of mikið og ekki líkt okkur. Sérstaklega á heimavelli," sagði svekktur Israel Martin, þjálfari Tindastóls, við Vísi eftir leikinn. "Það er erfitt að vinna sama liðið þrisvar. Þetta er líka þriðja besta liðið í deildinni. Þessi sería er ekki búin. Nú þurfum við að ná endurheimt, skoða leikinn, ræða hann og vera klárir í leik fjögur." Umgjörðin í Síkinu í kvöld var rosaleg og stuðningsmennirnir háværir. Boðið var upp á samsöng fyrir leik og hvaðeina. Var þetta of mikið fyrir strákana hans Martins? "Ég trúi ekki mikið á svoleiðis heldur á vinnuna sem lögð er í leikinn. Ég er þó sammála því að margir héldu að Haukarnir væru búnir. En ég var ekki þannig því ég veit að Haukar eru með frábært lið. Þetta er samt bara eitt tap þannig ég hef engar áhyggjur," sagði Martin. Tindastóll náði mest að minnka muninn niður í átta stig í fjórða leikhluta en nær komust þeir ekki. "Við reyndum að breyta vörninni og náðum tíu stiga spretti en það dugði ekki til. Við verðum að trúa betur á maður á mann-vörnina okkar. Við verðum að laga hana fyrir næsta leik," sagði Israel Martin.Vísir/AuðunnEmil Barja: Ætlum Haukaleiðina í úrslitin Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, var frábær í kvöld og var eðlilega sáttur við sigurinn. En hvað skóp hann? "Við mættum loksins tilbúnir í þetta. Fyrstu tveir leikirnir voru mjög lélegir hjá okkur," sagði Emil við Vísi eftir leikinn. "Baráttan skilaði þessu. Við vorum grimmir í fráköstum og fá fleiri og fleiri sénsa. Vörnin var mun betri og þeir áttu erfitt með að skora á okkur." Haukar voru skelfilega slakir í fyrstu tveimur leikjunum en virkilega flottir í kvöld. Hvað var málið í fyrstu tveimur leikjunum gegn Stólunum? "Það var baráttuleysi sem einkenndi leikina og vörnin götótt. Nú spiluðum við saman sem lið og gerðum þetta almennilega," sagði Emil sem var nálægt þrennu í kvöld en vantaði nokkrar stoðsendingar upp á. "Ég vissi ekkert af því. Við spilum bara til að vinna allir sem einn. Eina talan sem skiptir máli er lokaskorið." Haukar fengu eðlilega neikvæða umfjöllun eftir fyrstu tvo leikina og héldu margir að þeir væru saddir eftir að koma til baka og vinna Keflavík, 3-2, í átta liða úrslitum eftir að lenda 2-0 undir. Þeir ætla gera það sama núna. "Við vorum aldrei saddir. Við ætlum bara Haukaleiðina á þetta eins og við köllum það; tapa fyrstu tveimur en vinna svo næstu þrjá. Á meðan það er snjór úti erum við ekki hættir," sagði Emil Barja.Vísir/VilhelmÍvar: Undirbúningurinn fyrir fyrstu tvo leikina var ekki góður "Við lögðum okkur fram," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, ákveðinn við Vísi eftir leikinn aðspurður hver væri munurinn á leiknum í kvöld og fyrri tveimur leikjunum gegn Tindastóli í undanúrslitunum. "Þetta er mjög einfalt. Við vorum að berjast betur í dag heldur en í síðustu tveimur leikjum. Þetta minnti mig á leikina gegn Keflavík þar sem menn voru að djöflast og berjast." "Við eignuðum okkur frákastabaráttuna og ef það var bolti á gólfinu þá henti einhver okkar á hann. Þegar tvö svona jöfn lið berjast þá skiptir þetta máli." Ívar sagði andlega þáttinn skipta miklu máli í svona einvígi og Haukarnir náðu ekki upp stemningu fyrir fyrstu tvo leikina. Meðal annars vegna veikinda þjálfarans. "Undirbúningurinn fyrir fyrstu tvo leikina var ekki góður. Ég lenti í veikindum og var ekki með neinar æfingar fyrir fyrsta leikinn. Því náðum við ekki að búa til þá stemningu sem við þurftum," sagði Ívar. "Þetta hefur ekkert með formið eða neitt að gera. Í svona leikjum skiptir andlegi hlutinn miklu máli. Við vorum ekki tilbúnir í fyrstu tvo leikina en vorum klárir í dag." "Við höfum notað sömu leikáætlun í hverjum einasta leik en hún skiptir engu máli ef menn eru ekki að berjast. Um leið og menn leggja sig frá þá virka hlutirnir. Það er bara þannig." Aðspurður hvort þessi sigur hafi verið skilaboð til Tindastóls svaraði Ívar um leið: "Það verður bara gaman að koma hingað í fimmta leikinn."[Beinlýsing] 40:00 (79-93) Leik lokið. Glæsilegur sigur Hauka á einum allra erfiðasta útivelli deildarinnar. Þeir ætla ekki í sumarfrí alveg strax. Emil Barja frábær með 17 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. 38:53 (74-88) Liðin skiptast á körfum. Það gerir ekkert fyrir Tindastól. Gestirnir eru að klára þetta og fá fjórða leik á miðvikudaginn á heimavelli. 38:19 (72-86) Dempsey og Helgi Rafn með tvö stig hvor en Haukur með þrist fyrir Haukana. Sá er búinn að færa inn leik upp á næsta plan í seinni hálfleik. Haukarnir ÆTLA að vinna. Það er ekkert flóknara. 36:20 (67-83) Haukur Óskarsson er búinn að vera frábær í seinni hálfleik. Hann setur niður þrist, kemur þessu í 16 stig og Israel tekur leikhlé. Þetta fór langt með að klára dæmið. 35:38 (67-80) Pétur Rúnar skorar glæsilega körfu fyrir heimamenn og munurinn þrettán stig þegar tæpar fimm mínútur eru eftir. Tindastóll er þó ekki að hitta nógu vel til að klára þetta. 34:11 (63-78) Kári Jónsson sækir aftur að körfunni en skellur harkalega í gólfið þegar hann lendir eftir viðskipti við Flake. Hann öskrar og öskrar af sársauka en stendur svo á fætur. Setur bæði vítaskotin niður. 33:21 (63-76) Dempsey fer út af í bili með fjórar villur. Gott fyrir Haukana. Haukur fagnar því með tveggja stiga körfu og Kári Jónsson ver svo skot frá Darrel Flake. 32:16 (63-74) Kári Jónsson heldur þessu í ellefu stigum með frábæru skoti úr erfiðu færi. Keyrði inn að körfunni með Lewis í sér. Stórkostlega gert. 31:25 (61-72) Haukarnir gefa ekkert eftir. Helgi Björn skorar úr teignum eftir stoðsendingu frá Emil. Á fjórar stoðsendingar eftir í þrennuna. Stólarnir komast ekki nær. 30:17 (61-69) Lewis skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta eftir geggjaðan snúning undir körfunni. 30:00 (59-69) Þriðja leikhluta lokið. Svavar Atli setur niður þrist í næst síðustu sókn heimamanna. Haukar svara með tveimur stigum eftir enn eitt sóknarfrákastið og Israel Martin trompast. Hann róast þó aðeins þegar Myron Dempsey setur niður síðasta þristinn í þriðja leikhluta. Tíu stiga munur fyrir lokafjórðunginn. Nú er spenna. 29:11 (53-67) Vörnin hjá Tindastóli miklu betri núna en þeir ná ekki að saxa meira á forskotið. Brjóta af sér klaufalega í sóknarfrákasti. Helgi fer á línuna og skorar úr öðru. 27:18 (52-66) Dempsey straujar að körfunni og skorar. Haukarnir henda boltanum út af í næstu sókn. Israel er að tapa sér á hliðarlínunni. Er endurkoman að hefjast? Löng leið samt sem áður. 25:59 (49-66) Meira að segja þegar Stólarnir reyna að tjakka varnarleikinn í gang enda þeir með að fá á sig klaufalegar villur. Haukur fiskar eina slíka og setur niður tvö vítaskot. Þetta stefnir allt í fjórða leikinn að Ásvöllum. 25:36 (47-64) Francis brennir af tveimur vítaskotum. Það er svona það eina sem gleður stuðningsmenn Tindastóls þessa stundina. Israel Martin skilur ekki hvað er að gerast hjá sínum mönnum. Svipurinn á honum segir allt sem segja þarf. 24:21 (45-64) Myron Dempsey fær tvö vítaskot en nýtir bara annað. Stólarnir hafa 15 mínútur til að snúa þessu sér í hag. Munurinn mest 20 stig.23:40 (44-64) Ingvi skorar fallega körfu fyrir Stólana eftir leikhléið. Francis stelur svo boltanum af heimamönnum sem voru búnir að vinna hann í vörninni og skorar. KRistinn Marinósson bætir við körfu úr hraðaupphlaupi. Haukarnir gefa ekkert eftir.22:38 (42-60) Francis brennir af skoti en Emil er harður, sækir frákastið og skorar. Gestirnir byrja seinni hálfleikinn 10-2 og Israel Martin tekur leikhlé.21:10 (43-54) Haukur eykur forskotið fyrir Hauka en Ingvi Rafn setur niður þriggja stiga skot fyrir Stólanna og kemur þeim á blað í seinni hálfleik. Nú þurfa heimamenn sprett til að saxa á forskotið.20:25 (40-52) Emil skorar fyrstu stig seinni hálfleiks fyrir Hauka. Sækir að körfunni og skorar.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Darrel Lewis er stigahæstur heimamanna með 15 stig en Myron Dempsey er búinn að skora 6 stig. Emil Barja er stigahæstur hjá Haukum með 13 stig en Alex Francis er búinn að skora 12 stig. Emil er með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Stefnir í þrennu. Tindastóll er að skjóta 52 prósent í teignum en aðeins 21 prósent fyrir utan; sett niður þrjá þrista af fjórtán. Haukar eru búnir að skora sjö þrista úr ellefu skotum sem gerir 64 prósent nýtingu. Gestirnir að vinna frákastabaráttuna 18-15.20:00 (40-50) Hálfleikur. Ingvi Rafn brennir af síðasta skoti heimamanna og forystan tíu stig hjá gestunum.18:45 (40-50) Stólarnir vilja fá frekar augljósa villu á Francis þegar hann reynir að stöðva hraðaupphlaup. Dómararnir láta leikinn halda áfram og Stólarnir missa boltann. Allt verður vitlaust. Francis sleppur þarna vel og skorar úr hraðaupphlaupinu eftir sendingu frá Emil.18:10 (40-48) Helgi Rafn skorar fína körfu úr teignum og Flake gerir það sama í næstu sókn heimamanna. Ívar Ásgríms finnur lykt af einhverju og tekur leikhlé. Stoppar þetta strax hjá Stólunum. Haukar átta stigum yfir. Þeir ætla ekkert í sumarfrí.16:45 (36-48) Francis gerir það sama og Lewis áðan. Fær villu í sóknarfrákasti og skorar. Vítaskotið hittir aftur á móti ekki hvorki spjaldið né hringinn og allt verður vitlaust í Síkinu.16:25 (34-46) Hjálmar Stefánsson setur niður sjötta þriggja stiga skot Haukanna. Allir með í veislunni fyrir utan teig. Helgi bætir svo við þeim sjöunda í næstu sókn!14:37 (30-40) Geggjuð sending frá Emil frá miðjum vellinum á Alex undir körfunni heppnast. Miðherjinn stóri setur boltann ofan í. Þvílík tilþrif. Hinum megin tekur Lewis sóknarfrákast, fær villu í loftinu, skorar og setur niður vítið. Þvílíkur maður. 13:40 (27-38) Sóknarleikur Hauka er bara virkilega flottur. Alex bakkar með Myron að körfunni og losar svo boltann á hárréttum tíma á Sigurð Þór sem fær tvö vítaskot. Nýtir þau bæði. Ellefu stiga munur,12:25 (25-34) Nú rignir þristum hjá gestunum. Sigurður Þór tekur þátt í fjörinu. Enn keyra Haukarnir inn í teiginn og losa boltann svo út á galopnar skyttur.11:40 (23-29) Helgi með annan þrist eftir flotta vörn stólanna. Hvíldin hjá Kristni hefur borgað sig hjá Haukunum því hann setur niður langan tvist.10:38 (20-27) Frábær boltahreyfing hjá Haukunum og Emil setur niður þrist, galopinn. Helgi Freyr svarar með glæsilegri þriggja stiga körfu hinum megin. Hann var með mann alveg í andlitinu.10:00 (17-24) Fyrsta leikhluta lokið. Kristinn Jónasson, sem lagði sig á fimleikadýnu fyrir leik, skorar rándýra þriggja stiga körfu og gestirnir leiða með sjö stigum. Pétur Rúnar ver síðasta skotið frá Kára sem var næstum búinn að hlaupa upp allan völlinn sjálfur og skora.08:14 (15-19) Leikhléið borgar sig. Fjögur stig í röð frá Lewis.07:39 (11-19) Annar úrvals snúningur hjá Emil og tvö stig. Átta stiga munur og Israel Martin verður að taka leiklé. "Stoppaðu þetta," kallaði Kári á Israel.07:25 (11-17) Iðnaðartroðsla hjá Francis! Treður þessu ofan í kokið á stuðningsmönnum stólanna.06:30 (11-15) Helgi Björn með loftbolta í teignum en Emil er fyrstur á hann og skorar. Það er kraftur í Haukunum sem gefa ekkert eftir.05:46 (9-12) Haukarnir að vinna mikið með að keyra inn í teig en kasta boltanum svo aftur út á opnar skyttur. Gengur ágætlega. Kári aðstoðarþjálfari Stólanan vill að Pétur Rúnar loki miðjunni betur í varnarleiknum.05:00 (9-11) Annar þristur frá Kristni efti vel uppsetta sókn Haukanna.04:30 (7-8) Kristinn Marinósson bætir við þristi í næstu sókn og Haukarnir komnir yfir. Þeir eru ekkert hræddir.03:50 (7-5) Emil Barja skorar sín fyrstu stig með geggjuðum snúningi í teignum. Tók nokkra svona í síðasta leik. Haukarnir að komast inn í þetta.02:50 (7-3) Alex Francis skorar fyrstu stig Hauka úr opnum leik. Snýr á Dempsey, vel gert.02:08 (7-1) Enn skora Haukar ekki á móti þessari sterku Tindastólsvörn. Ingvi sturtar niður fyrsta þristinum hinum megin. Heimamenn byrja vel.01:35 (4-1) Alex Francis fer á vítalínuna og fær að heyra það úr stúkunni. Hittir úr öðru skotinu. Ágætis byrjun.01:20 (4-0) Þrjár fyrstu sóknir Hauka klikka. Lewis bætir við tveimur stigum með fallegu skoti úr teignum.00:20 (2-0) Haukarnir byrja á að tapa boltanum og Lewis skorar fyrstu stigin.Fyrir leik: Stemningin er alveg rugluð hérna. Samsöngur fyrir leik og allur pakkinn! Geta Haukarnir svarað með sigri? Það kemur í ljós á næstu tveimur tímum eða svo.Fyrir leik: Allt að verða klárt í Síkinu. Dúndur rokkmúsík, kofinn að fyllast og Israel Martin kominn í jakkafötin. Styttist í leikmannakynningu og svo fer þetta bara að byrja!Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson og Davíð Tómas Tómasson. Davíð Tómas er betur þekktur sem rapparinn Dabbi T, en hann átti flottustu rímuna árið 2012. Hann var þá gestur í laginu 112 á plötunni Kópacabana sem Blaz Roca gaf út. Tímamóta efni.Fyrir leik: Nokkrir stuðningsmenn Hauka eru búnir að koma sér fyrir í stúkunni. Það á allavega að reyna að svara fyrir sig; tvær trommur og læti. Veit samt ekki hversu miklu þetta skilar á móti fjölmennri stuðningsmannasveit Stólanna.Fyrir leik: Haukar hafa ekki unnið leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar í fimmtán ár eða síðan liðið komst í 2-1 á móti Grindavík í undanúrslitunum árið 2000. Haukar unnu þriðja leikinn 74-56 en hann fór fram 30. mars á Strandgötu. Ívar Ásgrímssonar var líka þjálfari Haukanna þá. Jón Arnar Ingvarsson, faðir Kára Jónssonar núverandi leikmaður Haukaliðins, var næststigahæstur í Haukaliðinu í leiknumFyrir leik: Með sigri á Haukum hér í fyrsta leiknum gegn Haukum urðu Stólarnir fyrstu nýliðarnir sem vinna fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppni og fyrstu nýliðarnir sem ná að vinna fjóra leiki í röð. Þórsarar áttu metið yfir flesta sigri í röð sem nýliðar en þeir unnu þrjá leiki í röð í úrslitakeppninni 2012.Fyrir leik: Stuðningsmenn Tindastóls eru mættir með kústa til að sópa Haukum í sumarfrí og plaköt með mynd af Francis sem á standa: "2 of 22". Er þar vísað til vítanýtingu kappans í Síkinu. Þeir öskra grimmt á Francis á meðan hann hitar upp. Sá fær að kenna á því í kvöld.Fyrir leik: Alex Francis kom að sækja bolta sem hafði skoppað af ritaraborðinu. "Var hann að taka víti og endaði boltinn hér," spurði einn starfsmaður Tindastóls og glotti.Fyrir leik: Fyrsti fasi upphitunar liðanna er í gangi og menn gera mismunandi hluti. Eins og sést á "Sport365" snapchat-inu er Myron Dempsey, leikmaður Tindastóls, að bjóða upp á alveg rándýra upphitun. Mælum sterklega með henni.Fyrir leik: Alex Francis, miðherji Hauka, hefur brugðist liði sínu mikið í þessari rimmu. Hann hefur aðeins skorað samtals 14 stig í fyrstu tveimur leikjunum eftir að vera með 22 stig að meðaltali í leik á móti Keflavík og meira en 26 í deildarkeppninni. Vítanýtingin er svo einnig vandræðaleg. Hann er búinn að hitta úr fimm af 32 vítaskotum gegn Tindastóli í vetur eins og Vísir fjallaði um dag.Fyrir leik: Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, er orðinn vanur að lenda 2-0 undir í úrslitakeppninni. Liðin hans, kvenna- og karlalið Hauka, hafa nú fjórum sinnum í röð lent 2-0 undir eins og Vísir fjallaði um í dag.Fyrir leik: Haukarnir voru aldrei yfir í síðasta leik sem fór fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. Tindastólsliðið skoraði tíu fyrstu stigin og náði mest 23 stiga forystu í leiknum.Fyrir leik: Darrel Keith Lewis skoraði 28 stig á rúmum 30 mínútum í sigrinum á Ásvöllum en hann skoraði meðal annars fimm þriggja stiga körfur í leiknum.Fyrir leik: Tindastólsliðið hefur unnið 13 af 14 heimaleikjum sínum á Íslandsmótinu í ár en eina tapið kom í deildarleik á móti Grindavík. Tindastóll hefur unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár með 18 stigum að meðaltali í leik.Fyrir leik: Haukarnir eiga á hættu að vera sópað út úr úrslitakeppninni annað árið í röð en Haukaliðið tapaði 3-0 á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum í fyrra.Fyrir leik: Alex Francis hefur aðeins skorað samtals 14 stig í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvíginu en hann hefur bara hitt úr 5 af 16 skotum sínum utan af velli og 4 af 20 vítaskotum sínum í þessum tveimur leikjum.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Síkið á Sauðárkróki. Hér verður fylgst með þriðja leik Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira